fbpx
Menu

Námsbraut

Fatatækni – dreifnám

Nám sem veitir þér und­irstöðuþekk­ingu, leikni og hæfni sem þarf til að starfa sem fata­tæknir. Í dreif­námi getur áfangi verið kenndur að öllu leyti í fjar­námi eða að hluta í fjar­námi og hluta í staðlotum.

Inn­ritun fyrir haustönn opnar í mars og fyrir vorönn í október.

Sækja um hnappur er hér á síðunni og fer umsókn í gegnum Innu þar sem velja þarf Hönnunar- og handverksskólann.

Kennsluform: Nám með vinnu

Innsýn í námið

Hefur þú áhuga á fötum og tísku? Í þessu námi lærir þú und­irstöðuatriðin í sauma­skap og getur að því loknu starfað sem fata­tæknir eða farið í áfram­hald­andi nám í fataiðngreinum eða hönnun. Þú öðlast und­irstöðuþekk­ingu, sem þarf til að starfa sem fata­tæknir við sauma­skap og ýmsa þjón­ustu tengda fatnaði og tísku. Námið er und­an­fari náms í lög­giltu iðngrein­unum kjólasaumi og klæðskurði. Þetta er grunnnám, en ekki er hægt að taka alla áfanga námsins í fjarkennslu/dreifnámi.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Til að hefja nám í fata­tækni þarf að hafa lokið 1. þreps áföngum í íslensku, ensku og stærðfræði eða vera með grunn­skóla­ein­kunn B.

Ef umsækj­andi nær ekki að upp­fylla þessi skilyrði stendur honum til boða að taka þá áfanga á 1. þrepi sem hann vantar.

Skipulag námsbrautar – eins og hún er í dagskóla.

Að loknu námi

Meg­in­markmið námsins er að gera nem­endum kleift að öðlast þá und­irstöðuþekk­ingu, leikni og hæfni sem þarf til að starfa sem fata­tæknir við sauma­skap og ýmsa þjón­ustu tengda fatnaði og tísku.

Úr fata­tækni geta nem­endur haldið áfram í tvö ár og tekið loka­próf í kjólasaum/​klæðskurði.

Eftir útskrift úr klæðskurði eða kjólasaum geta nem­endur tekið sveins­próf í grein­inni sem er lög­gilt iðngrein og starfað sem sveinn í iðngrein­inni.

Verkefni nemenda

Drauma starfsnámið í skosku hálöndunum

Reynsla og einstakt tækifæri

Telma Dögg Björnsdóttir, nem­andi í Hand­verks­skól­anum, var stödd í skosku hálöndunum þar sem hún var í starfs­námi hjá Campbells’s of Beauly.

Erasmus+ veitir nemendum í starfsmenntaskólum og nemum á samningi tækifæri til að fara í náms- og þjálfunarferðir og starfsnám hjá fyrirtækjum, skólum, og stofnunum í Evrópu í 2 vikur til 12 mánuði.

 

Starfsnám í Skotlandi

Klæðskurður í gamalli borg

Hafrún Harðardóttir, nemandi í Handverksskólanum, er um þessar mundir í spennandi starfsnámi hjá Blues and Browns í Perth, Skotlandi.

Era­smus+ veitir nem­endum í starfs­mennta­skólum og nemum á samn­ingi tæki­færi til að fara í náms- og þjálf­un­arferðir og starfsnám hjá fyr­ir­tækjum í Evrópu.

Halloween
hárgreiðslur

Hrekkjavökuhárgreiðslur á útskriftarsýningu í hársnyrtiiðn

Útskriftarnemendur í hársnyrtiiðn sýndu listir sínar í lokaverkefnum þar sem þau sóttu innblástur í hrekkjavökuna.

Elín Atim á fataiðnbraut Handverksskólans

Ferlið við að búa til flík er fjölbreytt.

„Mér finnst skemmtilegt að koma hugmyndum mínum í veruleikan. Það er spennandi og lærdómsríkt ferli sem kyndir undir enn fleiri hugmyndir. Í þessari hringrás liggur framtíðarstarf mitt.“

Starfsþjálfun

Meðalnáms­tími er fjórar annir í skóla og átta vikna starfsþjálfun.

Hér er að finna vinnu­vottorð um starfsþjálfun vegna náms í fata­tækni á fram­halds­skóla­stigi við fataiðnbraut Hand­verks­skóla Tækni­skólans.

Íslenskt vottorð 

Enskt vottorð

Umsagnir

Birna Sigurjónsdóttir útskrifaðist sem klæðskeri vorið 2018

Kennararnir eru metnaðarfullir og með brennandi áhuga á því sem þeir og nemendur eru að vinna að. Ég mæli klárlega með náminu og sérstaklega fyrir eldri nemendur með reynslu sem vilja dýpka skilning og fá meiri þekkingu í faginu. Með góða grunnþekkingu í faginu getur maður gert flóknari flíkur í náminu og því fengið virkilega mikið út úr því.

Auður Ósk Einarsdóttir er á 6.önn í Klæðskurði

Ég mæli eindregið með fataiðnbrautinni fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á að sérsauma föt. Handavinna var alltaf mitt áhugamál síðan að ég man eftir mér og ég ímyndaði mér ekki að ég gæti lært það sem ég elska og breytt því í starfsferil. Draumur minn er að sauma búninga fyrir leikhús og kvikmyndir, námið hefur undirbúið mig fyrir það.

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali Tækniskólans.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!