fbpx
Menu

Fréttir

25. október 2018

Kynning á háskólanámi erlendis í skapandi greinum

Kynning á háskólanámi erlendis í skapandi greinum

Lingo námskynning

Við viljum vekja athygli á námskynningu Lingó á háskólanámi erlendis á sviði skapandi greina sem haldin verður í Tjarnarbíói laugardaginn 27. október, milli kl. 12:00 og 16:00. Að þessu sinni koma fulltrúar frá 15 erlendum skólum og kynna grunn- og framhaldsnám í hönnun, sjónlistum, stafrænni miðlun, leiklist, tónlist, kvikmyndagerð, stjórnun, tísku, veitinga- og ferðaþjónustu, viðskiptum og fleiri spennandi greinum.

Milli 12:00-13:00 verður Paul Yuille frá University of the Arts London með leiðbeiningar varðandi möppugerð, hvatabréfi og annað sem hafa ber í huga þegar umsókn er lögð inn.
Samhliða námskynningunni verða fulltrúar skólanna með kynningar í sýningarsal og fyrrverandi nemar segja frá reynslu sinni.

Frí námskeið:

Til hliðar við námskynninguna býðst áhugasömum nemum að skrá sig á námskeið:

LIPA Acting Workshop • 28.10. kl. 13:00 – 16:00. http://www.lingo.is/frettir/2018/10/04/acting-workshop-leiklistarnamskeid/
UAL Portfolio Workshop • 29.10. kl. 15:00-18:00. http://www.lingo.is/frettir/2018/10/15/ual-portfolio-workshop/

Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.