Skólinn menntar fólk til starfa í atvinnulífinu og sterk tengsl því nauðsynleg og er vilji til að efla þessi tengsl með frekara samstarfi við fyrirtæki og stofnanir.
Nám á vinnustað er hluti alls náms í greinum sem lýkur með sveinsprófi til lögverndaðra starfsréttinda. Frá 1. ágúst 2021 bera framhaldsskólar ábyrgð á að koma á námssamningi og fylgja honum eftir.
Nemendur geta einnig sótt um styrk til að fara í starfsþjálfun erlendis í framhaldi af námi í Tækniskólanum. Erasmus+ styrkur veitir möguleika á að taka hluta eða allt lögbundið starfsnám erlendis en skólinn er með öflugt alþjóðlegt samstarf.
Nám á vinnustað er hluti alls náms í greinum sem lýkur með sveinsprófi til lögverndaðra starfsréttinda. Námið er mislangt eftir greinum og þurfa nemar að vera orðnir 16 ára til að komast á samning.
Frá 1. ágúst 2021 bera framhaldsskólar ábyrgð á að koma á námssamningi og fylgja honum eftir. Hér má sjá nánari upplýsingar um vinnustaðanám og umsóknarferlið. Kennarar, starfsmenn og náms- og starfsráðgjafar veita nemendum einnig þær upplýsingar sem þeir þurfa á að halda varðandi námssamninga.
Þá má finna ýmsar spurningar og svör um námssamninga á vefsíðunni Nám og störf.
Nemendur geta sótt um styrk til að taka starfsþjálfun/vinnustaðanám tengt náminu í útlöndum. Tækniskólinn sækir um náms- og þjálfunarstyrki og er í samstarfi við skóla, stofnanir og fyrirtæki í mörgum löndum Evrópu í gegnum Erasmus+.
Styrkirnir eru fyrir ferðakostnaði, gistingu og uppihaldi. Tekið er við umsóknum allt skólaárið. Hér getur þú sótt um styrk og verkefnastjóri fyrir erlent samstarf veitir allar nánari upplýsingar.
Fjöldi fyrirtækja hefur sýnt að vilji er til leggja meira af mörkum í þeim efnum að styrkja iðn- og verknámsnemendur, en þörf er á að gera enn betur eins og kemur fram í menntastefnu Samtaka iðnaðarins. Með samstarfi skólans og fyrirtækja í atvinnulífinu og samvinnu bæði varðandi nám í skólanum og vinnustaðanám verður mannauður iðnfyrirtækja öflugri og verðmætasköpun meiri í íslenskum iðnaði.
Við hvetjum fyrirtæki til að hafa samband við markaðsdeild- og kynningardeild Tækniskólans hafi þau áhuga á samstarfi.
Samtök Iðnaðarins í samstarfi við framhaldsskólana hefur gert sáttmála um eflingu vinnustaðanáms þar sem fyrirtæki sem staðfest hafa sáttmálann munu leggja sitt af mörkum til eflingar vinnustaðanáms.
Hér má sjá sáttmála um eflingu vinnustaðanáms en á vefsíðunni er listi yfir fyrirtæki sem staðfest hafa sáttmálann.