Menu

heilsa líðan

Heilsa og líðan

Sérstök áhersla er lögð á andlega vellíðan nemenda í Tækniskólanum.

Markmið með stuðningi geðhjúkrunarfræðings er að minnka líkur á að nemi hverfi frá námi.

Stuðningur við nemendur Tækniskólans

Sérstök áhersla er lögð á andlega líðan nemenda. Hjúkrunarfræðingur býður upp á viðtöl og stuðning við þig sem nemanda skólans.
Markmið með stuðningi er að minnka líkur á að nemi hverfi frá námi til dæmis vegna kvíða eða þunglyndis.
Hjúkrunarfræðingur getur veitt þér stuðning í að leita frekari aðstoðar, til dæmis á heilsugæslu, hjá sálfræðingum eða öðrum meðferðaraðilum.

Ef þú ert nemandi á aldrinum 16 -18 ára þá nýtur þú forgangs en allir nemendur geta þó leitað til hjúkrunarfræðings.

Hjúkrunarfræðingur er bundinn þagnarskyldu um málefni nemenda.

Viðtalstímar – Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur Tækniskólans. 

Þú getur komið í stofu 218 á Skólavörðuholti eða á skrifstofu inn af matsal í Hafnarfirði.

Þegar dyrnar eru opnar eru nemendur velkomnir inn en einnig er hægt að bóka tíma á rei@tskoli.is

Verið öll velkomin!