Aðaláhersla allra náttúrufræðibrauta er stærðfræði og raungreinar. Aukið val og nokkrar leiðir/línur sem hægt er að velja úr:
Námið er að mestu bóklegt en einnig getur verið um að ræða verklega áfanga. Námið skipulagt þannig að hægt sé að ljúka stúdentsprófi á sex til sjö önnum.
Markmið náttúrufræðibrautar er að búa nemendur undir nám í tæknigreinum og raunvísindum á háskólastigi. Stúdentspróf af náttúrufræðibraut er að lágmarki 200 einingar þar sem tiltekinn lágmarksfjöldi eininga þarf að vera á 3. hæfniþrepi. Heildarfjöldi eininga til stúdentsprófs ræðst einnig af frjálsu vali og því hvort nemandi hefur nám í kjarnagreinum á 1. eða 2. hæfniþrepi. Námið er að mestu bóklegt en einnig getur verið um að ræða verklega áfanga.
Sérgreinalínur: Nemendur geta valið í frjálsu vali úr öllum sérgreinalínum nema úr flugtæknilínunni. Nemendur sem velja flugtæknilínuna taka alla sérgreinaáfanga línunnar á útskriftarönn.
Til að hefja nám á náttúrufræðibraut þarftu að hafa lokið grunnskólanámi með B í að minnsta kosti tveimur kjarnagreinum.
Kjarni og bundið val er 156 einingar og frjálst val er 44 einingar. Nemendum gefst möguleiki á að velja sérgreinalínur í stað frjáls vals og tekur einingafjöldi mið af því vali.
Ef valin er opin leið má velja úr öllum sérgreinalínum utan flugtæknilínu en þó að hámarki 30 einingar á 1. þrepi, 25 einingar á 2. þrepi og 15 einingar á 3. þrepi.
Brautinni lýkur með stúdentsprófi af náttúrufræðibraut. Þú klárar í kjarna og bundnu vali 156 einingar og frjálst val er 44–45 einingar til að ljúka við brautina, samtals 200–201 eining.
Markmið náttúrufræðibrautar er að búa nemendur undir nám í tæknigreinum og raunvísindum á háskólastigi. Að námi loknu eiga nemendur að hafa góða undirstöðuþekkingu í raunvísindum og stærðfræði og vera færir um að nýta hana við margvísleg verkefni í daglegu lífi, starfi og við frekara nám.
Náttúrufræðibraut |
Kjarni |
Val |
Sérgrein |
Ein. alls |
Flugtæknilína | 156 ein. | 30-31 ein. | 15 ein. | 200-201 ein. |
Hönnunarlína | 156 ein. | 10-11 ein. | 34 ein. | 200-201 ein. |
Raftæknilína | 156 ein. | 10-11 ein. | 34 ein. | 200-201 ein. |
Tölvutæknilína | 156 ein. | 9-10 ein. | 35 ein. | 200-201 ein. |
Véltæknilína | 156 ein. | 9-10 ein. | 35 ein. | 200-201 ein. |
Opin leið | 156 ein. | 44-45 ein. | 200-201 ein. | |
Sjá námsskipulag brautar (pdf) |
Þetta er sú leið sem nemendur fara ef þeir klára ekki ákveðna línu með því að nýta allar 46 einingarnar í frjálsu vali. Athugið að nemendur geta líka valið greinar úr öðrum línum utan flugtæknilínu.
Hefurðu áhuga á að starfa í fluginu? Inni á brautinni er bóklegt nám til einkaflugmannsréttinda sem kennt er í Keili. Aðaláhersla er á stærðfræði og raungreinar. Námið er góð undirstaða fyrir nám á háskólastigi í raunvísindum og tæknigreinum sem og atvinnuflugmannsnám. Flugnámið sjálft er allt kennt á útskriftarönninni og geta eingöngu nemendur á flugtæknilínu valið það nám. Greiða þarf sérstaklega fyrir verklega námið þ.e.a.s. flugtíma.
Hefur þú áhuga á að kynnast hönnun eða nýsköpun? Nemendur kynnast aðferðum skapandi vinnu í gegnum teikningu, liti, form, efni og líkön. Þeir kynnast einnig fagverkstæðum skólans í verkstæðisáföngum og geta valið um frekari áherslu á hönnun annars vegar og nýsköpun hins vegar. Námið einkennist af fjölbreyttri nálgun í vinnu með skapandi verkefni.
Nemendur sem velja eina af þessum línum geta náð í grunnþekkingu í þessum tæknigreinum. Eftir stúdentspróf hafa nemendur greiðari leið í tæknitengt háskólanám en af hefðbundnum náttúrufræðibrautum. Nemendur geta einnig sótt um nám í tengdri iðngrein í Tækniskólanum og klárað sveinsprófið.
Innritunarhnappur merktur „Sækja um“ er hér á síðunni og leiðir þig inn á innritunarvef.
Já, ef þú klárar brautina – og þú hefur einnig möguleika á að velja þér tæknigreinar, hönnunar- og nýsköpunargreinar sem áherslu í valgreinum.
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.
Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is
Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.
Sjá upplýsingar í skóladagatali hér á vefnum.
Kennslustaðsetning áfanga er gefin til kynna með merkingu aftan við áfangaheiti í stundatöflu, þá stendur S fyrir Skólavörðuholt, –Hát fyrir Háteigsveg og –Hfj fyrir Hafnarfjörð. Sjá einnig kort af húsnæði skólans.
Nei, ekki hefur verið gerð krafa um það hingað til. Allir nemendur skólans hafa aðgang að tölvum og tölvukerfi Tækniskólans.
Já, reglur um skólasókn og aðrar reglur má finna hér á vefnum.
Upplýsingar um félagslíf og nemendafélag eru á síðu um félagslíf.
Nei, þar sem bóklegi hluti einkaflugmannsins er innifalinn í náminu án aukakostnaðar, getur þú eingöngu valið þessa braut ef þú hefur nám á náttúrufræðibraut Tækniskólans strax eftir grunnskóla. Undantekning væri ef þú greiðir sérstaklega fyrir bóklega einkaflugmannsnámið samkvæmt gjaldskrá Flugskóla Íslands.