fbpx
en
Menu
en

Fréttir

07. desember 2021

Annarlok

Kæru nemendur

Senn líður að annarlokum og viljum við því minna ykkur á nokkur mikilvæg atriði.

 

Próf og verkefni – upplýsingar í Innu

Kennarar hafa nú sett inn öll próf og verkefni í Innu þannig að nemendur sjá nákvæmlega hvenær á að skila öllum verkefnum og taka öll próf (dagsetningar og tímasetningar).

Nemendur eru hvattir til að yfirfara þetta vandlega í öllum áföngum og vera í sambandi við kennara ef þeir hafa spurningar eða athugasemdir. Nánari upplýsingar um námsmat má finna á vefsíðu skólans.

 

Annarlok – upplýsingar um síðasta kennsludag hjá kennara og í Innu

Dag­arnir 13. til 16. desember eru námsmatsdagar og fer það eftir skipulagi áfanga hvort nemendur þurfa að mæta í próf, vinna í verkefnum eða skila síðustu verkefnunum en hver nemandi fær upplýsingar um það hjá sínum kennara.

Nánari upplýsingar um skipulag hvers áfanga má finna á Innu.

 

16. desember – lokaeinkunnir birtar og kennarar eru til staðar á TEAMS

Lokaeinkunnir verða birtar þann 16. desember og kennarar verða til staðar á TEAMS milli kl. 10:00–12:00. Nemendur eru hvattir til að skoða námsmat og fara yfir einkunnir með kennara. Nemendur þurfa að vera í sambandi við sinn umsjónarkennara ef þeir falla í áfanga til þess að laga valið fyrir næstu önn.

 

17. desember kl. 10:00 – upptökupróf fyrir útskriftarefni

Nem­andi á útskriftarönn sem getur ekki útskrifast vegna falls í einum eða tveimur áföngum getur fengið heimild til að taka upp­töku­próf í áfang­anum eða áföng­unum ef hægt er að koma því við í samráði við viðkom­andi skóla­stjóra og ef upp­töku­próf er fram­kvæm­an­legt vegna umfangs áfangans. Ef áfanginn er verk­legur er ekki fram­kvæm­an­legt að taka upp­töku­próf.

Nemandi skráir sig í upptökupróf á skrifstofu og greiðir þar skráningargjald í síðasta lagi á lokanámsmatsdegi þann 16. desember. Ein­kunn fyrir úrlausn í upp­töku­prófi gildir sem loka­ein­kunn í áfang­anum.

 

Útskriftarnemendur

Nú er búið að skrá alla til útskriftar sem óskað hafa eftir því. Ef nemandi tekur eftir því að hann er ekki skráður sem útskriftarefni í Innu þá er viðkomandi bent á að hafa samband við skólastjóra sem fyrst.

 

19. desember – Útskrift Tækniskólans

Útskrift Tækniskólans haustið 2021 verður haldin í Hörpu sunnudaginn 19. desember kl. 14.00.

 

Náms- og starfsráðgjafar og sálfræðingur

Nemendur eru hvattir til að nýta sálfræðiþjónustu Tækniskólans og aðstoð náms- og starfsráðgjafa í desember eins og alla aðra mánuði.

 

Nám á næstu önn

Allir nemendur sem halda áfram námi á næstu önn eiga að vera búnir að staðfesta valið sitt og greiða staðfestingargjaldið. Ef nemandi tekur eftir því að eitthvað er athugavert við valið, eða einhverju þarf að breyta vegna breytinga á högum hans, þá er nemandi hvattur til að hafa samband við skólastjóra eða námsráðgjafa sem allra fyrst.

 

Skólagjöld

Þeir nemendur sem greiða skólagjöld fyrir eða á gjalddaga fá 5.000 kr. afslátt af skólagjöldum. Gjalddagi og eindagi er tilkynntur í tölvupósti þegar krafa er stofnuð í heimabanka. Þeir sem greiða eftir eindaga skólagjalda fara á biðlista og getur skólinn ekki ábyrgst skólavist þeirra.

 

Gangi ykkur sem allra best á lokasprettinum!