fbpx
Menu

Gæðamál

Í Tækniskólanum er starfandi gæða-og skjaladeild sem hefur umsjón með og vinnur að gæða- og skjalamálum skólans.
Hægt er að hafa samband við deildina í síma 514 9033 á skrifstofutíma.

Gæðakerfi

Gæðakerfi Tækniskólans er vottað samkvæmt  ISO 9001:2008 staðlinum. Gæðakerfið á að tryggja að skólinn uppfylli þarfir og væntingar nemenda og annarra viðskiptavina. Kerfið er m.a. leiðarvísir um  kennsluferli og er vaktað með rýni ferla, innri úttektum og úrbótum og fara því fram stöðugar endurbætur á því.

Stefnur, verklagsreglur, vinnulýsingar og önnur gæðaskjöl eru birt í gæðahandbók skólans sem er aðgengileg öllum.

Gæðahandbók skólans

Sjálfsmat, kennslumat

Á hverri önn er framkvæmt kennslumat meðal nemenda í skólanum þar sem nemendur svara spurningum í Innu um áfanga og kennslu. Nemendum gefst kostur á að svara tíu spurningum um áfanga sem þeir sátu.

Kennslumat – hæsta einkunn 5

Samantekt á helstu niðurstöðum úr kennslumati síðustu anna, flokkað eftir skólum: (hæsta einkunn er 5) má sjá í töflu.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!