fbpx
Menu

Námsbraut

Náttúrufræðibraut

Viltu taka stúdentspróf af náttúrufræðibraut með áherslu á tækni?
Viltu auka sérþekkingu á ákveðnum tæknisviðum með almennu bóknámi?
Náttúrufræðibraut opnar möguleika og getur leitt þig í rétta átt.

Kennsluform: Dagskóli
Lengd náms: 6 annir - hægt að velja sérsvið á 3-5 önn.

Innsýn í námið

Stærðfræði og raungreinar plús tækni eða hönnun

Aðaláhersla allra náttúrufræðibrauta er stærðfræði og raungreinar.

Nemendur geta valið áherslu eftir áhugasviði innan tæknigreina eða hönnunar á öðru eða þriðja námsári. Námsbrautin er 166 einingar og 34 einingar frjálsar – samtals 200 einingar og lýkur með studentsprófi.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Til að hefja nám á náttúrufræðibraut þarftu að hafa lokið grunnskólanámi með B í að minnsta kosti tveimur kjarnagreinum.

 

Að loknu námi

Brautinni lýkur  með stúdentsprófi af náttúrufræðibraut.

Þú klárar 166 einingar og 34 einingar eru frjálsar í val til að ljúka við brautina,  samtals 200 einingar.

Brautarlýsing

Verkefni nemenda

Sköpun heimsins – Brynjar Leó Hreiðarsson

Myndband um sköpun heimsins

Íslenskuverkefni um sköpun heimsins.
„Ég hef áhuga á ljós- og kvikmyndum og tónlist. Ég fæ innblástur frá góðum kvikmyndum, tónlist og umhverfinu mínu. Ég plana að vinna í kvikmyndum í framtíðinni sem annaðhvort leikstjóri eða DP.“

Hönnun og nýsköpun

Fjölbreytt hönnun og nýjar hugmyndir

Nemendur á Hönnunar og nýsköpunarbraut voru með sýningu á verkum vetrarins á vorsýningu.
Fjölbreytt verkefni og mikil sköpun sem sjá má á nokkrum myndum.

FAQ

Spurt og svarað

Hvernig sæki ég um?

Innritunarhnappur  merktur „Sækja um“ er hér á síðunni og leiðir þig inn á innritunarvef.

Útskrifast ég með stúdentspróf af náttúrufræðibraut?

Já og þú hefur möguleika á að velja þér tækni  eða áherslu í valgreinum á öðru eða þriðja námsári.

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Á síðu LÍN – Lánasjóðs íslenskra námsmanna  – eru upplýsingar um lánshæft nám að uppfylltum kröfum lánasjóðsins.

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Hvar fer kennslan fram?

Kennslustaðsetning áfanga er gefin til kynna með síðasta stafnum í áfangaheitnu í stundatöflu, þá stendur S fyrir Skólavörðuholt, H fyrir Háteigsveg og TH fyrir Hafnarfjörð.

Þarf ég að vera með fartölvu?

Nei ekki hefur verið gerð krafa um það hingað til. Um aðgengi að tölvum má lesa vefnum hér. 

Er mætingarskylda?

Já reglur um skólasókn og aðrar reglur má finna hér á vefnum.

Er nemendafélag?

Upplýsingar um félagslíf og nemendafélag eru á síðu um félagslíf.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!