01. október 2018
Veikindaskráning – rafrænt í gegnum Innu
Veikur nemandi yngri en 18 ára
Ef nemandi er yngri en 18 ára þá skrá forráðamenn veikindi beint inn í Innu.
Leiðbeiningar fyrir forráðamenn
Nemendur eldri en 18 ára geta gefið skráðum foreldrum/forráðamönnum aðgang í Innu
Nemandi eldri en 18 ára getur veitt forráðamanni heimild til að sjá upplýsingar inni á Innu. Með því að setja „Já“ í stað „Nei“ í „Aðgangur“ í valmyndinni aðstandendur í Innu nemanda. Hafi nemandi opnað fyrir aðganginn þá geta forráðamenn áfram skráð veikindi í Innu.
Nemendur eldri en 18 ára sem forráðamaður skráir ekki veikindi fyrir þarf að skila læknisvottorði á skrifstofu skólans innan viku eftir veikindin.
Ekki er tekið við vottorðum hluta úr degi. Fjarvistastig vegna veikinda eru felld niður upp að 93%.