Nemendasamband Tækniskólans er í daglegu tali kallað NST. NST eru regnhlífarsamtök nemenda skólans sem hafa yfirumsjón með öllu félagsstarfi og hugar að hagsmuna- og velferðarmálum nemenda skólans. Hér má fræðast nánar um NST, klúbbana, nefnirnar og margt fleira. Þú getur líka skoðað viðburði framundan eða skoðað fréttir úr félagslífi NST.
Þú getur líka fylgst með NST á heimasíðunni okkar. Eða fylgt okkur á Instagram, Discord og facebook!
Á þessari síðu óskum við sérstaklega eftir nemendum í verkefni, nefndir o.s.frv.
Öll velkomin að taka þátt í starfi NST ♥ Ef þú finnur ekkert á þessari síðu, skoðaðu klúbbana, félögin eða hafðu samband og komdu þinni eigin hugmynd á framfæri.
Pulsan sér um að gera myndbönd til að auglýsa viðburði á vegum NST. Eða að hanna auglýsingar, plaggöt allt frá skjáauglýsingum og Facebook auglýsingum upp í stór plaggöt og fána. Okkur vantar fólk í nefndina – sendu póst á Lilju Ósk ef þú hefur áhuga.
LNT skipuleggur LAN Tækniskólans sem fer fram einu sinni á önn, ýmist í matsal skólans við Skólavörðuholt eða í íþróttahúsinu við Digranes. Óskum eftir nýliðum til að taka þátt í LAN-mótinu sem er næst 17.-19. mars 2023.
Tækninefndin hefur umsjón og sér um utanumhald á öllum tækjamálum NST og vinnur að tæknimálum á viðburðum á vegum NST, s.s. við uppsetningu hljóð- og ljósakerfa á viðburðum. Viltu vera með? Sendu póst á Lilju Ósk.
Skemmtinefnd vinnur að skipulagningu skemmtiviðburða í samráði við miðstjórn NST. Meðal viðburða og verkefna sem skemmtinefnd vinnur að má nefna böll, nýnemaferð og tónleika ásamt hinum ýmsu mótum sem eru haldin á vegum NST.