Menu

Heilsa og líðan

Sérstök áhersla er lögð á andlega vellíðan nemenda í Tækniskólanum.

Hjúkrunarfræðingur með áherslu á geðheilsu og andlega líðan starfar hjá skólanum með það markmið að minnka líkur á að nemendur hverfi frá námi.
Verið öll velkomin til viðtals!

Stuðningur

Stuðningur við nemendur Tækniskólans

Sérstök áhersla er lögð á andlega líðan nemenda. Hjúkrunarfræðingur býður upp á viðtöl og stuðning við þig sem nemanda skólans.

Hjúkrunarfræðingur er bundinn þagnarskyldu um málefni nemenda.

Viðtalstímar – Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur Tækniskólans. 

Þú getur komið í stofu 218 á Skólavörðuholti eða á skrifstofu inn af matsal í Hafnarfirði. Þegar dyrnar eru opnar eru nemendur velkomnir inn en einnig er hægt að bóka tíma á rei@tskoli.is

 

Slökun

Leið til að láta sér líða betur

Slökun er góð leið til að auka vellíðan, draga úr álagi, bæta svefn og auka lífsgæði.
Eins og með flest annað þá skapar æfingin meistarann og til að eiga auðvelt með að ná góðri slökun þarf að æfa sig reglulega.

Hér eru þrjár upptökur á slökun með Röggu hjúkrunarfræðingi:

5 mínútna slökun

10 mínútna slökun

20 mínútna slökun 

Gefðu þér tíma til að láta þér líða betur.

spurningar

Algengar spurningar

Þarf ég að panta tíma til að geta talað við hjúkrunarfræðinginn?

Nei ekki þarf að bóka tíma.

Viðtalstímar – Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur Tækniskólans. 

Þú getur komið í stofu 218 á Skólavörðuholti eða á skrifstofu inn af matsal í Hafnarfirði.

Þegar dyrnar eru opnar eru nemendur velkomnir inn en einnig er hægt að bóka tíma á rei@tskoli.is

Hverjir geta leitað til hjúkrunarfræðings skólans?

Ef þú ert nem­andi á aldr­inum 16 -18 ára þá nýtur þú for­gangs en allir nem­endur geta þó leitað til hjúkr­un­arfræðings.

Af hverju ætti ég að tala við hjúkrunarfræðinginn?

Ef þér líður illa í náminu og eða í skólanum eða bara yfir einhverju. Markmið með stuðningi er að minnka líkur á að nemi hverfi frá námi til dæmis vegna kvíða eða þung­lyndis.
Hjúkr­un­arfræðingur getur veitt þér stuðning í að leita frekari aðstoðar, til dæmis á heilsu­gæslu, hjá sálfræðingum eða öðrum meðferðaraðilum.

Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!