fbpx
Menu

Námsbraut

Grunnnám
upplýsinga- og fjölmiðlagreina – nám með vinnu

Nám með vinnu – dreifnám er kennt í fjarnámi, stundum með einni eða fleiri staðlotum á önn. Námið er undirbúningur fyrir sérsviðin: bókband, grafíska miðlun, ljósmyndun og prentun. Sérsviðin eru bara kennd í dagskóla.

Athugið að einungis fáa áfanga er hægt að taka í dreifnámi, flesta þarf að taka í dagnámi.

Sótt er um í gegnum inn­rit­un­arvef Innu og er sækja um hnappur hér á síðunni (velja þar Upp­lýs­inga­tækni­skólann).

Kennsluform: Nám með vinnu

Innsýn í námið

Framsetning og miðlun upplýsinga

Í náminu er fjallað um grafíska hönnun og framsetningu efnis fyrir prent-, ljósvaka-, net- og skjámiðla. Áhersla er m.a. á prentsmíð, týpógrafíu og grafíska hönnun, umbrot, margmiðlun og textameðferð, stafræna uppbyggingu mynda og litstýringu. Brautin tekur mið af nýjum tímum og nýrri tækni við framsetningu upplýsinga og miðlun þeirra.

Athugið að ekki er hægt að taka allt grunnnámið í dreifnámi og inn­ritun er opin fyrir haustönn á vorin frá mars og fyrir vorönn frá október.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Til að hefja nám á upplýsinga- og fjölmiðlabraut þarf að hafa lokið grunnskóla með lágmarkseinkunn C í íslensku, ensku og stærðfræði.

Gert er ráð fyrir að nemendur séu vel að sér í allri almennri tölvuvinnu þegar þeir hefja nám í faggreinum grunnnáms upplýsinga- og fjölmiðlabrautar.

Inn­ritun er opin fyrir haustönn á vorin frá mars og fyrir vorönn frá október.

Að loknu námi

Að loknu námi er hægt að sækja um sérnám í fjórum löggiltum iðngreinum: bókbandi, grafískri miðlun, ljósmyndun og prentun.

Ljúka þarf a.m.k. 36 einingum af faggreinum og 3 einingum í vali til að geta sótt um sérnámið.

Nánari upplýsingar

Kennslan fer að mestu leyti fram í fjarnámi gegnum kennslunet Innu. Staðlota er í öllum áföngum í byrjun annar en misjafnt er eftir áföngum hve margar staðlotur eru yfir önnina, í flestum tilfellum ein til tvær.

Upplýsingar um staðlotur í áföngum birtast hér og eru sendar til nemenda þegar þær eru haldnar.

Þeir kennarar sem eru með staðlotur sjá um þá tímasetningu sjálfir og senda upplýsingar og láta vita á Innu.

Verkefnastjóri dreifnáms Upplýsingatækniskóla er Kristín Þóra Kristjánsdóttir.  [email protected]

Nemendur þurfa að hafa aðgang að sérhæfðum hugbúnaði í neðangreindum áföngum en hægt er að kaupa nemendaleyfi að Adobe forritapakkanum hjá skólanum á bókasafni skólans:

Áfangar Hugbúnaður
FSM1UF05AD Photoshop
UTH1UF05AD Access, PowerPoint, Word
FSM2UF05BD Photoshop, Word
GRM2UF04BD Acrobat, Illustrator, InDesign, Photoshop
HON2UF05BD Illustrator, InDesign, Photoshop
LJÓ2UF04BD Photoshop
FSM2UX05BD InDesign, Photoshop
HON2UX05BD Illustrator
UTH2UX05BD Dreamweaver, Moviemaker / iMovie, Photoshop

Námstilhögun – Nám á upplýsinga- og fjölmiðlabraut skiptist í grunnnám sem er undirbúningur fyrir fjögur sérsvið (löggiltar iðngreinar); bókband, grafíska miðlun (prentsmíð), ljósmyndun og prentun. Sérsviðin eru einungis kennd í dagskóla.

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Hvenær hefst kennslan?

Sjá upplýsingar í skóladagatali Tækniskólans.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!