fbpx
Menu

Fréttamolar úr félagsstarfi

Fréttamolar úr félagsstarfi

Nemendasamband Tækniskólans er í daglegu tali kallað NST. NST eru regnhlífarsamtök nemenda skólans sem hafa yfirumsjón með öllu félagsstarfi og hugar að hagsmuna- og velferðarmálum nemenda skólans. Hér má fræðast nánar um NST, klúbbana, nefnirnar og margt fleira. Þú getur líka skoðað viðburði framundan eða boðið þig fram í ákveðin verkefni – við erum alltaf að leita að nemendum í alls konar störf.

Þú getur líka fylgst með NST á heimasíðunni okkar. Eða fylgt okkur á Instagram, Discord og facebook! Öll velkomin að taka þátt

Á þessari síðu finnur þú fréttamola úr félagslífinu.

 


27. FEBRÚAR 2023

KÁLÁTSKEPPNIN ER Á MIÐVIKUDAGINN!

OG KÁLHAUSINN SEM VINNUR FÆR VERÐLAUN…

This image has an empty alt attribute; its file name is 333713913_878967919993620_5230170812678237538_n-1-724x1024.png

 


18. FEBRÚAR 2023

Love Island, Anime, Call the midwife s04e04 og eitthvað random stöff!

Frá vinstri: Óðinn Logi Gunnarsson, Auður Aþena Einarsdóttir og Emil Uni Elvarsson.

Stórskemmtilegt Gettu betur lið Tækniskólans mætti FG í Gettu betur í gærkvöldi. Fjölbrautarskólinn í Garðabæ hafði betur að þessu sinni.

Karakter liðsins fer ekki framhjá neinum, eins og sjá má í þessari kynningu! Love Island, Anime, Call the midwife s04e04 og eitthvað random stöff eru helstu styrkleikar liðsins. Síðan kemur engum á óvart að Emil Uni er ekki með neina veikleika.

NST þakkar liðinu fyrir vasklega framkomu og alla vinnuna sem þau hafa lagt á sig. Sérstakar þakkir fá Auður Aþena og Emil Uni sem tilkynntu að þetta væri þeirra síðasta ár sem liðsmenn í GB. Takk fyrir að vita svona mikið um random hluti og fyrir að vera almennir snillingar!


13. FEBRÚAR 2023

Gettu betur á föstudaginn!

Lið Tækniskólans (Auður Aþena, Emil Uni og Óðinn Logi) keppir í Gettur betur í sjónvarpssal RÚV í Efstaleiti á föstudaginn – 17. febrúar. 

Fríar pizzur kl. 18:00 og frítt í rútu! Það er nú einu sinni MEGAvika 😊

NST býður öllum sem mæta upp á fríar pizzur í Tækniskólanum á Skólavörðuholti kl. 18:00. Rúta mætir síðan á Skólavörðuholt klukkan 19:00 og keyrir okkur upp í Efstaleiti þar sem keppnin fer fram. Mæting í Efstaleiti er kl. 19:30 en keppnin í sjónvarpinu byrjar kl. 20:00. Keppnin er síðan búin um 21:00 en þá geta þeir sem vilja fengið far með rútu til baka á Skólavörðuholt. 


Skráning á keppnina er hér – en reglan fyrstir koma fyrstir fá gildir!

 


10. FEBRÚAR 2023

Bjartur Sigurjónsson sigraði Átótjúnið

Átótjúnið, söngkeppni Tækniskólans, var haldið á miðvikudaginn – þar sem 14 þátttakendur stigu á svið og heilluðu áhorfendur og dómnefnd skólans 🤗
Umgjörðin var hin glæsilegasta og nemendur skólans stóðu sig með mikilli prýði við utanumhald og framkvæmd 👏 Besti þakkir Ingi Björn Ingason og húsbandið fyrir tónlistina ✌️
Sigurvegari kvöldsins og fulltrúi skólans í Söngkeppni Framhaldsskólanna er BJARTUR SIGURJÓNSSON nemandi á tölvubraut. Hann söng lagið Never blue 🏆 
Í öðru sæti var Birgitta Ólafsdóttir hljóðtækinemi með lagið Love in the dark og í því þriðja Daníel Steinar Kjartansson í Raftækniskólanum með Moondust.
Til hamingju Bjartur og til hamingju þið öll sem gerðuð Átótjúnið að veruleika 🙏

 


8. FEBRÚAR 2023

Átótjúnið í kvöld!

Söng­keppni Tækni­skólans fer fram í Hátíðarsal skólans við Háteigsveg miðviku­daginn 8. febrúar kl. 19:30 og aðgangur er frír.

Fjöldi hæfi­leika­ríkra lista­manna munu etja kappi í von um að fá tæki­færi til þess að koma fram fyrir hönd skólans í Söng­keppni fram­halds­skól­anna sem verður laug­ar­daginn 1. apríl í Kaplakrika og í beinni á Stöð 2.


Keppendur í Átótjúninu 2023 eru:

Agata Skonieczna
Birgitta Ólafs­dóttir
Bjartur Sig­ur­jónsson
Daníel Steinar Kjart­ansson
Friðrik Fannar Söe­bech
Guðrún Eva Eiríks­dóttir
Guðrún Gígja Vil­hjálms­dóttir
Héðinn Már Hann­esson
Natanael Hau­kongo Tuhafeni Andreas
Ragnar Ágúst Ómarsson
Sæbjörn Hilmir Garðarsson
Thor­vald Michael
Vikt­oría Hrund Þóris­dóttir
Þorgeir Atli Kárason

 


30. JANÚAR 2023

MORFÍs – Rútuferð aflýst – streymi í framtíðarstofu

Tækniskólinn keppir í MORFÍs í dag kl. 18:00 í Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Rútuferð á keppnisstað er aflýst vegna veðurs en NST býður þeim sem hafa áhuga að horfa á keppnina að koma í Framtíðarstofuna sem er á 3. hæð á Skólavörðuholti. Þar sýnum við frá keppninni í beinu streymi!

 


30. JANÚAR 2023

MORFÍs – Tækniskólinn vs. FS

Núna á mánudaginn 30. janúar klukkan 18:00 mætir Tækniskólinn – Fjölbrautarskóla Suðurnesja í mælsku- og rökræðukeppninni MORFÍs.

Umræðuefnið er O.F.U.R.H.E.T.J.U.R. – Tækniskólinn mælir á móti ofurhetjum!

Keppnin er á Reykjanesi – ef þig langar á keppnina þá býður NST þeim sem vilja ókeypis í rútuferð horfa á keppnina. Pizzu líka í FS ef það er stemning fyrir því.

Ef þú vilt koma sendu bara tölvupóst á [email protected] í síðasta lagi sunnudag og þú færð frekari upplýsingar.

Hvað er eiginlega MORFÍs?

 


25. JANÚAR 2023

FRÍS – ert þú til í að streyma keppnunum?

Á mánudaginn byrjuðu framhaldskólaleikarnir FRÍS þar sem keppt er í Rafíþróttunum CSGO, Rocket League og Valorant. Til að hefja leika mun CSGO lið Tæknó E-Sports keppa á móti Menntaskólanum á Egilsstöðum og Rocket League Tæknó E-Sports keppast við Menntaskólanum á Tröllaskaga. Við erum að leita af einstaklingum til að streyma leikjunum þannig ef þú hefur áhuga máttu endilega hafa samband við Lilju sem kemur þér í samband við Vigfús þjálfara. Hér finnur þú meiri upplýsingar um FRÍS – þú getur líka fylgst á Discord!

 


17. JANÚAR 2023

Átótjúnið – Söngkeppni Tækniskólans

Söngkeppni Tækniskólans fer fram í Hátíðarsal skólans við Háteigsveg (2. hæð) miðvikudaginn 8. febrúar  og hefst kl. 19:30. Hér getur þú skráð þig í keppnina Skráningu lýkur föstudaginn 27. janúar kl. 14:00. Aðstoð við útfærslur og und­ir­spil eru í boði fyrir þá sem það vilja en kepp­endum er einnig frjálst að koma með sitt eigið „play­back“. Sigurvegar keppninnar verður fulltrúi skólans í Söngkeppni framhaldskólanna sem verður laugardaginn 1. apríl í Kaplakrika og í beinni á Stöð 2. Nánari upplýsingar um keppnina og fyrirkomulag er hægt að fá hjá Lilju félagsmálafulltrúa ([email protected] ).  

 


15. JANÚAR 2023

Vilt þú leika Lísu í Undralandi?

Leikfélag Mars, býður nemendum skólans á leiklistarnámskeið. Öll áhugasöm eru vel­komin, námskeiðið er frítt og það þarf ekki einu sinni að skrá sig, bara mæta á staðinn

Námskeiðið byrjar miðvikudaginn 18. janúar kl. 18:00 í hátíðarsal Tækniskólans sem er á 2. hæð á Háteigsvegi. Námskeiðið verður dagana 18., 20., 25., 26. og 27. janúar. Ef þú hefur áhuga mættu jafnvel þó þú komist ekki öll kvöld ♠

Að námskeiði loknu býður félagið öllum á opnar prufur fyrir verk ársins – Lísu í Undralandi  Leiðbein­andi á nám­skeiðinu og leikstjóri sýningarinnar, Lísu í Undralandi, er Guðmundur Jónas Haraldsson. Frekari upplýsingar má nálgast með því að senda leikfélaginu tölvupóstStjórn leikfélagsins skipa: Bjartur Sigurjónsson, Elma Eik Tulinius, Guðrún Gígja Vilhjálmsdóttir, Hrefna Hjörvarsdóttir, Katla Rún og Ragnar Ágúst Ómarsson.  

 


13. JANÚAR 2023

Tækniskólinn í 16-liða úrslit Gettu betur

Tækniskólinn vann öruggan sigur á Menntaskólanum að Laugarvatni í fyrstu umferð Gettu betur, 30-16. Hlusta má á viðureignina á vef RÚV.

16-liða úrslitin fara fram á mánudag 16. janúar þar sem Tækniskólinn mætir Menntaskólanum á Akureyri. Keppnin verður í beinni útsendingu á Rás 2. 

Mætum og styðjum liðið á keppnisstað, í útvarps­húsinu við Efsta­leiti.

Lið Tækniskólans skipa Auður Aþena Einarsdóttir, Emil Uni Elvarsson og Óðinn Logi Gunnarsson. Þjálfarar liðsins eru Þorsteinn Magnússon og Kolbeinn Sæmundur Hrólfsson.  


9. JANÚAR 2023

Fyrsta umferð Gettu betur í útvarpi!

Tækniskólinn mætir Menntaskólanum að Laugarvatni í fyrstu umferð Gettu betur í kvöld. Keppnin er í beinu streymi á RÚV.is. Útsending hefst kl. 19:00 en Tækniskólinn á leik kl. 21:00. Áhugasöm eru velkomin að styðja liðið á keppnisstað í útvarps­húsinu við Efsta­leiti. Lið Tækniskólans skipa Auður Aþena Einarsdóttir, Emil Uni Elvarsson og Óðinn Logi Gunnarsson. Þjálfarar liðsins eru Þorsteinn Magnússon og Kolbeinn Sæmundur Hrólfsson.  

 


7. JANÚAR 2023

Málfundafélag Tækniskólans leitar að liðsmanni

Finnst þér gaman að tala? Elskar kannski að rökræða? Vilt þú verða ræðumaður í MORFÍs liði Tækniskólans? MORFÍs lið Tækniskólans leitar að ræðumanni og varamönnum í liðið. Þjálfarar liðsins ætla þess vegna að bjóða upp á prufur í þessari viku – byrja á morgun. En hvernig verða prufurnar? Afar einfaldar en þú þarf ekkert að undirbúa þig sérstaklega. Bara mæta! Þjálfararnir, þau Huginn og Sunna Dís, verða með nokkrar tilbúnar ræður. þú bara skoðar þær og velur eina sem hentar þér. Færð smá tíma til að æfa þig, svo þarftu bara að flytja hana fyrir þjálfarana. Hvenær eru þær? Byrja á morgun mánudaginn 9. janúar. En eru líka þriðjudag og miðvikudag og síðan á fimmtudaginn líka milli kl. 17:00 og 18:00 ! ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ MÆTA ALLA DAGANA! Bara mætir þann dag sem þú kemst og þegar þér hentar! Hvar eru prufurnar? Í Tækniskólanum á Skólavörðuholti í stofu 400 sem heitir Snorrastofa! Ef þig vantar frekari upplýsingar getur póst á Lilju félagsmálafulltrúa eða þjálfurunum sem eru Sunna Dís – [email protected] og Huginn Þór – [email protected].

Background text

Um Nemendasambandið

Miðstjórn Nemendasambandsins

Miðstjórn NST hefur yfirumsjón með öllu félagsstarfi t.d. viðburðum eins og árshátíðarviku og söng­keppninni Átótjúne. NST passar líka upp á réttindi og hagsmuni nemenda. Innan NST starfa skólafélög, nefndir og klúbbar.

 

Miðstjórn NST

Merki NST á nemendapeysu.Anton Orri Gränz, formaður
Björgvin M. Ársælsson, vara­formaður og hagsmunafulltrúi nemenda
Katla Rún Eðvarðsdóttir, ritari
Theodór Karl Hrafnsson, full­trúi nem­enda á Skólavörðuholti
Ívar Máni Hrannarsson, full­trúi nemenda á Háteigsvegi
Róbert Steinn Gylfason, fulltrúi nemenda í Hafnarfirði
Dagur Hafsteinsson, fulltrúi nýnema

 

Innan Nemendasambandsins NST starfa fleiri nemendafélög s.s. skólafélög, nemendafélög og klúbbar. Þessi félög starfa sjálfstætt en í samvinnu við miðstjórn NST að bættu félagslífi nemenda Tækniskólans.

  • Skólafélög sinna félagslífi undirskólanna.
  • Nemendafélög vinna að ákveðnum málaflokkum, hagsmunum ákveðinna hópa eða afmörkuðum viðburðum.
  • Klúbbar hittast reglu­lega og eru öll velkomin að taka þátt.

Klúbbar NST

Allir nemendur í Tækniskólanum geta stofnað klúbb. Stjórn NST aðstoðar t.d. að finna aðstöðu í skólanum, fá spil og þess háttar. NST styrkir klúbba jafnvel ef fjármagn leyfir. Langar þig að stofna klúbb? Sendu Lilju félagsmálafulltrúa póst.

 

Klúbbakvöld Eniac  ♥️  Öll velkomin ♥️

ENIAC, skólafélagið á Háteigsvegi, heldur klúbba­kvöld þar sem klúbbar skólans hittast á sama tíma. Flest miðvikudaga kl 18:00 á Háteigsvegi. Best að nálgast upplýsingar um klúbba og aðra viðburði Discord server ENIAC.

 

Klúbbar skólaárið 2022-2023
Anime klúbbur
Spilaklúbbur
Safnkortaklúbbur / TCG klúbbur
Super Smash Bros klúbbur
VR klúbbur
Minecraft klúbbur 
Og fleiri… fylgstu með á Discord!

Mars – Leikfélag Tækniskólans

Leikfélagið Mars stendur fyrir leik­list­ar­nám­skeiði og leik­sýn­ingu á ári hverju. Leikfélagið setur Lísu í Undalandi í svið skólaárið 2022-2023.

Stjórn leikfélagsins skipa:

Bjartur Sigurjónsson
Elma Eik Tulinius
Guðrún Gígja Vilhjálmsdóttir
Hrefna Hjörvarsdóttir
Katla Rún
Ragnar Ágúst Ómarsson

Heiður – Hinsegin félag Tækniskólans

Progress Pride Flag 2021Heiður er félag hinsegin nemenda í Tækniskólanum. Félagið er hagsmuna- og skemmtifélag og sér meðal annars um hittinga og viðburði í öruggu umhverfi. Fylgdu félaginu á Instagram eða haft samband með tölvupósti ef spurningar vakna. Félagið hittist á mánudögum kl. 18:00 á Skólavörðuholti í stofu 400.

 

Stjórn félagsins skipa:

Helgi Gröndal Victorsson – Hann/hán/þau
Ívar Máni Hrannarsson –  Hann/hún/hán
Theodór Karl Hrafnsson – Hann/hán/þau

Málfundarfélag Tækniskólans

Málfundafélag Tækniskólans er leið nemenda inn í spurningakeppnina Gettu Betur og mælsku- og rökræðukeppnina MORFÍS. Félagið stendur fyrir prufum fyrir keppnirnar og skipulagi þeirra innan veggja skólans. Öll eru velkomin í félagið.

Nefndir

Skemmtinefnd

Nýnemaferð Tækniskólanns haustið 2021Skemmt­i­nefnd vinnur að skipu­lagn­ingu skemmtiviðburða í samráði við miðstjórn NST. Meðal viðburða og verk­efna sem skemmt­i­nefnd vinnur að má nefna böll, nýnem­aferð og tón­leika.

 

LNT – LANnefnd Tækniskólans

LNT skipu­leggur LAN Tækni­skólans sem fer fram einu sinni á önn, ýmist í matsal skólans við Skólavörðuholt eða í íþrótta­húsinu við Digranes.