Menu

Fréttir

12. ágúst 2018

Skólabyrjun haust 2018

Skólabyrjun haust 2018

15. ágúst: Opnað fyrir stundatöflur

Stunda­töflur allra dag­skóla­nema opnast í Innu þann 15. ágúst.

15. – 16. ágúst: Töflubreytingar

Eftir að opnað hefur verið fyrir stunda­töflur, getur nem­andi óskað eftir töflu­breyt­ingu.
Það er gert rafrænt í Innu. Töflu­breyt­ingar eru ein­göngu fyrir þá sem ekki fengu áfanga í töflu sam­kvæmt vali.
Umsóknir nem­enda sem sækja um töflu­breyt­ingar í síðasta lagi í lok dags 16. ágúst verða í for­gangi.

Töflubreytingar – Leiðbeiningar fyrir nemendur

Nýnemafundur (nýnemar fá tölvupóst á mánudag 13.ágúst með upplýsingum)

Tekið verður á móti nýnemum og skólastarf og kynnt. „Varstu að byrja í skólanum?“ síða með gagnlegum upplýsingum. Nýnemar fá tölvupóst á mánudaginn 13. ágúst með upplýsingum um fundinn.

Nýnemafundir verða eftirtalda daga í húsum skólans á þessum stöðum:
Á Skólavörðuholti (Vörðuskóla) 15. ágúst kl. 10.00
Í Hafnarfirði 16. ágúst kl. 10.00
Á Háteigsvegi 17. ágúst kl. 10.00

Húsnæði Tækniskólans
Skólabyggingar Tækniskólans á korti

Tækniskólalínan – Upplýsingarit, hagnýtar upplýsingar

Í Tækniskólalínunni er að finna ýmsar upp­lýs­ingar um skólann og skóla­starfið. Nem­endur og starfs­menn eru hvattir til að kynna sér efni lín­unnar. Tækni­skóla­línuna má einnig nálgast útprentaða á skrif­stofu skólans og bóka­söfnum.

Nem­endur finna upp­lýs­ingar um bækur og námsgögn í  Innu og hér:  Námsgögn – bækur

20. ágúst: Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu.

Kennsla hefst í dagskóla og dreifnámi/námi með vinnu sam­kvæmt stunda­töflu mánu­daginn 20. ágúst.