fbpx
Menu

Innsýn í námið

Allt tengist þetta prentuðu efni

Í náminu í er kenndur lokafrágangur á prentuðu efni bæði með tölvustýrðum bókbandsvélum og í handbókbandi. Sem og viðgerðir á bókum og útskurð á ýmiskonar efni t.d. nafnspjöld, bæklinga, blokkir, umbúðir, dagatöl og fleira. Bókbindari veitir faglega ráðgjöf um frágang pentgripa og efnisval vegna bókbands. Hann velur pappírstegundir sem henta í viðkomandi verk og sér um lokafrágang á öllu prentuðu efni.

Í náminu er unnið að raunverulegum úrlausnarefnum og þú hefur því góða þjálfun, kunnáttu og leikni í faginu þegar út á vinnumarkaðinn er komið.

Brautarlýsing

BOB23 Bókband

Meginmarkmið námsins er að nemendur öðlist þá þekkingu og færni sem bókbindari er nauðsynlegt í störfum sínum, m.a. vinnu við vandað handverk sem, störf við stjórn og stillingar bókbandsvéla, lokafrágang á öllu prentuðu efni, brot í tölvustýrðum brotvélum, vinnu við skurðarhnífa og síðan við handbókband. Hann á að geta veitt faglega ráðgjöf um hvernig best og hagkvæmast er að vinna og ganga frá prentgripum, um efnisval og aðra þætti er lúta að bókbandi. Eftirspurn er eftir fagfólki með víðtæka þekkingu á öllum sviðum fagsins jafnt í stórum sem litlum fyrirtækjum á sviði prentiðnaðar. Nemendur í bókbandi þurfa að hafa töluverða innsýn í ýmis tækniatriði sem varða uppsetningu og vinnslu prentgripa því þróun á þessum sviðum er hröð. Náminu lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs. Bókband er löggilt iðngrein.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Fyrst þarf að klára Grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina.

Ef þú ert búin með það nám þá getur þú sótt um nám í bókbandi, sem er sérsvið.

Að loknu námi

Námið tekur tvö ár eða fjórar annir með grunnnámi upplýsinga og fjölmiðlagreina. Þar að auki er 48 vikna starfsþjálfun.

Bókband er löggilt iðngrein og lýkur náminu með sveinsprófi sem veitir þér rétt til starfa í iðninni og til inngöngu Meistaraskólann. Einnig er hægt að taka viðbótarnám og klára stúdentspróf eða búa sig undir nám á háskólastigi með öðrum hætti.

 

Nánari upplýsingar

Í grunnnáminu þarftu að nota Adobe forritunarpakkann og er hægt að kaupa nemendaleyfi á bókasafni skólans.

 

 

Þú getur klárað stúdentspróf eftir að námi í skólanum lýkur eða undirbúið þig undir nám á háskólastigi með öðrum hætti.

 

FAQ

Spurt og svarað

Er öruggt að ég komist í starfsþjálfun / á samning til að klára námið?

Það er erfitt að fullyrða um að nemendur komist í starfsþjálfun eftir að námi í skólanum lýkur. Það fer allt eftir eftirspurn hverju sinni.

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali hér á vefnum.

Hvar fer kennslan fram?

Sjómannaskólahúsinu á Háteigsvegi. En einnig fara nemendur á sérsviðinu í bókbandi út í fyrirtæki.

Er mætingarskylda?

Já,  nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!