fbpx
Menu

Heilsueflandi

Heilsustefna Tækniskólans

Tækniskólinn er stoltur þátttakandi í samvinnuverkefni Landlæknis – heilsueflandi framhaldsskóli og hefur markað stefnu til að skerpa á forvörnum og heilsueflingu.

Fjögur viðfangsefni heilsustefnunnar eru: næring, hreyfing, geðrækt og lífsstíll.

Markmið heilsustefnunnar er að Tækniskólinn sé heilsueflandi framhaldsskóli og vinni samkvæmt markmiðum landlæknisembættisins.
Þannig mun skólinn stuðla markvisst að velferð og góðri heilsu bæði nemenda og starfsfólks.

Heilsustefna Tækniskólans á m.a.:

  • að auka vitund nemenda og starfsfólks um mikilvægi góðrar andlegrar og líkamlegrar heilsu.
  • að gera heilbrigðan lífsstíl sýnilegan.
  • að leggja áherslu á og bjóða upp á hollt mataræði nemenda og starfsfólks.
  • að leggja áherslu á og bjóða upp á fjölbreytta daglega hreyfingu nemenda og starfsfólks.
  • að leggja áherslu á öryggi nemenda og starfsfólks.

Aðgerðir:

  • Stýrihópur um Heilsueflandi framhaldsskóla skal vera starfandi. Þeir sem hafa áhuga á því að koma ábendingum áleiðis til Heilsuhóps Tækniskólans er bent á að senda hópnum tölvupóst á [email protected].
  • Matur sem í boði er skal í megindráttum fylgja Handbók um mataræði í framhaldsskólum, sem útgefin er af Landlæknisembættinu.
  • Heilsuvika/-dagar skal vera árviss viðburður auk þess sem taka skal þátt í a.m.k. einum almenningsíþróttaviðburði á ári.
  • Íþróttaaðstaða skólans er opin öllu starfsfólki skólans og íþróttir í boði fyrir alla nemendur.
  • Til staðar skal vera öryggis- og viðbragðsáætlun sem endurskoðuð er reglulega.