Nám sem veitir þér undirstöðuþekkingu, leikni og hæfni sem þarf til að starfa sem fatatæknir. Í dreifnámi getur áfangi verið kenndur að öllu leyti í fjarnámi eða að hluta í fjarnámi og hluta í staðlotum.
Innritun fyrir haustönn opnar í mars og fyrir vorönn í október.
Sækja um hnappur er hér á síðunni og fer umsókn í gegnum Innu þar sem velja þarf Hönnunar- og handverksskólann.
Hefur þú áhuga á fötum og tísku? Í þessu námi lærir þú undirstöðuatriðin í saumaskap og getur að því loknu starfað sem fatatæknir eða farið í áframhaldandi nám í fataiðngreinum eða hönnun. Þú öðlast undirstöðuþekkingu, sem þarf til að starfa sem fatatæknir við saumaskap og ýmsa þjónustu tengda fatnaði og tísku. Námið er undanfari náms í löggiltu iðngreinunum kjólasaumi og klæðskurði. Þetta er grunnnám, en ekki er hægt að taka alla áfanga námsins í fjarkennslu/dreifnámi.
Til að hefja nám í fatatækni þarf að hafa lokið 1. þreps áföngum í íslensku, ensku og stærðfræði eða vera með grunnskólaeinkunn B.
Ef umsækjandi nær ekki að uppfylla þessi skilyrði stendur honum til boða að taka þá áfanga á 1. þrepi sem hann vantar.
Skipulag námsbrautar – eins og hún er í dagskóla.
Meginmarkmið námsins er að gera nemendum kleift að öðlast þá undirstöðuþekkingu, leikni og hæfni sem þarf til að starfa sem fatatæknir við saumaskap og ýmsa þjónustu tengda fatnaði og tísku.
Úr fatatækni geta nemendur haldið áfram í tvö ár og tekið lokapróf í kjólasaum/klæðskurði.
Eftir útskrift úr klæðskurði eða kjólasaum geta nemendur tekið sveinspróf í greininni sem er löggilt iðngrein og starfað sem sveinn í iðngreininni.
Telma Dögg Björnsdóttir, nemandi í Handverksskólanum, er stödd í skosku hálöndunum þar sem hún er í starfsnámi hjá Campbells’s of Beauly.
Hafrún Harðardóttir, nemandi í Handverksskólanum, er um þessar mundir í spennandi starfsnámi hjá Blues and Browns í Perth, Skotlandi.
Útskriftarnemendur í hársnyrtiiðn sýndu listir sínar í lokaverkefnum þar sem þau sóttu innblástur í hrekkjavökuna.
„Mér finnst skemmtilegt að koma hugmyndum mínum í veruleikan. Það er spennandi og lærdómsríkt ferli sem kyndir undir enn fleiri hugmyndir. Í þessari hringrás liggur framtíðarstarf mitt.“
Meðalnámstími er fjórar annir í skóla og átta vikna starfsþjálfun.
Hér er að finna vinnuvottorð um starfsþjálfun vegna náms í fatatækni á framhaldsskólastigi við fataiðnbraut Handverksskóla Tækniskólans.
Kennararnir eru metnaðarfullir og með brennandi áhuga á því sem þeir og nemendur eru að vinna að. Ég mæli klárlega með náminu og sérstaklega fyrir eldri nemendur með reynslu sem vilja dýpka skilning og fá meiri þekkingu í faginu. Með góða grunnþekkingu í faginu getur maður gert flóknari flíkur í náminu og því fengið virkilega mikið út úr því.
Ég mæli eindregið með fataiðnbrautinni fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á að sérsauma föt. Handavinna var alltaf mitt áhugamál síðan að ég man eftir mér og ég ímyndaði mér ekki að ég gæti lært það sem ég elska og breytt því í starfsferil. Draumur minn er að sauma búninga fyrir leikhús og kvikmyndir, námið hefur undirbúið mig fyrir það.
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.
Sjá upplýsingar í skóladagatali Tækniskólans.