en
Menu
en

Námsbraut

Nýbúabraut – íslenska sem annað tungumál

Talar þú íslensku? Ertu frá öðru landi? Er íslenska ekki móðurmál þitt?
Nýbúabrautin er ætluð nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku. Boðið er upp á fjölbreytt úrval íslenskuáfanga til undirbúnings fyrir nám í íslenskum framhaldsskólum.

Innsýn í námið

Íslenska á Íslandi

Ætlar þú að búa á Íslandi?
Þá þarftu að hafa vald á íslensku, bæði ritaðri og talaðri.

Nýbúabrautin býður þér gott nám sem leggur grunninn í íslensku, og þér verða allir vegir færir.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Að hafa annað móðurmál en íslensku eða að hafa alist upp erlendis. Samkvæmt íslenskum lögum raðast nemendur í forgangsröð eftir aldri þannig að þeir yngstu hafa mestan forgang. Síðastliðin ár hafa nemendur verið 16-20 ára sem teknir eru inn og fyllt hópana og enginn nemandi eldri en 25 ára.

Boðið er upp á fjögur stig og nemendur eiga að tilgreina hvaða stig þeir óska eftir í athugasemd í umsókninni. Fyrsta stig er fyrir þá sem kunna enga íslensku og svo framvegis.

Þeir sem sækja um nám á þessari braut en vita ekki hvaða stig þeir ættu að velja skulu hafa samband við Guðlaugu Kjartansdóttur. 

Að loknu námi

Við námslok á nýbúabraut er reiknað með að nemendur séu undirbúnir fyrir meira nám í íslenskum framhalds­skólum eða hafi bætt svo mjög íslenskukunnáttu sína að hún nýtist þeim á vinnumarkaði.

Margir nemendur á 4. og 5. getustigi íslensku á nýbúabraut eru einnig skráðir í nám á öðrum brautum Tækniskólans.

Brautarlýsing

English - Inna instruction

FAQ

Spurt og svarað

Hvernig sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni.
En nemendur án kennitölu skulu sækja um hjá Guðlaugu Kjartansdóttur, [email protected], símar: 514 9116 og 898 7149.

Er aldurstakmark á nýbúabraut?

Já, í rauninni, brautin er fyrir nemendur á framhaldsskólaaldri, eða 16-25 ára. Eldri nemendum er bent á íslenskunámskeið utan framhaldsskóla.

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Námið er ekki lánshæft hjá LÍN – Lánasjóði íslenskra námsmanna

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali hér á vefnum. 

Hvar fer kennslan fram?

Öll kennsla á nýbúabraut fer fram á Skólavörðuholti.

Er mætingarskylda?

Já, nánari reglur um skólasókn má finna hér á vefnum.

Hve mörg getustig eru á nýbúabraut?

Getustig eru fjögur. Fyrsta getustig er fyrir þá sem kunna enga íslensku, kennt á einni önn, þá tekur við 2. stig og svo koll af kolli. Þá er boðið upp á einn áfanga á 5. stigi.

Byrja allir á fyrsta getustigi?

Nei, það er mismunandi hvar nemendur eru staddir.

Er nemendafélag?

Upplýsingar um félagslíf og nemendafélag eru á síðu um félagslíf.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!