fbpx
Menu

Námsbraut

Náttúrufræðibraut raftækni

Ef rafmagnsverkfræði heillar þá hentar þessi leið til stúdentsprófs.
Greið leið til áframhaldandi náms í rafvirkjun eða rafeindavirkjun.

Kennsluform: Dagskóli
Lengd náms: 6 - 8 annir

Innsýn í námið

Raftæknistúdent

Á þessari braut stundar þú nám til stúdentsprófs (3-4 ár eftir námshraða) auk þess að taka grunnnám rafiðna um leið. Námsbrautin er góð undirstaða fyrir nám í rafmagnsverkfræði.

Brautin er um 220 einingar. Hægt er að ljúka stúdentsprófi með 200 einingum en sú leið uppfyllir ekki inntökuskilyrði í framhaldsnám rafiðna í Tækniskólanum.

Sérstaða stúdenta Tækniskólans er ótvíræð því þeir hafa fleiri möguleika en þeir sem ljúka stúdentsprófi án þeirra sérgreina sem Tækniskólinn býður upp á.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Grunnskólapróf. Til að hefja nám á náttúrufræðibraut raftækni þarf að hafa lokið grunnskóla með lágmarkseinkunn B í íslensku, ensku og stærðfræði.

Að loknu námi

Þú hefur lokið stúdentsprófi og grunnnámi rafiðna þegar þú klárar námið á þessari braut.

Námið veitir réttindi til háskólanáms t.d. í tæknigreinum eða raunvísindum eða áframhaldandi náms í rafiðngreinum; rafvirkjun eða rafeindavirkjun í Tækniskólanum.

Brautarlýsing

Verkefni nemenda

Sköpun heimsins – Brynjar Leó Hreiðarsson

Myndband um sköpun heimsins

Íslenskuverkefni um sköpun heimsins.
„Ég hef áhuga á ljós- og kvikmyndum og tónlist. Ég fæ innblástur frá góðum kvikmyndum, tónlist og umhverfinu mínu. Ég plana að vinna í kvikmyndum í framtíðinni sem annaðhvort leikstjóri eða DP.“

Hönnun og nýsköpun

Fjölbreytt hönnun og nýjar hugmyndir

Nemendur á Hönnunar og nýsköpunarbraut voru með sýningu á verkum vetrarins á vorsýningu.
Fjölbreytt verkefni og mikil sköpun sem sjá má á nokkrum myndum.

Umsagnir

Skoða skólalífið

Áki Már Aðalsteinsson er að ljúka námi á Nátt­úrufræðibraut raf­tækni

Ég er mjög ánægður með hversu sjálfstæður maður getur verið í sínu námi en samt sem áður eru kennarar alltaf tilbúnir að aðstoða mann. Námsleiðin mín opnar möguleika bæði á vinnumarkaði við skemmtilega rafvirkja vinnu og leið í háskóla seinna meir.

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á www.lin.is eða í síma 560 4000.

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali hér á vefnum.

Hvar fer kennslan fram?

Kennslustaðsetning áfanga er gefin til kynna með síðasta stafnum í áfangaheitnu í stundatöflu, þá stendur S fyrir Skólavörðuholt, H fyrir Háteigsveg og TH fyrir Hafnarfjörð.

Er mætingarskylda?

Já,  nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.

Er nemendafélag?

Upplýsingar um félagslíf og nemendafélag eru á síðu um félagslíf.

Hvernig sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni og upplýsingasíða um innritun hér .

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!