Menu

Námskeið

Akrýlmálun

Farið verður í hinar ýmsu aðferðir sem akrýllitir hafa upp á að bjóða og málað verður þykkt og þunnt, með áferð og þunnum flæðandi lit.

Leiðbeinandi: Anna Gunnlaugsdóttir
Námskeiðsgjald: 45.000 kr.
Hámarksfjöldi: 12
Forkröfur: Engar
Dagsetning: 05. september 2018 - 26. september 2018

Námskeiðslýsing

Sjá viðtal við Önnu í skólablaði Fréttablaðsins

Verkefnaval verður nokkuð frjálst með aðstoð leiðbeinanda, hlutbundið sem apstrakt. Heimaverkefni verða lögð fyrir svo þátttakendur fái sem mest út úr námskeiðinu. Í fyrsta tíma verður farið í litafræði og þá koma þátttakendur með þá liti og áhöld sem þeir eiga og sem kennari leggur mat á, í framhaldi er ákveðið hvað þarf að kaupa.

1. tími: Litafræðifyrirlestur. Litahringur málaður og kennt að búa til gesso og áferðarefni:
Heimaverkefni: Æfa litablöndun og búa til íblöndunarefni.

2. tími: Gessó/áferð borin á nokkra striga/akrýlpappír og látið þorna. Sýndar mismunandi aðferðir og myndir eftir listamenn. Fyrirlestur um myndbyggingu. Rætt um verkefnaval og gerðar nokkrar skissur með myndbyggingu í huga. Málað á strigann þegar hann er að fullu orðinn þurr.
Koma með: Akrýllíliti pensla og tilheyrandi auk heimagerðu efnanna og striga/akrýlpappír.

3. tími: Unnið með þykkum akríllit með áferð og síðan æft að mála þunnt og flæðandi.
Koma með: Akrýllíliti pensla og tilheyrandi auk heimagerðu efnanna og striga/akrýlpappír.

4. tími. Málað þunnt eða þykkt eftir eigin vali.
Koma með: Akrýlliliti, pensla og tilheyrandi auk heimagerðu efnanna og striga/akrýlpappír.

Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.

 

Nánari upplýsingar

 5. september miðvikudagur 18:00 – 22:00
 12. september miðvikudagur 18:00 – 22:00
 19. september miðvikudagur 18:00 – 22:00
 26. september miðvikudagur 18:00 – 22:00

Alls 16 klukkutímar

Anna Gunnlaugsdóttir.
Anna er listmálari og kennari og lærði myndlist hér heima og í París.

 

 

 

Námskeiðsgjald: 45.000kr.
Innifalið: Efni í fyrsta tíma, 6 stk. akrýlpappír í A-3 stærð, bindiefni fyrir akrýlliti og gifs í áferðaefni.

Innkaupalisti afhentur í fyrsta tíma.

Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

 

Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara (virkir dagar).

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu

Námskeið

Önnur námskeið

Námskeið / 4. - 23. apríl 2018

Teikning – Byrjendur

Áhersla lögð á grunnþætti teikningar, form, hlutföll og skyggingu. Gott námskeið fyrir þá sem vilja undirbúa sig fyrir málun í vatnslitamálun eða í olíumálun.

Leiðbeinandi: Kolbrún Sigurðardóttir

Námskeið / 11. apríl - 2. maí 2018

Olíumálun/litafræði fyrir byrjendur

Á námskeiðinu eru kynntar tvær ólíkar aðferðir í málun. Málað á raunsæjan máta eftir einfaldri uppstillingu og síðan er myndefnið þróað í annarri útfærslu og á frjálslegri hátt með sköfu.

Leiðbeinandi: Anna Gunnlaugsdóttir

FAQ

Spurt og svarað

Fæ ég námskeiðsgjald endurgreitt ef ég kemst ekki á námskeiðið?

Já ef þú lætur okkur vita með þriggja daga fyrirvara (virkir dagar) í tölvupósti á endurmennntun@tskoli.is.

Annars býðst þér að fara endurgjaldslaust á næsta námskeið ef það er laust pláss.

Hvað er innifalið í námskeiðsgjaldi?

Efni í fyrsta tíma, 6 stk. akrýlpappír í A-3 stærð, bindiefni fyrir akrýlliti og gifs í áferðaefni.

Fæ ég skírteini í lok námskeiðs?

Já skírteini verða send í pósti að loknu námskeiði.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!