Menu

Aðstaða

Aðstaða Flugskóla Íslands

Aðalkennsluaðstaða er í Flatahrauni í Hafnarfirði. Skrifstofur eru á 2. hæð og kennslustofur á 3. hæð.
ALSIM ALX flughermir er á Háteigsvegi 39, Rafmagnshúsi.
Flugvirkjakennsla og aðstaða fyrir neyðarbúnað flugvéla í Árleyni 4 í Grafarvogi.

Staðsetningarkort:

Flatahraun 12 – skrifstofur og bóklegt nám.

Flughermir –  Tækniskólanum Háteigsvegi

Reykjavíkurflugvöllur – verklega deildin.

Flugvirkjadeildin – Árleyni 4

Verkleg kennsla og aðstaða

Verklega kennslan fer fram á Reykjavíkurflugvelli.

Flugflotinn hefur verið endurnýjaður að miklu leyti með tilkomu nýrra Cessna 172SP véla, sem allar eru 4ra sæta. Flugvélar þessar eru af nýrri kynslóð kennsluflugvéla frá Cessna verksmiðjunum. Þær eru allar búnar 180 hp hreyfli og verulegar endurbætur hafa verið gerðar frá eldri kennsluvélum. Ennfremur hefur skólinn yfir að ráða Piper Seminole tveggja hreyfla kennsluflugvélum auk C-152 einshreyfils kennsluflugvéla.

Á Reykjavíkurflugvelli er öll aðstaða er eins og best verður á kosið bæði fyrir kennara og nemendur. Verkleg aðstaða skólans er á 2. hæð í suðurenda slökkvistöðvar á Reykjavíkurflugvelli og er gengið inn að utanverðu að sunnan.

Flugskýli skólans er sunnan við Flugstjórnarmiðstöð.  Þar er aðstaða til að leggja flugvélar skólans fyrir utan.  Nemendur og starfsfólk, verða að hafa aðgangsheimild til að komast þar inn. Nánari upplýsingar veitir flugafgreiðsla skólans.

Sjá yfirlitsmynd af Reykjavíkurflugvelli hér:

Flugskóli Íslands hefur auk venjulegra kennslustofa upp á eftirfarandi að bjóða;

 

Náið samstarf

Flugskóli Íslands hefur verið í nánu samstarfi við íslenska flugrekendur, jafnt með kennslu sem og aðstöðu.

Má þar nefna t.d  Flugfélag ÍslandsIcelandair, Ernir og Norlandair.

Flugvélar skólans

Vél­arnar eru eft­ir­far­andi:

Tveggja sæta ein­hreyfils:  Tecnam 2002-JF og Cessna 152II
Fjög­urra sæta eins­hreyfils: Cessna 172 SP(Skyhawk) og
Fjög­urra sæta fjöl­hreyfla: Piper Sem­inole.

Þessar flug­véla­teg­undir eru mikið notaðar í kennslu um allan heim vegna áreiðanleika þeirra og flu­geig­in­leika.

Flug­vélar skólans eru notaðar jafnt til kennslu sem og að vera leigðar út til einka­flug­manna sem eru að safna tímum eða ein­ungis að fljúga ánægj­unnar vegna.

Nýj­astu flug­vél­arnar í skól­anum eru fimm ítalskar fram­leiddar Tecnam 2002-JF af árgerðinni 2015 til 2016. Flug­vél­arnar eru tveggja sæta og er notuð í kennslu- og einka­flugs. Vélin er í flokki léttra flug­véla, sam­kvæmt skil­grein­ingu Flugöryggisstofnunar Evrópu – EASA.

Cessna 152II er tveggja sæta vél og er notuð mest í kennslu til einka­flug­manns­rétt­inda. Cessna 152II hefur verið helsti burðarjálkur flug­kennslu í heim­inum, en þar sem Cessna flug­véla­framleiðandi hefur hætt framleiðslu á þeim, fer þeim fækk­andi vegna aldurs.

Cessna172 SP er fjög­urra sæta vél sem er notuð í einka­flug­manns- og blind­flugs­kennslu. Þær eru einnig mikið leigðar út t.d. vegna góðs sætapláss fyrir farþega og glæsi­legs útsýnis til jarðar þá sem um borð eru. Þessi flugvél er enn valinn sú vin­sæl­asta í heim­inum af flug­mönnum, vegna góðra flu­geig­in­leika, viðhalds og áreiðanleika.

Piper Seminole PA-44 er tveggja hreyfla flugvél sem er notuð ýmist fyrir atvinnuflug­mann­s­kennslu og/​eða öflun fjöl­hreyfla­rétt­inda sem og fjöl­hreyfla blind­flugs­rétt­inda. Þessi flug­véla­tegund er sú vin­sæl­asta af flug­skólum til flug­kennslu, vegna sömu ástæðna og C172 SP, þ.góðra flu­geig­in­leika.

VIÐHALD
Allar vélar skólans eru í viðhaldi hjá Flug­véla­verkstæði Flug­skóla Íslands sem staðsett er Flug­skýli no. 1 á Reykjar­vík­ur­flug­velli, en það viðhalds­verkstæði er EASA vottað og viðurkennt af hálfu Flug­mála­stjórnar Íslands.

Flugvellir

Allir skráðir flug­vellir í Flugmálahandbók Flugmálastjórnar Íslands eru samþykktir, þó með þeim fyr­ir­vara að leita skal samþykkis afgreiðslu flug­deildar Flug­skóla Íslands fyrir notkun á hálend­is­flug­völlum.  Hálend­is­flug­vellir og nokkrir aðrir teljast vara­samir eftir árstíðum.

Flug­menn eru beðnir að kynna sér nýj­asta NOTAM frá Notam skrif­stof­unni á heimasíðu Flug­mála­stjórnar hverju sinni sem þeir fara í flug, til að sjá hvort ein­hverjar tak­mark­anir eru á notkun flug­valla.  Einnig eru flug­menn hvattir til að kynna sér flug­vellina, s.s. lengd, tegund, tak­mark­anir, tíðnir, hindr­anir, eldsneyt­ismál og síma­númer flug­vallavarða áður en lagt er af stað í viðeig­andi kafla AIP.

Flug­skóli Íslands vill minna á ábyrgð flug­stjóra/​flugnema að kynna sér vel ástand flug­valla með öruggum hætti, áður en lent er á flug­velli að hausti, vetri eða vori.

Ef ein­hver óvissa er fyrir hendi, REYNIÐ EKKI AÐ NOTA FLUGVÖLLINN.

Spyrjið aðra flugmenn, flugkennara, flugvallarsvið FMS, ábyrgðaraðila flugvallar eða lögreglu á staðnum um ástand flugvallar. 

Fáið samþykki afgreiðslu flugdeildar til að nota varasama flugvelli

Flugaðferðarþjálfi

Á vor­mánuðum 2012 var flugaðferðarþjálfi skólans end­ur­nýjaður og uppfærður í ALSIM ALX útgáfu sem til­heyrir sama flokki flugaðferðaþjálfa og for­veri hans, þ.e. FNPT II MCC hermar.  Flugaðferðarþjálfinn er einn sá full­komn­asti í sínum stærðarflokki og býður m.a. upp á nýj­ustu tækni sem notast er við. Hægt er að velja allt frá ein­föld­ustu eins­hreyfils flug­vélum upp í miðlungs­stórar þotur við þjálfun flug­manna, með mis­mun­andi mæli­tækjum fyrir flug­menn, allt frá gömlu klukku­mælum til nútíma raf­skjái (EFIS).

Þjálfun

Sam­kvæmt kennslu­leyfi Flug­skóla Íslands hf. munu tímar í flugaðferðarþjálf­anum nýtast á öllum stigum þjálf­unar þ.e. í einka-, atvinnu-, blind­flugs-, fjöl­hreyfla- og áhafna­sam­starfsþjálfun. Tímar sem teknir eru í flugaðferðarþjálf­anum eru kenndir af starf­andi atvinnuflug­mönnum frá öllum stærri flugrek­endum á Íslandi og má þar nefna Icelandair, Atlanta, Flug­fé­lagi Íslands og Nor­landair.  Þeir eru allir skráðir flug­kenn­arar hjá Flug­skóla  Íslands hf. og hafa starfað í áraraðir við flug­kennslu á Íslandi. Tímar sem teknir eru í flugaðferðarþjálf­anum nýtast til þjálf­unar sam­kvæmt JAR FCL 1 skír­teina­reglugerð sem hér segir;

  •         PPL (A): 5 klst.
  •         CPL (A): 5 klst.
  •         IR (A) SEP: 35 klst.
  •         IR (A) MEP: 40 klst.
  •         IR (A) SEP til MEP: 3 klst.
  •         MCC: 20 klst.