13. ágúst 2021
Skólabyrjun – haustönn 2021
Fyrsti kennsludagur og stundatöflur
Mánudaginn 16. ágúst verður opnað fyrir stundatöflur haustannar í Innu.
Töflubreytingar verða dagana 16. og 17. ágúst.
Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 19. ágúst.
Nýnemamóttaka
Nýnemum verður boðið til sérstakrar nýnemamóttöku dagana 17. og 18. ágúst. Nánari upplýsingar um nýnemamóttökuna má sjá í eftirfarandi frétt og einnig barst nemendum tölvupóstur þar sem kemur fram á hvaða tíma og í hvaða húsnæði þeir eiga að mæta.
Hagnýtar upplýsingar
Við bendum á upplýsingasíðu er varðar upphaf annar og hvetjum nemendum til að kynna sér efni síðunnar en þar má finna ýmsar upplýsingar um skólann og skólastarfið.
Nemendur finna upplýsingar um bækur og námsgögn í Innu.