fbpx
Menu

Atvinnulífið og námið

Skólinn menntar fólk til starfa í atvinnu­lífinu og sterk tengsl því nauðsyn­leg og er vilji til að efla þessi tengsl með frekara sam­starfi við fyr­ir­tæki og stofn­anir.
Fyrirtæki geta haft samband og fengið settar inn upplýsingar hér um samninga eða samvinnu.

Námssamningur

Kennarar, starfsmenn og náms- og starfsráðgjafar reyna að veita þær upplýsingar sem nemendur þurfa á að halda varðandi námssamninga.

Upplýsingasíður um vinnustaðanám:

Spurningar og svör um námssamningar af vefnum Nám og störf.

IÐAN fræðslusetur er með vefsíðu um málefnið námssamningar/vinnustaðanám 

Hér er vefsíða Rafmennt um námssamninga. 

Fyrirtæki

Fyrirtæki geta sent inn upplýsingar fyrir nemendur

Fjöldi fyrirtækja hefur sýnt að vilji er til leggja meira af mörkum í þeim efnum að styrkja iðn- og verknámsnemendur, en þörf er á að gera enn betur eins og kemur fram í menntastefnu Samtaka iðnaðarins.  Með sam­starfi skólans og fyrirtækja í atvinnulífinu og sam­vinnu bæði varðandi nám í skól­anum og vinnustaðanám verður mannauður iðnfyrirtækja  öflugri og verðmætasköpun meiri í íslenskum iðnaði.

Fyrirtæki geta haft samband við skólann: [email protected]

 

Efling vinnustaðanáms

Efling vinnustaðanáms

Samtök Iðnaðarins í samstarfi við framhaldsskólana hefur gert sáttmála um eflingu vinnustaðanáms þar sem fyrirtæki sem staðfest hafa sáttmálann munu leggja sitt af mörkum til eflingar vinnustaðanáms.

Sáttmáli um eflingu vinnustaðanáms  – á vefsíðunni má sjá lista yfir fyrirtæki sem staðfest hafa sáttmálann.

Samvinna

Algengar spurningar

Hvernig kemst ég á samning?

Leitaðu upplýsinga hjá kennurum og námsráðgjöfum í skólanum.
Einnig veitir Iðan upplýsingar. Og Rafmennt, fræðslusetur rafiðnaðarins veitir upp­lýs­ingar um náms­samn­inga og sveins­próf. Hér er vefsíða Rafmennt um námssamninga. 

Hvaða eyðublöð þarf að fylla út?

Rafiðnnemar

Upplýsingar og eyðublöð fyrir rafiðnnema eru á Rafmennt.is:

Námssamningar – síða á vef Rafmennt, fræðslusetur rafiðnaðarins.

 

Aðrir iðnnemar

Á vef Iðan.is er síða með þessum eyðublöðum:

Eyðublöðin eru á pdf sniði. Athugaðu  að vefskoðarar höndla PDF skjöl á vefnum á ólíkan hátt. Ekki er víst að hægt sé að fylla þau út í vefskoðara og senda beint. Síða:  https://idan.is/namssamningar/eydublod-namssamninga/ 

 

 

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!