fbpx
Menu

Nefndir og klúbbar

Nefndir og klúbbar

Fjölbreyttar nefndir og klúbbar eru starfandi í Tækniskólanum.

Nefndir eru skipaðar af miðstjórn NST og sinna ákveðnum verkefnum innan nemendasambandsins.

Klúbbarnir eru hins vegar stofnaðir í kringum ákveðin áhugamál eða viðfangs­efni.

 

Nefndir NST


Nefndir eru skipaðar af NST og sinna ákveðnum verk­efnum innan sam­bandsins svo sem utan­um­hald viðburða og hags­muna­gæslu nem­enda. Nefndir vinna að ýmsum verkefnum, viðburðum og hagsmunabaráttu nemenda eftir eðli nefndanna.

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir þær nefndir sem eru virkar á vegum NST.

 

Pulsan (Vídeónefnd)

Pulsan sér um að gera myndbönd til að auglýsa viðburði á vegum NST ásamt því að taka upp á viðburðum og gera myndbönd fyrir og úr félagslífinu.

 

Jafnréttisnefnd nemenda

Jafnréttisnefnd nemenda fjallar um jafnréttismál nemenda í skólanum og á fulltrúa sem situr í Jafnréttisnefnd Tækniskólans, sem er skipuð af nemendum og starfsmönnum skólans. Jafnréttisnefnd nemenda hefur einnig haldið utan um ýmis átaksverkefni, s.s. #sjúkást á vegum Stígamóta.

 

Skemmtinefnd

Skemmtinefnd vinnur að skipulagningu skemmtiviðburða í samráði við miðstjórn NST. Meðal viðburða og verkefna sem skemmtinefnd vinnur að má nefna böll, nýnemaferð og tónleika ásamt hinum ýmsu mótum sem eru haldin á vegum NST.

 

Auglýsinganefnd

Auglýsinganefnd sér um að hanna auglýsingar, plaggöt og útgefið efni á vegum NST. Allt frá skjáauglýsingum og Facebook auglýsingum upp í stór plaggöt og fána.

 

Tækninefnd

Tækninefndin hefur umsjón og sér um utanumhald á öllum tækjamálum NST og vinnur að tæknimálum á viðburðum á vegum NST, s.s. við uppsetningu hljóð- og ljósakerfa á viðburðum.

 

LNT – LAN nefnd Tækniskólans

LNT skipuleggur LAN Tækniskólans sem fer fram einu sinni á önn, ýmist í matsal skólans við Skólavörðuholt eða í íþróttahúsinu við Digranes.

 

 

Klúbbar


Ýmsir klúbbar eru starfandi í Tækniskólanum og eru þeir stofnaðir í kringum ákveðin áhugamál eða viðfangs­efni. Klúbbarnir hittast reglu­lega og eru opnir öllum sem hafa áhuga á að taka þátt. Sumir klúbbar eru algjör­lega sjálfstæðir en aðrir tengjast klúbbakvöldum ENIAC sem er skólafélag Upplýsingatækniskólans. Félagið er með virkan Discord server þar sem upp­lýs­ingar um keppnir, klúbba­kvöld og aðra viðburði koma inn.

Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig í ákveðin klúbb eða stofna nýjan geta sent póst á Þorvald félagsmálafulltrúa.

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir þá klúbba sem eru virkir í Tækniskólanum en öllum er frjálst að stofna nýja klúbba.

 

D&D klúbburinn

Í D&D klúbbnum hittast nem­endur reglu­lega og spila Dungeons & Dragons og/​eða önnur hlut­verka­spil. Reglu­legir fundir eru haldnir en auk þeirra hittast spila­hópar eftir henti­semi og geta nýtt sér aðstöðu í skól­anum og fengið aðgang að bókum, ten­ingum og öðrum spilagögnum bæði hjá NST og á bóka­safni skólans.

 

Forritunarklúbbur

Meðlimir hittast og for­rita. Þarna er hægt að fá aðstoð við for­rit­un­ar­verk­efni sem verið er að glíma við, hvort sem þau eru verk­efni í skól­anum eða ekki. Á klúbba­kvöld­unum er for­rit­unarþraut lögð fyrir þátt­tak­endur og fá sig­ur­veg­ar­arnir pizzur í verðlaun.

 

Spilaklúbbur

Meðlimir hittast og spila borðspil, korta­spil og hlut­verka­spil. Klúbburinn á orðið gott safn af spilum en öllum er vel­komið að koma með sína eigin spil.

 

Ostaklúbbur

Í osta­klúbbnum hittist fólk, borðar osta og ræðir málin.

 

Safnkortaklúbbur

Í safnkortaklúbbnum spila meðlimir safnkortaspil á borð við Magic the Gathering, Pokemon, Yu-gi-oh o.fl.

 

Kvikmyndaklúbbur

Kvik­mynda­klúbburinn hittist reglu­lega og horfir saman á kvik­myndir. Mynd­irnar eru valdar af meðlimum.

 

Minecraft klúbbur

Minecraft klúbburinn heldur uppi sínum eigin minecraft-server þar sem meðlimir geta spilað. Klúbburinn hittist líka á klúbba­kvöldum og spilar ásamt því að standa fyrir Minecraft viðburðum í tengslum við LAN Tækni­skólans sem er haldið á hverri önn.

 

SSB klúbbur

Í SSB klúbbnum koma meðlimir saman og spila tölvuleikinn Super Smash Bros.