fbpx
Menu

Fréttir

06. október 2022

Sveinspróf í iðngreinum

VélstjórnSveinspróf í eftirtöldum iðngreinum verða haldin sem hér segir:

 • Í byggingagreinum í janúar 2023
  Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2022
 • Í vélvirkjun í febrúar 2023
  Umsóknarfrestur er til 15. desember 2022
 • Í rennismíði í febrúar 2023
  Umsóknarfrestur er til 4. janúar 2023
 • Í hársnyrtiiðn í febrúar/mars 2023
  Umsóknarfrestur er til 4. janúar 2023

Nánari dagsetningar verða birtar á vef Iðunnar um leið og þær liggja fyrir.

Með umsókn skal leggja fram afrit af námssamningi, lífeyrissjóðsyfirlit eða staðfestingu frá skóla úr rafrænni ferilbók og burtfararskírteini með einkunnum eða staðfestingu skóla á því að nemi muni útskrifast í desember 2022.

Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður er mismunandi eftir iðngreinum.