Menu

Námsbraut

Flugkennaranám

Flugkennaranám - FI(A) Flight Instructor Course

Áttu þér draum um að kenna á flugvél og verða betri flugmaður?
Að loknu flugkennaranámi öðlast þú réttindi til að kenna til einkaflugmannsréttinda og síðar, með meiri reynslu, til atvinnuflugmanns og ýmissa áritana. Kennaraáritanir eru í heildina 8 að tölu.

Kennsluform: Bóklegt og verklegt
Lengd náms: 10 vikur (bóklegt)
Tengiliður: Tommy Raavnas

Innsýn í námið

Gullið tækifæri til að fá fleiri flugtíma og reynslu

Námið hefst á því að setja sig í samband við yfirflugkennara verklegrar deildar og fara í verklegt inntökuflugpróf innan við 6 mánuði fyrir upphaf námsins.

Bóknámið fyrir flugkennaranámið er skipulagt sem 8-10 vikna kvöldnám, sem lýkur með bóklegum prófum hjá skólanum.  Jafnframt mun flugkennaranemandi læra að kenna flugæfingar á einhreyfils flugvél með tilnefndum flugkennara og með öðrum flugkennaranema. Náminu lýkur með verklegu flugprófi hjá tilnefndum prófdómara Samgöngustofu.  Að því loknu getur flugkennari kennt til ýmissa skírteina og réttinda, að tilskyldu því að hann/hún hafi leyfi og reynslu á því sviði samkvæmt reglugerð.

Almennar upplýsingar

Að loknu námi

Flugkennari getur kennt til ýmissa skírteina og réttinda, að tilskyldu því að hann/hún hafi leyfi og reynslu á því sviði samkvæmt reglugerð.  Hefðbundið er að byrja á að vera einkaflugmannskennari, og afla sér tíma og reynslu í gegnum þá kennslu.

Síðar á ferlinum, getur flugkennari aukið við réttindi sín sem flugkennari til atvinnuflugmannsréttinda, flokks-og tegundaráritunar, blindflugsáritunar og jafnvel annara flugkennaraáritunar.

 

 

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði er að vera handhafi:
 • CPL(A) Atvinnuflugmannsskírteinis
 • PPL(A) Einkaflugmannsskírteinis, með heildarfartíma a.m.k.200 klst, þar af 150 klst sem flugstjóri (PIC) og bóklegt ATPL(A)
Einnig eru skilyrði um:
 • 30 klst fartíma á SEP (einshreyfils flugvél með bulluhreyfli), þar af 5 klst fartíma á s.l. 6 mánuðum fyrir inntökuprófið.
 • 10 klst fartímar í blindflugi, þar af mega 5 klst vera í flugaðferðarþjálfa (FNPT) eða flughermi.
 • 20 klst fartímar í landflugi (cross country) sem flugstjóri (PIC), þar af eitt 300 Nm með stöðvunarlendingum á tveimur mismunandi flugvöllum, öðrum en brottfararflugvelli.
 • Standast verklegt inntökupróf hjá Flugskóla Íslands hjá tilnefndum flugkennara af yfirflugkennara skólans.
 • Handhafi 1. flokks flugheilbrigðisvottorðs

Skipulag náms

Námskeiðið er a.m.k 125 klst í staðnámi eða u.þ.b. 10 vikur.  Kennt er á kvöldin frá kl 18:00 til kl 22:00 alla virka daga. Bóklegt nám fer eftir fyrirfram samþykktri námsskrá, sem gefin er út í samræmi við reglur evrópsku flugöryggisstofnuninnar – EASA og innheldur m.a. eftirfarandi:

 • Kennslufræði (Teaching and Learning) – 25 klst
 • Kennslutækni við bóklega og verklega kennslu
 • Skírteinareglugerð og kröfur hennar
 • Æfingar til einkaflugmannsréttinda
 • Framsetningu námsefnis
 • Próf og prófagerð

Kennslufræðin er kennd á um það bil tveimur vikum, þar sem lögð er áhersla á helstu atriði hennar.  Jafnframt er farið yfir reglugerðir flugskírteina, kennslusálfræði, takmörk mannlegrar getu og afköst og námstækni nemenda í flugnámi.  Kennd er gerð fyrirlestra og framsögu þeirra, bæði styttri og lengri fyrirlestra ásamt prófagerð og kannanir á námsefni vegna flugnáms.

Nemandi þarf að ljúka að lágmarki 30 fartímum í einshreyflis flugvél, þar af minnst 25 fartíma með kennara og minnst 5 fartíma með öðrum flugkennaranema.

Námið skiptist í nágrennisflug og í yfirlandsflug, þar sem lögð er áhersla á að beita kennslufræðinni úr bóknáminu við verklega kennslu til einkaflugmannsréttinda og næturflugsáritunar.   Einnig er farið yfir og æfð viðbrögð við helstu mistökum sem flugnemi gæti framkvæmt í flugnámi sínu.

Verklegi hlutinn er floginn að degi til, að undanskyldum einum æfingatíma að næturlagi.  Ath. Krafist er sérstakrar þjálfunar í næturflugkennslu, ef flugkennaranemandi ætlar sér að fá þau réttindi einnig. Hægt er að taka verklega hlutann samhliða bóklega náminu eða að loknu bóknámi.  Flugkennaraámið og verklega lokapófið má ekki taka lengri tíma en 6 mánuði frá upphafi.

Í lok náms þarf flugkennaraneminn að standast verklegt færnipróf hjá tilnefndum verklegum prófdómara Samgöngustofu.

 

Innifalið í verði er aðgangur að kennslukerfinu námsnet og kennsluefni (FI) bækur, ásamt 30 klst á flugvél og alla bóklega og verklega kennslu.

Ath.  Flugkennaranám er heilstætt flugnám, sem verður í heild sinni að vera tekið hjá sama flugskóla.  Ekki er hægt flytja námið milli tveggja flugskóla.

Allar upplýsingar um verðskrá Flugskólans er að finna hér.

Á Íslandi er flugnám ein­göngu fjár­magnað af nám­skeiðsgjöldum og því er það á höndum nem­enda að verða sér út um fjár­mögnun fyrir námi.

Flugkennaranám er heildstætt flugnám, sem verður í heild sinni að vera tekið hjá sama flugskóla.  Ekki er hægt flytja námið milli tveggja flugskóla.

Flugnámið er ætlað þeim flugmönnum sem uppfylla inntökuskilyrði námsins ( sjá að ofan ) og vilja afla sér enn meiri reynslu og metnað við flugnám sitt.

Námið er einnig tilvalið tækifæri til þess að öðlast meiri frama í atvinnuflugi hjá flugrekendum, þar sem kennslureynsla er mikilvægur þáttur  í vali á þjálfunarflugstjórum og bóklegum kennurum hjá flugrekendum.

FAQ

Spurt og svarað

Hvernig fer námið fram?

Best er að byrja á því að setja sig í samband við yfirflugkennara verklegrar deildar hjá flugdeild Flugskóla Íslands, til að fara í inntökuflugpróf sem þarf að vera innan 6 mánaða fyrir byrjunardagsetningu námsins.  Einnig þarf umsækjandi að vera með a.m.k. 5 klst fartíma á SEP(A) einshreyfils flugvél, á s.l. 6 mánuðum fyrir inntökuprófið.

Ath.  Flugkennaranám er heildstætt flugnám, sem verður í heild sinni að vera tekið hjá sama flugskóla.  Ekki er hægt flytja námið milli tveggja flugskóla.

Flugneminn gerir námssamning við Flugskóla Íslands og getur þar með hafið nám til flugkennaraáritunar.

Flugnemi þarf að sitja u.þ.b. 10 vikna bóklegt nám til flugkennaraáritunar, sem kennt er oftast á kvöldin frá 18:00 til 22.00.  Þegar flugneminn hefur náð tiltekinni færni í kennslufræði og framsetningu kennslu í flugi og hefur lokið öllum bóklegum prófum, heldur nemandi áfram námi í verklegum æfingum.  Hægt er að byrja á verklegum æfingum á meðan á bóknámi stendur.

Verklegur flugkennari flýgur með þér eftir fyrirfram samþykktu ferli þar sem farið er yfir sérhverja flugæfingu til einkaflugmannsréttinda og sendir þig svo í æfingaflug með öðrum flugkennaranema, þegar þú hefur náð tiltekinni hæfni.

Þegar nemandinn hefur með fullnægjandi hætti lokið bæði bóknámi og verknámi hjá skólanum, er komið að lokaprófi hjá verklegum prófdómara.  Prófdómarinn hefur leyfi Samgöngustofu til prófana á flugmönnum eftir fyrirfram ákveðinni forskrift að prófum.  Ef nemandinn stenst það próf einnig, getur nemandinn að lokum sótt um flugkennaraáritun til Samgöngustofu.

 

Hvað kostar námið ?

Yfirleitt mun heildarkostnaður náms, vera á bilinu frá 1,1 – 1,4 milljónir, sem fer eftir flugvélategund, færni nemanda í námi ( klára allt námið á lágmarkstíma) og öðrum kostnaði s.s. próftöku hjá yfirvöldum og prófdómurum.

Ath.  Flugkennaranám er heildstætt flugnám, sem verður í heild sinni að vera tekið hjá sama flugskóla.  Ekki er hægt flytja námið milli tveggja flugskóla.

Allar upplýsingar um verðskrá Flugskólans er að finna hér.

Innifalið í verði er aðgangur að kennslukerfinu námsnet og kennsluefni (FI) bækur.

Á Íslandi er flugnám ein­göngu fjár­magnað af nám­skeiðsgjöldum og því er það á höndum nem­enda að verða sér út um fjár­mögnun fyrir námi.

Get ég tekið flugnámið hjá tveimur flugskólum ?

Flugkennaranám er heildstætt flugnám, sem verður í heild sinni að vera tekið hjá sama flugskóla.  Ekki er hægt flytja námið milli tveggja flugskóla.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

 • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!