Valvika
Valvika
Nemendur sem óska eftir skólavist á haustönn 2023.
Í valvikunni 13.–17. mars staðfesta nemendur í dagskóla umsókn sína um áframhaldandi skólavist á næstu önn. Það er gert með því að staðfesta val í Innu og greiða álagt staðfestingargjald, kr. 5000. Þá þurfa þeir ekki að sækja aftur formlega um skólavist.
Staðfestingargjald
Staðfestingargjald dregst fá upphæð skólagjalda en áríðandi er að nemendur sem óska eftir áframhaldandi skólavist á næstkomandi önn staðfesti umsóknina með því að greiða álagt staðfestingargjald kr. 5.000. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt. Ef staðfestingargjald er ekki greitt þá þurfa nemar að sækja aftur formlega um á vef Menntamálastofnunar.
Hægt er að greiða kröfuna í næsta banka og dugar þá að gefa þar upp kennitölu greiðanda og að krafan sé í Landsbankanum banka 111. Ef nemandi er undir 18 ára aldri er krafan stofnuð á þann sem skráður er aðstandandi númer eitt í Innu.
Gjalddagi staðfestingargjalds er 13. mars og eindagi 3. apríl.
Athugið að valvikan og staðfestingargjaldið á ekki við um nemendur sem eru á brautum í flugvirkjun, vefþróun, meistaraskóla, stafrænni hönnun, hljóðtækni eða í dreifnámi.
Brautarskipti
Umsókn um brautaskipti fer einnig fram í Innu. Nemendur sem hyggja á að skipta um braut og eða þeir sem eru að ljúka grunnbrautum og þurfa að velja sér framhaldsbraut. Nemendur sem sækja um brautaskipti þurfa ekki að velja áfanga en nauðsynlegt er að staðfesta valið og greiða staðfestingargjaldið. Athugið að ástundun, námsgengi og mæting gæti haft áhrif á samþykki um brautaskipti. Síðasti dagur til að óska eftir brautarskiptum er í lok dags 17. mars.
Upplýsingar og leiðbeiningar
Leiðbeiningar um brautarskipti
Útskýring á áfangaheitum – myndrænt