fbpx
Menu

Innsýn í námið

Tæknilegt og fjölbreytt nám og starf

Að loknu grunnnámi rafiðna getur þú lært símsmíði sem kennir þér lagningu strengja, uppsetningu og tengingu endabúnaðar fjarskiptatækja. Þú lærir að leggja fjarskiptastrengi innanhúss og tengja við allan almennan notendabúnað. Annast bilanaleit og viðgerðir á strengjum bæði utan- og innanhúss. Annast uppsetningu og viðhald á möstrum og fjarskiptabúnaði til sendinga í lofti.

Símsmiður á hæfniþrepi 3 býr yfir hæfni til að vinna sjálfstætt, veita ráðgjöf, gera ítarlegar tíma- og kostnaðaráætlanir sem og skila sinni vinnu í samræmi við væntingar. Námið veitir skilning á þeim búnaði, verkferlum og fræðum sem snúa að vinnunni.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Nemandi þarf að hafa lokið grunnskóla með C í kjarnagreinum nema stærðfræði þar sem krafan er B í lokaeinkunn. Fyrst þarf að klára grunnnám rafiðna áður en þú innritar þig í símsmíði.

Að loknu námi

Símsmiðir vinna við fjarskiptalagnir hverskonar. Þeir vinna við stóra fjarskiptastrengi hvort sem um er að ræða samása kapla, koparstrengi eða ljósleiðara. Þeir tengja og ganga frá endabúnaði sem tengist síðan notendabúnaði. Uppsetningar og viðhald fjarskiptamastra er í þeirra verkahring sem og bilanaleit, viðhald og viðgerðir.
Símsmiður starfar við lagningu og tengingar fjarskiptastrengja og tengir við endabúnað í símstöð og í götuskáp ásamt því að tengja upp inntakskassa og þaðan inn í hýbýli manna.

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á www.lin.is eða í síma 560 4000.

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.
Þess má geta að sú stefna hefur verið tekin upp hjá Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins að allt námsefni í rafiðngreinum verði ókeypis nemendum. Þetta er langt komið og sárafáar bækur sem nemendur þurfa að kaupa til námsins.
Námsefni er að finna á rafbok.is.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali hér á vefnum. 

Hvar fer kennslan fram?

Kennslan í Símsmíði fer fram á Skólavörðuholti.

Þarf ég að vera með verkfæri?

Er mætingarskylda?

Já,  nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.

Hvernig sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Er nemendafélag

Í Raftækniskólanum er starfandi skólafélag sem hefur það hlutverk að tengja stjórnendur skólans við nemendur og koma með athugasemdir og óskir um hluti sem betur mega fara. Jafnframt er skólafélagið tengiliður stjórnenda við nemendur. Fulltrúi skólafélagsins situr fundi með stjórnendum reglulega sem og fagráði skólans.
Skólafélagið skipar nefndir til að sjá um félagslíf innan skólans og uppákomur.
Nemendur sjá sjálfir um að móta, þróa og byggja upp félagsstarf. Saman mynda skólafélög innan Tækniskólans Nemendasamband Tækniskólans NST.
Raftækniskólinn er með spjallsíðu (hóp) á Facebook.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!