Menu

Innritun vorönn 2019

Í skólanum er nám kennt í dagskóla og dreifnámi sem er fjarnám með staðlotum, nám sem hægt er að stunda með vinnu.
Fjölmargar brautir bjóða möguleika á að taka nám með vinnu.
Einnig eru námsbrautir sem flokkast sem framhaldsnám eftir stúdentspróf eða samsvarandi menntun.

Dagskólanám

Innritun er rafræn og lýkur 30. nóvember,

Innritun í dagskóla hefst 22. október og fer fram á vefnum https://mms.is/ og hægt að fylgjast með stöðu umsóknar þar.

Inntökuskilyrði eru mismunandi á brautum.
Fyrir sumar brautir s.s. í ljósmyndun, gullsmíði og K2 þarf að skila ferilmöppu, greinargerð og eða mæta í viðtal – sjá nánar á síðu brautar.
Upplýsingar eru  á hverri braut – sjá allar brautir.

Innritun er opin til 30. nóvember

Fara á innritunarvef og sækja um

Dreifnám/fjarnám

Fjarnám með staðlotum

Brautir í dreifnami – fjarnám með staðlotum, nám sem hægt er að stunda með vinnu

Kennsla fer fram í gegnum kennsluvef skólans og/eða í staðnámi.

Innritun opnar 23. október og lýkur í upphafi kennslu.

Athugið að hópar geta fyllst.

Sækja um dreifnám - Nám með vinnu

Framhaldsnám

Eftir stúdentspróf, sambærilega menntun eða grunnnám.

Tækniakademía skólans býður framhaldsnám í Vefskólanum og Margmiðlunarskólanum

Innritun fyrir nýja nemendur í Vefskólann og Margmiðlunarskólann – ekki eru teknir inn nýir nemar á vorönn.
Nemendur sem eru í námi skrá sig áfram á innritunarvefnum.

Raftækniskólinn

Í boði er nám í hljóðtækni og kvikmyndatækni – inntökuskilyrði eru að hafa lokið almennu bóknámi í fram­halds­skóla og nemendi kemur í kvik­mynda­tækni á 3.önn.

Skrá mig í framhaldsnám

Innritun úr 10 bekk á haustönn

Nemendur úr grunnskóla.

Forinnritun stendur frá því mars fram í  apríl. (nánari dagsetningar koma í vor)
Lokainnritun 10 bekkinga verður í  maí – júní 2019.

Frá vorönn 2018:
Nemendum gefst tækifæri til að endurskoða umsóknir sínar til miðnættis föstudaginn 8. júní.
Stefnt er að því að svör við umsóknum verði póstlögð eins fljótt og auðið er en Menntamálastofnun áskilur sér rétt til úrvinnslu gagna allt fram til 28. júní.

Fara á innritunarvef og sækja um.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!