fbpx
Menu

Leikfélag

Desdemóna

LEIKFÉLAG TÆKNISKÓLANS

Allir sem eru áhugasamir um leiklist og allt sem tengist leiksýningum eru velkomnir í leikfélagið.

Æfingar og leiklistarval

Í Tækniskólanum er starfandi leikfélag sem vinnur að sýningu á verkinu Leigumorðinginn eftir Aki Kaurismäki.
Í skólanum er einnig leiklistarval sem er kennt á föstudögum frá 13:10 til  15:15.
Leikfélagið óskar eftir frjóum og duglegum nemendum til að vinna að uppsetningu sýningarinnar.

Leikfélag fyrir alla!

Til að setja upp sýningu er ekki nóg að hafa aðeins leikara! Þeir sem hafa áhuga á leikstjórn, ritlist, myndlist, förðun, smíði, dansi og svo mætti lengi telja, eru hjartanlega velkomnir í leikfélagið.

Langar þig að leika, búa til búning, smíða sviðsmynd, sjá um lýsingu eða sjá um hárgreiðslur?

Ef þig langar að vera með skráðu þig endilega. Fylltu út skráningarblað og komdu á næsta fund.

Fundir eru auglýstir í skólanum og á facebooksíðu leikfélagsins.

Við leitum að jákvæðum nemendum sem vilja vinna að leiksýningu vorsins.

Til að setja upp sýningu er ekki nóg að hafa leikara. Þeir sem hafa áhuga á myndlist, förðun, smíði, dansi og svo mætti lengi telja, eru hjartanlega velkomnir í leikfélagið.

Allir velkomnir!

Facebook-síða Desdemónu