fbpx
Menu

Námsbraut

Grunnnám tölvubraut – nám með vinnu

Í dreifnámi getur áfangi verið kenndur að öllu leyti í fjarnámi eða að hluta í fjarnámi og hluta í staðlotum. Athugið að einungis fáir tölvuáfangar eru í boði í dreifnámi, flesta þarf að taka í dagnámi.

Inn­ritun fyrir haustönn opnar í mars og fyrir vorönn í október.

Sótt er um í gegnum innritunarvef Innu – sækja um hnappur hér á síðunni (velja þar Upplýsingatækniskólann).

Kennsluform: Nám með vinnu

Innsýn í námið

Tölvubrautin er fjölmennasta braut Tækniskólans og er leiðandi í kennslu á sviði tölvunar- og kerfisfræði á framhaldsskólastigi.

Lögð er áhersla frá byrjun að nemendur nái tökum á forritun og notkun tölvutækni í náminu sínu.

Hluta af grunnnáminu er hægt að taka sem nám með vinnu þ.e.a.s. fjarnám með staðlotum. En athugið að einungis fáir tölvuáfangar eru í boði í dreifnámi, flesta þarf að taka í dagnámi

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði tölvubrautar

Til að hefja nám á tölvubraut þá þarf að hafa lokið námi í grunnskóla með lágmarkseinkunn B í stærðfræði, íslensku og ensku.

Til að klára tölvubrautina þarf að innritast í dagskóla. Kennsla er verkefnamiðuð og nemendur fá tækifæri til að vinna að raunverulegum úrlausnum.

Upplýsingar um dreifnám

Athugið að einungis fáir tölvuáfangar eru í boði í dreifnámi og fer eftir fjölda umsækjanda hvort áfangar fara í gang.

Sjá nánar um áfangaframboð dreifnáms á innritunarvef með því að smella á hnappinn „Sækja um“ hér fyrir ofan.

Umsagnir

María ljósmyndanemi sér fram á að starfa við áhugamálið sitt

María nemandi í ljósmyndun er mjög ánægð með grunnnám upplýsinga og fjölmiðagreina. „Það er góður grunnur fyrir allt nám og þá sérstaklega ljósmyndun þar sem ég er að fá sérhæfingu á mínu áhugasviði.“

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali Tækniskólans.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!