Menu

Námsbraut

Samtvinnað atvinnuflugmannsnám

ATPL(A) Integrated

Nám fyrir þig með atvinnumöguleika um allan heim.
Atvinna og áhugamál sameinuð í skemmtilegu námi og starfi.

Kennsluform: Dagskóli
Lengd náms: 3 - 4 annir
Tengiliður: Tommy Raavnas

Innsýn í námið

Áhugamál og atvinna

ATPL(A) Integrated nám eða Samtvinnað atvinnuflugnám,er ætlað þeim sem ekki hafa hafið flugnám og vilja verða atvinnuflugmenn. Námið samanstendur af grunnámi (BASIC IATPL) og framhaldsnámi (ADVANCED IATPL) í bóklegum fræðum, ásamt fimm aðskildum fösum í verknámi.

Námið getur tekið allt frá 15 – 24 mánuði að klára, en það fer eftir framvindu nemenda í námi.

Við erum með fjölmarga reynslumikla kennara, sem margir hverjir hafa starfað við kennslu í bóklegum ATPL fræðum í yfir áratug, eru starfandi atvinnuflugmenn hjá íslenskum flugrekendum og/eða starfandi sérfræðingar á viðkomandi sviði.

Almennar upplýsingar

Að loknu námi

Námið veitir réttindi til atvinnuflugmannsskírteinis, áritun til flugs í blindflugi og á fjölhreyfla flugvélar, ásamt námi til áhafnasamstarfs (MCC). Sá sem hefur atvinnuflugmannsréttindi hefur leyfi til að starfa við og fá greitt fyrir að fljúga hjá flugrekanda.

Flugskóli Íslands starfar samkvæmt samevrópskum EASA reglum og fá nemendur EASA atvinnuflugmannsskírteini sem veitir réttindi til atvinnuflugs meðal 26 aðildaríkja EASA ásamt EFTA löndunum. Atvinnumöguleikar flugmanna með EASA skírteini eru miklir og fjölbreytilegir um allan heim.

Brautarlýsing

Inntökuskilyrði

Þú getur aðeins hafið atvinnuflugnám með því að vera handhafi einkaflugmannsskírteinis og stúdentsprófs með einingafjölda hér að neðan í ensku, stærðfræði og eðlisfræði;  eða hafa lokið framhaldskóla með sama einingafjölda.

10 einingar á öðru þrepi í stærðfræði  / 5 einingar á öðru þrepi í eðlisfræði / 10 einingar á öðru þrepi og 5 einingar á þriðja þrepi í ensku.
EÐA hafa lokið ICAO Enskupróf – level 4 EÐA hafa setið PPL(A) einkaflugmannsnámskeið hjá Flugskóla Íslands.

Ef einingafjöldi er ekki nægur, getur þú tekið inntökupróf í ofangreindum fögum. Boðið verður upp á undirbúningsnámskeið í stærðfræði og eðlisfræði fyrir inntökuprófin.

ATH:  Til að fá atvinnuflugmannsskírteini þarftu að vera orðin/n 18 ára.  Engar undanþágur eru gerðar á inntökukröfum, þar sem um ákvæði í reglugerð um skírteini er um að ræða.

Þú þarft að hafa 1. flokks heilbrigðisvottorð og þarft því að fara í  læknisskoðun hjá fluglækni áður en námið hefst. Nánar um heilbrigðiskröfur og læknisskoðanir má lesa hér

Skipulag námsins

Námið er yfir 1233 kennslustundir að lengd.

Bóklegt nám fer fram skv. sérstakri námsskrá sem inniheldur 14 greinar.  Kennt er til BASIC hluta frá 18:00 til 22:00 virka daga í 10 vikur.  Að því loknu er kennt til ADVANCED hluta frá 08:30 til 15:00 virka daga í 42 vikur.  Námstími er u.þ.b. 12 mánuðir í heildina í bóklegum greinum.

Regluleg stöðupróf eru haldin í hverju fagi (skólapróf) þar sem þarf að ná lágmarkseinkunn 7,5 (75%).  Stöðuprófin veita síðan prófaheimild fyrir nemenda í 12 mánuði til að þreyta bókleg atvinnuflumannspróf hjá Samgöngustofu.

 

Að loknu bóklegu námi þarf að standast bóklegt atvinnuflugmannspróf hjá Samgöngustofu. Prófunum þarf að ljúka með 75% árangri að lágmarki í hverri námsgrein.  Prófatímabil eru fyrirfram skilgreindir dagar, sem auglýst er af Samgöngustofu –  Próf.

Nemar hafa síðan 18 mánuði til að ljúka prófunum talið frá enda þess mánaðar sem fyrsta próf var þreytt. Einnig gilda skilyrði um hámarksfjölda próftilrauna í hverju fagi (hámark 4) oghámarksfjölda prófsetna ( hámark 6).

Nemandi mun ljúka náminu með tveimur verklegum flugprófum, upp á c.a. 4 klst í heildina á fjölhreyfla flugvél.

Bóklegt atvinnuflugmannspróf gildir í 36 mánuði til að ljúka verklegu atvinnuflugmannsnámi og blindflugsáritun, frá því að öllum bóklegum prófum hjá Samgöngustofu er náð með fullnægjandi hætti.

Stærðfræði:

Rúmfræði, hornaföll, talnalínan, (náttúrulegar tölur, ræðar tölur,rauntölur), einföld diffrun og heildun, rætur og veldi, logaritmar, jöfnuhneppi, mengjafræði, hlutfallsreikningur (prósentur), einfaldur líkindareikningur.

Eðlisfræði:

Mælieiningar, hreyfing, hröðun, hraði, vegalengd, tími, kraftar, hringhreyfing, vektorar,miðflóttaafl, vægi, jafnvægi, núningsviðnám, vinna, afl, orka, hitamæling, bylgjur, þrýstingur, rafstraumur, spenna, viðnám.

Umsagnir

Skoða skólalífið

Kristín Karen sem nú er einkaflugmaður er í skýjunum með námið.

"Draumurinn er að rætast og ég var mjög ánægð með námið og alla aðstöðu hjá Flugskólanum. Nú stefni ég næst á atvinnuflugnám."

FAQ

Spurt og svarað

Hvernig er best að byrja á náminu?

Best er að byrja á því að bóka kynnisflug hjá flugdeild Flugskóla Íslands.

Afgreiðsla flugdeildarinnar úthlutar þér tíma, flugvél og flugkennara.  Hafðu samband við verklegu afgreiðslu skólans í síma 514 9410, farsíma 825 1500 eða flightdesk(hjá)flugskoli.is.

Áður en námið hefst að fullu og í síðasta lagi fyrir fyrsta einliðaflug ( sólóflug ) þarf flugneminn að verða sér úti um heilbrigðisvottorð hjá tilnefndum fluglæknum.

Hvar og hvenær sæki ég um flugnám?

Umsóknir fara fram í gegnum skráningarvef Flugskóla Íslands. Dagsetning innritunar er mismunandi fyrir einkaflugnám og atvinnuflugám.

Það er bara tekið inn á haustin í atvinnuflugnámið. Innritunarhnappur “Sækja um” er hér á síðunni.

Handhafi einkaflugmannskírteinis getur hafið samtvinnað atvinnuflugnám samkvæmt forsendum reglugerðar um skírteini, en þá er nám hans metið og flugtímar samkvæmt forskrift Flugskóla Íslands.  Handhafi einkaflugmannsskírteinis getur fengið allt að 50% flugtíma metið, að hámarki 40 klst eða 45 klst ef einstaklingur er með nætuflugsáritun.

Hvað kostar námið?

Innifalið í verði námsins bóklega kennslan, ATPL (A) bækur frá Oxford og einkennisfatnaður.

Verð er um 1.195.000 kr. og er skráningargjald í námið 100.000 kr. Sjá verðskrá skólans fyrir nákvæmar tölur.

Er námið lánshæft hjá LÍN?

Atvinnuflugmannsnám og flugvirkjanám er lánshæft samkvæmt lánareglum Lánasjóðs Íslenskra námsmanna – LÍN.

LÁNASJÓÐUR ÍSLENSKRA NÁMSMANNA – LÍN

Hvernig fer námið fram?

Námið er yfir 1233 kennslustundir að lengd.  Bóklegt nám fer fram skv. sérstakri námsskrá sem inniheldur 14 greinar.  Kennt er til BASIC hluta frá 18:00 til 22:00 virka daga í 10 vikur, nema námið er hafið að sumri til.  Þá er kennt til BASIC hluta frá 16:30 til 22:00 virka daga í 8 vikur.   Að því loknu er kennt til ADVANCED hluta frá 08:30 til 15:00 virka daga í 42 vikur.  Námstími er u.þ.b. 12 mánuðir í heildina í bóklegum greinum.  Regluleg stöðupróf eru haldin í hverju fagi (skólapróf) þar sem þarf að ná lágmarkseinkunn 7,5 (75%).  Stöðuprófin veita síðan prófaheimild fyrir nemenda í 12 mánuði til að þreyta bókleg atvinnuflumannspróf hjá Samgöngustofu.

Að loknu bóklegu námi þarf að standast bóklegt atvinnuflugmannspróf hjá Samgöngustofu. Prófunum þarf að ljúka með 75% árangri að lágmarki í hverri námsgrein.  Prófatímabil eru fyrirfram skilgreindir dagar, sem auglýst er af Samgöngustofu –  Próf.

Nemar hafa síðan 18 mánuði til að ljúka prófunum talið frá enda þess mánaðar sem fyrsta próf var þreytt. Einnig gilda skilyrði um hámarksfjölda próftilrauna í hverju fagi (hámark 4) og hámarskfjölda prófsetna ( hámark 6). Bóklegt atvinnuflugmannspróf gildir í 36 mánuði til að ljúka verklegu atvinnuflugmannsnámi og blindflugsáritun, frá því að öllum bóklegum prófum hjá Samgöngustofu er náð með fullnægjandi hætti.

Þjálfun í heildina eru 205 klst, og þar af er 145 flognir tímar á flugvél með kennara.  60 klst þjálfunartímar fara fram í flughermi.  Flugtímarnir eru flognir á Tecnam 2002JF, Cessnu 172 og Piper Seminole (tveggja hreyfla) og í flugaðferðarþjálfa ALSIM ALX21.

Til að ljúka námi, þarf nemandi að hafa lokið öllum bóklegum ATPL(A) prófum Samgöngustofu og láta skólanum í hendur staðfestingu þess efnis.  Nauðsynlegt er að láta yfirflugkennara hafa afrit af lokaeinkunum úr ATPL(A) prófum, því til staðfestingar.

Nemandi mun ljúka náminu með tveimur verklegum flugprófum, upp á c.a. 4 klst í heildina á fjölhreyfla flugvél.

Að bóklegu og verklegu námi loknu fær nemandinn atvinnuflugmannsskírteini með fjölhreyfla áritun og vottun í áhafnasamstarfi.

 

Hvaða réttindi fæ ég?

Námið veitir réttindi til atvinnuflugmannsskírteinis, áritun til flugs í blindflugi og á fjölhreyfla flugvélar, ásamt námi til áhafnasamstarfs (MCC). Sá sem hefur atvinnuflugmannsréttindi hefur leyfi til að starfa við og fá greitt fyrir að fljúga hjá flugrekanda.

Hvernig safna ég flugtímum?

Flugmenn safna flugtímum á mismunandi vegu, sumir kaupa sér hlut í flugvél meðan aðrir gera samning við Flugskóla Íslands og fá þannig flugtíma á hagstæðu verði til tímasöfnunar.

Sjá upplýsingar um Flugklúbb Flugskóla Íslands.

 

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!