Ef rafmagnsverkfræði heillar þá hentar þessi leið til stúdentsprófs.
Greið leið til áframhaldandi náms í rafvirkjun eða rafeindavirkjun.
Á þessari braut stundar þú nám til stúdentsprófs (3-4 ár eftir námshraða) auk þess að taka grunnnám rafiðna um leið. Námsbrautin er góð undirstaða fyrir nám í rafmagnsverkfræði.
Brautin er um 220 einingar. Hægt er að ljúka stúdentsprófi með 200 einingum en sú leið uppfyllir ekki inntökuskilyrði í framhaldsnám rafiðna í Tækniskólanum.
Sérstaða stúdenta Tækniskólans er ótvíræð því þeir hafa fleiri möguleika en þeir sem ljúka stúdentsprófi án þeirra sérgreina sem Tækniskólinn býður upp á.
Grunnskólapróf. Til að hefja nám á náttúrufræðibraut raftækni þarf að hafa lokið grunnskóla með lágmarkseinkunn B í íslensku, ensku og stærðfræði.
Þú hefur lokið stúdentsprófi og grunnnámi rafiðna þegar þú klárar námið á þessari braut.
Námið veitir réttindi til háskólanáms t.d. í tæknigreinum eða raunvísindum eða áframhaldandi náms í rafiðngreinum; rafvirkjun eða rafeindavirkjun í Tækniskólanum.
BrautarlýsingÍslenskuverkefni um sköpun heimsins.
„Ég hef áhuga á ljós- og kvikmyndum og tónlist. Ég fæ innblástur frá góðum kvikmyndum, tónlist og umhverfinu mínu. Ég plana að vinna í kvikmyndum í framtíðinni sem annaðhvort leikstjóri eða DP.“
Nemendur á Hönnunar og nýsköpunarbraut voru með sýningu á verkum vetrarins á vorsýningu.
Fjölbreytt verkefni og mikil sköpun sem sjá má á nokkrum myndum.
Ég er mjög ánægður með hversu sjálfstæður maður getur verið í sínu námi en samt sem áður eru kennarar alltaf tilbúnir að aðstoða mann. Námsleiðin mín opnar möguleika bæði á vinnumarkaði við skemmtilega rafvirkja vinnu og leið í háskóla seinna meir.
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.
Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á www.lin.is eða í síma 560 4000.
Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.
Sjá upplýsingar í skóladagatali hér á vefnum.
Kennslustaðsetning áfanga er gefin til kynna með síðasta stafnum í áfangaheitnu í stundatöflu, þá stendur S fyrir Skólavörðuholt, H fyrir Háteigsveg og TH fyrir Hafnarfjörð.
Já, nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.
Upplýsingar um félagslíf og nemendafélag eru á síðu um félagslíf.
Sækja um hnappur er hér á síðunni og upplýsingasíða um innritun hér .