Í dreifnámi getur áfangi verið kenndur að öllu leyti í fjarnámi eða að hluta í fjarnámi og hluta í staðlotum. Athugið að einungis fáir tölvuáfangar eru í boði í dreifnámi, flesta þarf að taka í dagnámi.
Innritun fyrir haustönn opnar í mars og fyrir vorönn í október.
Sótt er um í gegnum innritunarvef Innu – sækja um hnappur hér á síðunni (velja þar Upplýsingatækniskólann).
Tölvubrautin er fjölmennasta braut Tækniskólans og er leiðandi í kennslu á sviði tölvunar- og kerfisfræði á framhaldsskólastigi.
Lögð er áhersla frá byrjun að nemendur nái tökum á forritun og notkun tölvutækni í náminu sínu.
Hluta af grunnnáminu er hægt að taka sem nám með vinnu þ.e.a.s. fjarnám með staðlotum. En athugið að einungis fáir tölvuáfangar eru í boði í dreifnámi, flesta þarf að taka í dagnámi
Til að hefja nám á tölvubraut þá þarf að hafa lokið námi í grunnskóla með lágmarkseinkunn B í stærðfræði, íslensku og ensku.
Í grunnnámi á tölvubraut í námi með vinnu er farið í grunnáfanga brautarinnar.
Til að klára tölvubrautina þarf að innritast í dagskóla. Kennsla er verkefnamiðuð og nemendur fá tækifæri til að vinna að raunverulegum úrlausnum. Hver önn endar á verklegum hópverkefnum með skörun faggreina.
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.
Sjá upplýsingar í skóladagatali Tækniskólans.