fbpx
Menu

Námsbraut

Kvikmyndatækni

Hefur þú áhuga á vinna við kvikmyndagerð, við tökur, undirbúning og eftirvinnslu? Þá er nám í kvikmyndatækni fyrir þig.

Haust 2022 veður nám í kvikmyndatækni ekki lengur í tengslum við Tækniskólann en unnið er að því að flytja námið í aðra menntastofnun. Nánari upplýsingar hjá stúdíó Sýrland.

Kennsluform: Dagskóli
Lengd náms: 4 annir

Innsýn í námið

Metnaðarfullt nám með áherslu á tæknistörf við kvikmyndagerð.

Gott samstarfi er við atvinnulífið og kennarahópurinn skipaður fagfólki úr bransanum. Nemendur vinna eins og framleiðslufyrirtæki og allar hliðar kvikmyndagerðar koma við sögu. Framleiðslan felur í sér vinnu við bíómyndir, sjónvarpsefni, tónlistarmyndbönd, auglýsingar, fréttir og beinar útsendingar.

Kennd eru fög sem tengjast tækninni sjálfri, bæði við undirbúning, framkvæmd og eftirvinnslu kvikmyndaverks. Kvikmyndatækni er í eðli sínu hópvinna margra aðila með sérþekkingu, sem skapa saman kvikmyndaverk.

Vefur námsbrautar - nánari upplýsingar

Brautarlýsing

KMT18 Kvikmyndatækni

Kvikmyndaiðnaðurinn er í eðli sínu margþættur og að honum koma fjölmargir aðilar, hver með sérþekkingu á sínu sviði. Námi í kvikmyndatækni er ætlað að búa nemendur undir fjölbreytt störf í heimi kvikmyndagerðar. Störfin sem um ræðir eru fjölmörg en í náminu verður einblínt á að kenna þau fög sem tengjast tækninni sjálfri, bæði við undirbúning, framkvæmd og eftirvinnslu kvikmyndaverks auk annarra tengdra greina. Kvikmyndatækni er í eðli sínu hópvinna. Því er mikilvægt að þeir sem að kvikmyndagerðinni koma hafi víðtæka þekkingu, ekki bara á sínu sérsviði heldur þekki til starfa annarra aðila til að tryggja farsæla framvindu verkefnisins. Nemendur sem útskrifast úr kvikmyndatækni eiga að vera vel í stakk búnir til að takast á við flest störf við kvikmyndagerð, allt frá hugmyndavinnu til lokafrágangs.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Ein­ungis er inn­ritað í þetta nám á haustönn – opnar fyrir umsóknir á vorin. (Innritunarhnappur með heitinu „Sækja um“ er hér á síðunni þegar opið er fyrir innritun)

Þú þarft að hafa lokið grunnskólaprófi og 60 einingum í framhaldsskóla. Hafa lokið að minnsta kosti 10 einingum í lífsleikni og menningarlæsi/náttúrulæsi á 1.þrepi. Enn fremur þarftu að hafa lokið 15 einingum í íslensku, ensku og stærðfræði á 2. þrepi – einum áfanga í hverri grein. Aðrar einingar til viðbótar mega vera almennt bóknám og iðngreinar en einnig er gott að hafa lokið námi í grafískri miðlun eða hreyfimyndagerð.

Að loknu námi

Nám í Kvikmyndatækni er ætlað að búa nemendur undir fjölbreytt störf í heimi kvikmyndagerðar.

Eftir útskrift áttu að vera vel í stakk búin til að takast á við flest störf við kvikmyndagerð, allt frá hugmyndavinnu til lokafrágangs.

Verkefni nemenda

Sindri Snær Jónsson

Dilemma

Svava Lovísa

Bensínstöðvablóm

Einar Barkarson

Atli

Útskriftarnemar í kvikmyndatækni héldu bíósýningu

Tækni og metnaður

FAQ

Spurt og svarað

Hvernig sæki ég um?

Innritunarhnappur með heitinu „Sækja um“ er hér á síðunni þegar opið er fyrir innritun (í mars til maí). Aðeins eru teknir inn nýjir nemendur í þetta nám á haustönn.

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.
Þess má geta að sú stefna hefur verið tekin upp hjá Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins að allt námsefni í rafiðngreinum verði ókeypis nemendum. Þetta er langt komið og sárafáar bækur sem nemendur þurfa að kaupa til námsins.
Námsefni er að finna á rafbok.is.

Hvenær hefst kennsla?

Nám í kvikmyndatækni hefst um miðjan september ár hvert. Upphaf hverrar annar er örlítið breytilegt en vorönn byrjar um miðjan janúar, sumarönn byrjar að jafnaði rétt upp úr júníbyrjun og haustönnin um eða uppúr 10 september. Upplýsingar um nánari dagsetningar koma frá fagstjóra.

Hvar fer kennslan fram?

Öll kennsla fer fram í Stúdío Sýrlandi í Vatnagörðum 4, 104 Reykjavík.

Er mætingarskylda?

Er nemendafélag?

Í Raftækniskólanum er starfandi skólafélag sem hefur það hlutverk að tengja stjórnendur skólans við nemendur og koma með athugasemdir og óskir um hluti sem betur mega fara. Jafnframt er skólafélagið tengiliður stjórnenda við nemendur. Fulltrúi skólafélagsins situr fundi með stjórnendum reglulega sem og fagráði skólans.
Skólafélagið skipar nefndir til að sjá um félagslíf innan skólans og uppákomur.
Nemendur sjá sjálfir um að móta, þróa og byggja upp félagsstarf. Saman mynda skólafélög innan Tækniskólans Nemendasamband Tækniskólans NST.
Raftækniskólinn er með spjallsíðu (hóp) á Facebook.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!