Þetta er viðbótarnám við vélavarðarnámskeið. Veitir réttindi á allt að 750 kW aðalvél og 24 m skip.
Í þessu námi, sem er viðbótarnám, öðlast þú réttindi á vélar allt að 750 kW aðalvél og 24 m skip.
Frá 1. september 2020 gilda aðrar námskröfur varðandi þetta viðbótanám sem verið er að vinna í og útfæra. Þegar sú námskrá liggur fyrir verður hægt að bjóða þetta nám.
Gerð er krafa um að nemandi hafi réttindi sem smáskipavélavörður SSV.
Réttindi sem
Vélavörður VV: Vélavörður á skipi með 750 kW vél og minni og 24 metrar og styttri að skráningarlengd.
Yfirvélstjóri VVY: Yfirvélstjóri á skipi með 750 kW vél og minni og 24 metrar og styttri að skráningarlengd að loknum 4ra mánaða siglingatíma sem vélavörður.
Nemendur sem hefja nám í Véltækniskólanum verða að koma með eigin öryggisskó, hlífðargleraugu og heyrnahlífar sem skylt er nota í verklegu námi skólans og við aðra vinnu þar sem kennarar krefjast þess að nemendur noti hlífðarbúnað.
IÐAN fræðslusetur sér um námssamninga fyrir málm- og véltæknigreinar. Sjá einnig næsta skref um störf í greininni.
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.
Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms.
Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.
Já, nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.
Upplýsingar um félagslíf og nemendafélag eru á síðu um félagslíf.
Sækja um hnappur er hér á síðunni.