fbpx
Menu

reglur

Sóttvarnarreglur í skólanum

Skólinn hvetur nem­endur og starfs­menn til að vera með C-19 rakn­ing­arappið upp­sett og kveikt á því í símum sínum utan sem innan skólans.

Hér eru regl­urnar sem gilda í skól­anum á tímum Covid 19.

Sóttvarnarreglur í skólanum – gilda frá 20. október 2021

Ekki mæta í skólann ef:

 • Þú ert með einkenni sem líkjast Covid-19 einkennum (kvef, hósta, hita, höfuðverk, bein- eða vöðvaverki, þreytu).
 • Þú ert í einangrun vegna COVID-19 eða bíður eftir niðurstöðu sýnatöku.
 • Þú ert í sóttkví.

Ef þú finnur fyrir einkennum eftir að þú mætir í skólann:

 • Farðu strax heim.
 • Láttu kennarann þinn eða skólastjóra vita eins fljótt og auðið er.

Annað:

 • Sprittaðu hendur um leið og þú kemur inn í skólann – sprittstöðvar eru við alla innganga.
 • Grímuskylda er í skólanum.
 • Virtu fjarlægðarmörk (1 metri).
 • Virtu hægri umferð á göngum skólans.
 • Dveldu ekki á göngum skólans heldur farðu rakleitt í þína kennslustofu.
 • Sprittaðu hendur um leið þú kemur inn í nýtt rými t.d. kennslustofu, salerni og bókasafn.
 • Sótthreinsaðu í upphafi og lok kennslustundar:
 1. Borð og stólbak
 2. Lyklaborð og mús
 3. Sameiginleg verkfæri

 

Mundu að reglulegur og góður handþvottur með sápu ásamt sprittun og hæfilegri fjarlægð er besta sóttvörnin!

ATH! Einnota grímum og hönskum skal ávallt henda í ruslið eftir notkun. Margnota grímur þarf að þvo daglega að lágmarki á 60 gráðu hita.

Skólinn hvetur nemendur og starfsmenn til að vera með C-19 rakningarappið uppsett og kveikt á því í símum sínum utan sem innan skólans.