fbpx
Menu

Innsýn í námið

Kvikmyndatækni er nám fyrir þá sem vilja skapa kvikmyndir, allt frá hugmynd að veruleika. Metnaðarfullt nám með áherslu á tæknistörf við kvikmyndagerð.

Nám í kvik­mynda­tækni er ekki lengur í tengslum við Tækni­skólann en nánari upplýsingar má finna á syrland.is og kvikmyndataekni.is

 

Vefur námsbrautar - nánari upplýsingar

Brautarlýsing

KMT18 Kvikmyndatækni

Kvikmyndaiðnaðurinn er í eðli sínu margþættur og að honum koma fjölmargir aðilar, hver með sérþekkingu á sínu sviði. Námi í kvikmyndatækni er ætlað að búa nemendur undir fjölbreytt störf í heimi kvikmyndagerðar. Störfin sem um ræðir eru fjölmörg en í náminu verður einblínt á að kenna þau fög sem tengjast tækninni sjálfri, bæði við undirbúning, framkvæmd og eftirvinnslu kvikmyndaverks auk annarra tengdra greina. Kvikmyndatækni er í eðli sínu hópvinna. Því er mikilvægt að þeir sem að kvikmyndagerðinni koma hafi víðtæka þekkingu, ekki bara á sínu sérsviði heldur þekki til starfa annarra aðila til að tryggja farsæla framvindu verkefnisins. Nemendur sem útskrifast úr kvikmyndatækni eiga að vera vel í stakk búnir til að takast á við flest störf við kvikmyndagerð, allt frá hugmyndavinnu til lokafrágangs.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Þú þarft að hafa lokið grunnskólaprófi og 60 einingum í framhaldsskóla. Hafa lokið að minnsta kosti 10 einingum í lífsleikni og menningarlæsi/náttúrulæsi á 1.þrepi. Enn fremur þarftu að hafa lokið 15 einingum í íslensku, ensku og stærðfræði á 2. þrepi – einum áfanga í hverri grein. Aðrar einingar til viðbótar mega vera almennt bóknám og iðngreinar en einnig er gott að hafa lokið námi í grafískri miðlun eða hreyfimyndagerð.

Að loknu námi

Nám í Kvikmyndatækni er ætlað að búa nemendur undir fjölbreytt störf í heimi kvikmyndagerðar.

Eftir útskrift áttu að vera vel í stakk búin til að takast á við flest störf við kvikmyndagerð, allt frá hugmyndavinnu til lokafrágangs.

Verkefni nemenda

Sindri Snær Jónsson

Dilemma

Svava Lovísa

Bensínstöðvablóm

Einar Barkarson

Atli

Útskriftarnemar í kvikmyndatækni héldu bíósýningu

Tækni og metnaður

FAQ

Spurt og svarað

Hvernig sæki ég um?

Innritun kvikmyndatækni er í höndum Stúdíó Sýrlands og hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið [email protected]

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is

Hvar fer kennslan fram?

Öll kennsla fer fram í Stúdío Sýrlandi í Vatnagörðum 4, 104 Reykjavík.

Er mætingarskylda?

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!