Menu

Námsbraut

Einkaflugmannsnám

Einkaflugmannsnámskeið - PPL(A) Private Pilot Course

Áttu þér draum um að stýra flugvél og verða flugmaður?
Að loknu einkaflugmannsnámi öðlast þú réttindi til að geta flogið hvert á land sem er, við sjónflugsskilyrði að degi til.

Kennsluform: Nám með vinnu
Lengd náms: 10 vikur (bóklegt)
Tengiliður: Tommy Raavnas

Innsýn í námið

Traust og gott nám

Námið hefst á kynnisflugi þar sem nemandi fær innsýn í flugnámið.  Nemandi getur haldið áfram verknámi, þrátt fyrir að vera ekki búinn að sitja bóknám, en mælst er til með að hefja bóknám sem fyrst.

Bóknámið er skipulagt sem 8-10 vikna kvöldnám, sem líkur með bóklegum prófum hjá Samgöngustofu.  Jafnframt mun nemandi læra að fljúga einhreyfils flugvél og lýkur námi með verklegu flugprófi.  Að því loknu getur einkaflugmaður flogið með vini og vandamenn endurgjaldslaust.

Stundun þarf einkaflugmaður að fá mismunaþjálfun vegna flugvélar með túrbínu, flugvélar með skiptiskrúfu, flugvélar með uppdraganlegan hjólabúnað og flugvélar með loftþrýstibúnað.  Einnig þarf einkaflugmaður að sitja námskeið til að fá leyfi fyrir flug að nóttu – næturflugsáritun.

Allir kennarar skólans eru starfandi atvinnuflugmenn hjá íslenskum flugrekendum og/eða starfandi sérfræðingar á viðkomandi sviði.

 

Almennar upplýsingar

Að loknu námi

Einkaflugmannsskírteini veitir réttindi til þess að fljúga með vini og vandamenn hvert á land sem er við sjónflugsskilyrði án endurgjalds.

Hægt er að meta námið sem 15-20 einingar til stúdentsprófs .

Einnig er hægt að afla sér aukinna réttinda í einkaflugmannsskírteinið s.s. stélhjólsréttindi, fjölhreyflaréttindi, blindflugsréttindi, næturflugsréttindi.

 

Inntökuskilyrði

Þú þarf að vera orðin/n 16 ára til að hefja bóklega námið og verður að fá skriflegt samþykki forráðamanna fyrir náminu ef þú ert ekki orðin/n 18 ára. Nauðsynlegt er að mæta með útprentað og undirritað samþykki forráðamanns í hverskyns flugtíma.

Þú þarft að hafa að lágmarki 2. flokks heilbrigðisvottorð fluglækna til að fá útgefið einkaflugmannsskírteini (Class 2 Medical). Læknisskoðun þarf að vera lokið áður en fyrsta einflug er flogið og við mælum því með að fara sem fyrst í hana. Læknisskoðun skal vera framkvæmd af viðurkenndum fluglækni, sem til þess hefur leyfi Samgöngustofu. Sjá nánar um heilbrigðiskröfur.

Þú þarft að hafa góð tök á bæði íslensku og ensku, lesinni og talaðri.

Skipulag náms

Bóklegi hluti námsins er metinn til u.þ.b. 11 ein (16 f.eininga) í framhaldsskóla, samkvæmt námskrá Flugskóla Íslands.
Til að sitja bóklega námskeiðið þarftu vera orðin/n 16 ára.
Námskeiðið tekur um það bil 220 kennslustundir að lengd í staðnámi eða 10 vikur. Kennt er á kvöldin frá kl 18:00 til kl 22:00 alla virka daga.

Bóklegt nám fer eftir fyrirfram samþykktri námskrá, sem gefin er út í samræmi við evrópsku flugöryggisstofnunina – EASA og innheldur 9 greinar.  Greinarnar eru:

  • Flugveðurfræði
  • Flugreglur,
  • Flugfræði
  • Mannleg geta og takmörk hennar
  • Almenn þekking á loftförum
  • Flugleiðsaga
  • Verklagsreglur í flugi
  • Flugfjarskipti
  • Afkastageta og áætlanagerð

Þú þarft að ljúka að lágmarki 45 fartímum í flugvél, þar af minnst 25 tímum með kennara og minnst 10 einflugstímum. Einnig þarftu að ljúka 5 einflugstímum í yfirlandsflugi með einu yfirlandsflugi sem nemur 270 km og gera þá að minnsta kosti tvær stöðvunarlendingar á tveimur flugvöllum öðrum en brottfararflugvelli.

Verklegi hlutinn ásamt næturflugsáritun, er metinn til 8 eininga í framhaldsskóla, samkvæmt námskrá Flugskóla Íslands.
Í lok náms þarftu að standast verklegt færnipróf hjá Samgöngustofu.
Hægt er að taka verklega hlutann samhliða bóklega náminu eða þegar hentar þér.

Innifalið í verði er aðgangur að kennslukerfinu námsnet og kennsluefni (PPL) bækur og taska. Öll önnur kennslugögn s.s. plotter, flugreiknistokkur og sjónflugskort er einnig innifalið.
Allar upplýsingar um verðskrá Flugskólans er að finna hér.
Á Íslandi er flugnám ein­göngu fjár­magnað af nám­skeiðsgjöldum og því er það á höndum nem­enda að verða sér út um fjár­mögnun fyrir námi.

FAQ

Spurt og svarað

Hvernig fer námið fram?

Best er að byrja á því að bóka kynnisflug hjá flugdeild Flugskóla Íslands.

Afgreiðsla flugdeildarinnar úthlutar þér tíma, flugvél og flugkennara.  Hafðu samband við verklegu afgreiðslu skólans í síma 514 9410, farsíma 825 1500 eða flightdesk(hjá)flugskoli.is.

Áður en námið hefst að fullu og í síðasta lagi fyrir fyrsta einliðaflug ( sólóflug ) þarf flugneminn að verða sér úti um heilbrigðisvottorð hjá tilnefndum fluglæknum. Gera þarf ráð fyrir a.m.k. mánuð í það ferli.   Nánari upplýsingar um það má finna á síðunni Læknisskoðun.

Flugneminn gerir námsmannasamning við Flugskóla Íslands.  Þar með hefst nám til einkaflugmanns. Kennarinn flýgur með þér eftir fyrirfram samþykktu ferli fyrst um sinn og sendir þig svo eina(n) í æfingaflug, þegar þú hefur náð tiltekinni hæfni. Það er nefnt fyrsta einliðaflugið eða fyrsta sólóflugið.  Við það öðlast flugneminn rétt til að fá flugnemavottorð,  sem bundið er við einkaflugmannsnám hjá Flugskóla Íslands og gefið út af skólanum.  Hér á árum áður, sáu yfirvöld um þá framkvæmd, en það hefur færst á hendur flugskóla sbr. núgildandi reglugerðir.

Flugnemi þarf að sitja u.þ.b. 10 vikna bóklegt námskeið til einkaflugmanns, sem kennt er oftast á kvöldin frá 18:00 til 22.00.   Að loknum prófum hjá skólanum, er nemanda veitt prófaheimild í 1 ár til próftöku í bóklegum greinum hjá Samgöngustofu. Fögin eru 9 að tölu og verður nemandinn að standast þau með að lágmarki 7,5 eða 75% í hverju fagi.

Þegar flugneminn hefur náð tiltekinni færni og hefur lokið öllum bóklegum prófum með fullnægjandi hætti hjá Samgöngustofu,er komið að lokaprófi hjá prófdómara.  Prófdómarinn hefur leyfi Samgöngustofu til prófana á flugmönnum eftir fyrirfram ákveðinni forskrift að prófum.  Ef nemandinn stenst það próf einnig, getur nemandinn að lokum sótt um flugskírteini til Samgöngustofu.

 

Hvað kostar námið ?

Yfirleitt mun heildarkostnaður náms, vera á bilinu frá 1,7 – 2,0 milljónir, sem fer eftir flugvélategund, færni nemanda í námi ( klára allt námið á lágmarkstíma) og öðrum kostnaði s.s. próftöku hjá yfirvöldum og prófdómurum.

Flugskóli Íslands býður upp á einkaflugmannspakka (sjá verðskrá).

Allar upplýsingar um verðskrá Flugskólans er að finna hér.

Innifalið í verði er aðgangur að kennslukerfinu námsnet og kennsluefni (PPL) bækur og taska. Öll önnur kennslugögn s.s. plotter, flugreiknistokkur og sjónflugskort er einnig innifalið.

Á Íslandi er flugnám ein­göngu fjár­magnað af nám­skeiðsgjöldum og því er það á höndum nem­enda að verða sér út um fjár­mögnun fyrir námi.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!