Menu

Fréttir

09. maí 2018

Samtvinnað atvinnuflugmannsnám 03. sept 2018 FULLBÓKAÐ

Samtvinnað atvinnuflugmannsnám 03. sept 2018 FULLBÓKAÐ

Samtvinnað atvinnuflugmannsnám ( Integrated ATPL(A) )

Samtvinnað atvinnuflugmannsnám ( Integrated ATPL(A) )  hefst 03.september 2018 og stendur til 29.maí 2020.
Umsóknarfrestur er til 27.júlí 2018.

Námskeiðið er fullbókað

Nánari upplýsingar um námið er að finna á heimasíðu Flugskóla Ísland undir Námsbraut – sjá Atvinnuflugnám
Þeir sem hafa fyrirspurnir um námskeið geta haft samband við skrifstofu skólans eða sent e-mail á info@flugskoli.is .
Umsóknir eru eingöngu teknar gildar, ef umsækjandi uppfyllir öll inntökuskilyrði og hefur í umsókn öll viðeigandi skjöl ( sjá að neðan).
Staðfestingargjald er óendurkrefjanlegt.

Gögn fyrir skráningu skulu fylgja rafrænni umsókn á námskeið.

Öll viðhengi með rafrænni umsókn verða að vera í PDF formi.
Að öðrum kosti verður umsókn ekki tekin gild.

Með umsókn í námið verður að fylgja afriti af eftirfarandi gögnum. Afritin skulu vera á PDF formi.

 • Rafræn mynd af andliti umsækjanda – Myndin skal vera í passastærð (4.5cm x 3.5 cm), í lit og góðri upplausn, ekki partýmynd.
 • Afrit af 1. flokks heilbrigðisskírteini báðar síður, frá samþykktum fluglækni.
 • Afrit af stúdentsprófi eða samsvarandi útskriftarskírteini með einingum í stærðfræði, eðlisfræði og ensku.
 • Handhafar einkaflugmannskírteinis senda afrit af báðum síðum skírteinis og tveimur síðustu síðum loggbókar, vegna mats samkvæmt reglugerð.

Inntökukröfur í samtvinnað atvinnuflugmannsnám eru

 • Aldur 18 ára.
 • Vera handhafi hefðbundis stúdentsprófs og/eða hafa lokið námi í framhaldsskóla með eftirfarandi.
  • 10 einingar á öðru þrepi í stærðfræði.
  • 5 einingar á öðru þrepi í eðlisfræði
  • 15 einingar í ensku (10 einingar á öðru þrepi og 5 einingar á þriðja þrepi)
   • EÐA hafa lokið ICAO Enskupróf – Level 4
   • EÐA hafa setið PPL(A) einkaflugmannsnámskeið hjá Flugskóla Íslands.

Ef einingafjöldi er ekki nægur, geta nemendur tekið inntökupróf í ofangreindum fögum.
Boðið verður upp á undirbúningsnámskeið í stærðfræði og eðlisfræði fyrir inntökuprófin.

ATH:
Greiða þarf óendurkrefjanlegt skráningargjald kr. 150.000– við skráningu í námið.