fbpx
en
Menu
en

Varstu að byrja í skólanum?

Velkomin(n) í Tækniskólann, skóla atvinnulífsins!

Hvort sem þú ert að hefja nám í húsasmíði, hönnun eða vélvirkjun þá eiga allir nemendur það sameiginlegt að vera hluti af samfélagi Tækniskólans. Samfélagi sem byggir á ólíkum nemendum, kennurum og margvíslegri stoðþjónustu. Þjónustan er ætluð okkur öllum og við viljum að allir nemendur hafi aðgang að bestu þjónustu sem völ er á.

Gangi þér vel í skólanum og byrjaðu að breyta heiminum.

Gagnlegt að skoða

Í Tækniskólanum er lifandi og fjölbreytt félagslíf. Nemendasamband Tækniskólans (NST) ásamt skólafélögum standa fyrir fjölbreyttum viðburðum við allra hæfi. Nánar um félagslífið

Í Tækniskólanum er mötuneyti sem býður upp á heitan mat í hádeginu ásamt því að selja kaldan mat og drykki. Nánar um mötuneytið

Viðburðir og próf koma fram á viðburðavef skólans, en þar er líka hægt að finna skóladagatalið. Nánar um dagatal og viðburðir

Tækniskólinn er dreifður um höfuðborgarsvæðið, enda fjölmennasti framhaldsskólinn á landinu. Hér eru upplýsingar um húsnæði og staðsetningu. 

Umsjónakennarar hjálpa nýnemum að aðlagast nýjum skóla og veita stuðning. Nánar um umsjónarkennara

Tölvuþjónusta

Allir nemendur skólans hafa aðgang að tölvum og tölvukerfi Tækniskólans.

Þú færð notendanafn og aðgangsorð send á netfangið þitt skráð í Innu.

(Ef þú ert með tvö netföng skráð í Innu þá er gott að athuga bæði)

 

Meira um tölvuaðgang og lykilorð

Aðstoð í námi

Áhersla er lögð á að veita nemendum þá aðstoð sem þeir þurfa til að geta sinnt námi sínu sem best.

Náms- og starfsráðgjafar, námsver og umsjónakennari veita þjónustu sem getur verið gott að nýta sér.

Meira um aðstoð við námið
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!