fbpx
Menu

Atvinnulíf

Atvinnulífið og námið

Skólinn menntar fólk til starfa í atvinnu­lífinu og sterk tengsl því nauðsyn­leg og er vilji til að efla þessi tengsl með frekara sam­starfi við fyr­ir­tæki og stofn­anir.

Nám á vinnustað er hluti alls náms í greinum sem lýkur með sveins­prófi til lög­verndaðra starfs­rétt­inda. Frá 1. ágúst 2021 bera fram­halds­skólar ábyrgð á að koma á náms­samn­ingi og fylgja honum eftir.

Nem­endur geta einnig sótt um styrk til að fara í starfsþjálfun erlendis í fram­haldi af námi í Tækni­skól­anum. Era­smus+ styrkur veitir mögu­leika á að taka hluta eða allt lög­bundið starfsnám erlendis en skólinn er með öflugt alþjóðlegt sam­starf.

Vinnustaðanám og námssamningar

Nám á vinnustað er hluti alls náms í greinum sem lýkur með sveinsprófi til lögverndaðra starfsréttinda. Námið er mislangt eftir greinum og þurfa nemar að vera orðnir 16 ára til að komast á samning.

Frá 1. ágúst 2021 bera framhaldsskólar ábyrgð á að koma á námssamningi og fylgja honum eftir. Hér má sjá nánari upplýsingar um vinnustaðanám og umsóknarferlið. Kenn­arar, starfs­menn og náms- og starfsráðgjafar veita nemendum einnig þær upp­lýs­ingar sem þeir þurfa á að halda varðandi náms­samn­inga.

Þá má finna ýmsar spurn­ingar og svör um náms­samn­inga á vefsíðunni Nám og störf.

 

Vinnustaðanám erlendis

Nem­endur geta sótt um styrk til að taka starfsþjálfun/​vinnustaðanám tengt náminu í útlöndum. Tækni­skólinn sækir um náms- og þjálf­un­ar­styrki og er í sam­starfi við skóla, stofn­anir og fyr­ir­tæki í mörgum löndum Evrópu í gegnum Era­smus+.

Styrk­irnir eru fyrir ferðakostnaði, gist­ingu og uppi­haldi. Tekið er við umsóknum allt skólaárið. Hér getur þú sótt um styrk og verkefnastjóri fyrir erlent sam­starf veitir allar nánari upp­lýs­ingar.

 

Fyrirtæki

Fjöldi fyr­ir­tækja hefur sýnt að vilji er til leggja meira af mörkum í þeim efnum að styrkja iðn- og verk­námsnem­endur, en þörf er á að gera enn betur eins og kemur fram í mennta­stefnu Samtaka iðnaðarins. Með sam­starfi skólans og fyr­ir­tækja í atvinnu­lífinu og sam­vinnu bæði varðandi nám í skól­anum og vinnustaðanám verður mannauður iðnfyr­ir­tækja öfl­ugri og verðmæta­sköpun meiri í íslenskum iðnaði.

Við hvetjum fyr­ir­tæki til að hafa sam­band við markaðsdeild- og kynningardeild Tækni­skólans hafi þau áhuga á sam­starfi.

 

Efling vinnustaðanáms

Samtök Iðnaðarins í sam­starfi við fram­halds­skólana hefur gert sátt­mála um efl­ingu vinnustaðanáms þar sem fyr­ir­tæki sem staðfest hafa sátt­málann munu leggja sitt af mörkum til efl­ingar vinnustaðanáms.

Hér má sjá sáttmála um eflingu vinnustaðanáms en á vefsíðunni er listi yfir fyr­ir­tæki sem staðfest hafa sátt­málann.