fbpx
Menu

Akrýlmálun framhald

Viðfangsefnið landslag, verður kannað frá ýmsum sjónarhornum, leitað að hinu smáa í því stóra og skoðað út frá abstrakt sýn sem og raunsærri.

Námskeiðsgjald

55.000 kr.

Dagsetning

09. mars 2023 - 27. mars 2023

Fyrirspurnir

[email protected]

Námskeiðslýsing

Á námskeiðinu eru áhrif fjarlægðar á liti í landslagi skoðuð og hvernig móta má dýpt með litameðferð, myndbyggingu og áferð. Eins er fjallað um nokkra innlenda og erlenda myndlistarmenn sem hafa gert landslag að inntaki í myndsköpun sinni. Málað er á striga og/eða pappír að eigin vali. Heimaverkefni verða lögð fyrir svo þátttakendur fái sem mest út úr námskeiðinu. Markmiðið er að þjálfa eftirtekt og persónulega sýn á umhverfi sitt sem viðfangsefni í markvissri myndsköpun. Gerðar verða skissur, m.a. með olíupastel litum, málað eftir ljósmyndum og eins unnið beint á strigann, hratt og með flæði.

Innifalið: Lituð skissublöð, tvær tegundir af ámálunarpappír og afnot af pastellitum. 

Efni: Sendur verður listi yfir efni og áhöld fyrir fyrsta tíma.

 

Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.

  • Leiðbeinandi

    Anna Gunnlaugsdóttir

  • Hámarksfjöldi:

    12

  • Forkröfur:

    Að þátttakendur hafi lokið „Olíu- eða Akrýkmálun fyrir byrjendur“ eða hafi á annan hátt farið í litafræði og málað með olíu- eða akrýllitum.

Nánari upplýsingar

Tími:

9. mars fimmtudagur 18:00 – 21:00
14. mars þriðjudagur 18:00 – 21:00
16. mars fimmtudagur 18:00 – 21:00
20. mars mánudagur 18:00 – 21:00
23. mars fimmtudagur 18:00 – 21:00
27. mars mánudagur 18:00 – 21:00

Alls 18 klukkutímar

 

Anna Gunnlaugsdóttir. Anna er listmálari og kennari og lærði myndlist hér heima og í París.

Námskeiðsgjald: 55.000 kr.

Innifalið: Lituð skissublöð, tvær tegundir af ámálunarpappír og afnot af pastellitum. 

Innkaupalisti yfir efni og áhöld verður sendur fyrir fyrsta tíma.

Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Gjaldfært er af greiðslukortum viku áður en námskeið hefst.

Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólahringa fyrirvara (virkir dagar) á [email protected]

Skráningargjald fæst ekki endurgreitt.

Gjaldskrá Endurmenntunarskólans

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

FAQ

Spurt og svarað

Fæ ég skírteini í lok námskeiðs?

Já skírteini verða send í pósti að loknu námskeiði.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.