fbpx
Menu

Námsbraut

Vélstjórn – vélavörður VV og VVY (viðbótarnám)

Þetta er viðbótarnám við vélavarðarnámskeið. Veitir réttindi á allt að 750 kW aðalvél og 24 m skip.

Innsýn í námið

Vélavörður - viðbótarnám

Í þessu námi, sem er viðbótarnám, öðlastu réttindi á vélar allt að 750 kW aðalvél og 24 m skip.

Þrír áfangar í skóla, teknir á tveimur önnum. Áfangar kenndir í dagnámi í Reykjavík og í Hafnarfirði, einnig sem nám með vinnu (dreifnámi).

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Gerð er krafa um að nemandi hafi réttindi sem smáskipavélavörður SSV.

Að loknu námi

Réttindi sem

Vélavörður VV: Vélavörður á skipi með 750 kW vél og minni og 24 metrar og styttri að skráningarlengd.

Yfirvélstjóri VVY: Yfirvélstjóri á skipi með 750 kW vél og minni og 24 metrar og styttri að skráningarlengd að loknum 4ra mánaða siglingatíma sem vélavörður.

FAQ

Spurt og svarað

Þarf að eiga sérstakan búnað fyrir námið?

Nemendur sem hefja nám í Véltækniskólanum verða að koma með eigin öryggisskó, hlífðargleraugu og heyrnahlífar sem skylt er nota í verklegu námi skólans og við aðra vinnu þar sem kennarar krefjast þess að nemendur noti hlífðarbúnað.

Hvernig kemst ég á starfssamning?

IÐAN fræðslusetur hefur sett á laggirnar vefsíðu – www.verknam.is – þar sem nemendur og fyrirtæki geta miðlað upplýsingum sín á milli þ.e.a.s. iðnmeistarar í leit að nema setja þar upp auglýsingar og nemar í leit að námssamning geta gert slíkt hið sama.

Sáttmál um eflingu vinnustaðanáms  – á vefsíðunni má sjá lista yfir fyrirtæki sem staðfest hafa sáttmálan.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali hér á vefnum. 

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á www.lin.is eða í síma 560 4000.

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Er mætingarskylda?

Já,  nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.

Er nemendafélag?

Upplýsingar um félagslíf og nemendafélag eru á síðu um félagslíf.

Hvernig sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!