fbpx
Menu

Vertu með!

Vertu með!

Nemendasamband Tækniskólans er í daglegu tali kallað NST. NST eru regnhlífarsamtök nemenda skólans sem hafa yfirumsjón með öllu félagsstarfi og hugar að hagsmuna- og velferðarmálum nemenda skólans. Hér má fræðast nánar um NST, klúbbana, nefnirnar og margt fleira. Þú getur líka skoðað viðburði framundan eða skoðað fréttir úr félags­lífi NST.

Þú getur líka fylgst með NST á heimasíðunni okkar. Eða fylgt okkur á Instagram, Discord og facebook

Á þessari síðu óskum við sérstaklega eftir nemendum í verkefni, nefndir o.s.frv. 

Öll velkomin að taka þátt í starfi NST Ef þú finnur ekkert á þessari síðu, skoðaðu klúbbana, félögin eða hafðu samband og komdu þinni eigin hugmynd á framfæri.

Nefndir NST


Pulsan (Vídeó- og auglýsinganefnd)

Nýnemaferð Tækniskólanns haustið 2021

Pulsan sér um að gera myndbönd til að auglýsa viðburði á vegum NST. Eða að hanna auglýsingar, plaggöt allt frá skjáauglýsingum og Facebook auglýsingum upp í stór plaggöt og fána. Okkur vantar fólk í nefndina – sendu póst á Lilju Ósk ef þú hefur áhuga.

 

LNT – LAN nefnd Tækniskólans

LNT skipuleggur LAN Tækniskólans sem fer fram einu sinni á önn, ýmist í matsal skólans við Skólavörðuholt eða í íþróttahúsinu við Digranes. Óskum eftir nýliðum til að taka þátt í LAN-mótinu sem er næst 17.-19. mars 2023.

 

Tækninefnd

Tækninefndin hefur umsjón og sér um utanumhald á öllum tækjamálum NST og vinnur að tæknimálum á viðburðum á vegum NST, s.s. við uppsetningu hljóð- og ljósakerfa á viðburðum. Viltu vera með? Sendu póst á Lilju Ósk.

 

Skemmtinefnd

Skemmtinefnd vinnur að skipulagningu skemmtiviðburða í samráði við miðstjórn NST. Meðal viðburða og verkefna sem skemmtinefnd vinnur að má nefna böll, nýnemaferð og tónleika ásamt hinum ýmsu mótum sem eru haldin á vegum NST.