fbpx
Menu

Námskeið

Arduino fyrir byrjendur

Þátttakendur kynnast Arduino örtölvunni og því forritunarumhverfi sem henni fylgir.

Leiðbeinandi: Ellert Smári Kristbergsson
Námskeiðsgjald: 49.000 kr.

Námskeiðslýsing

Farið verður yfir hvernig tengja eigi mismunandi skynjara við örtölvuna og láta hana svara inntaki (e. input) á borð við takka, hitamæli eða hallamæli.
Dæmi um viðbrögð (e. output) sem hægt er að forrita eru mismunandi lit ljós (t.d. að það komi rautt ljós þegar hiti mælist), stafir á LCD skjá (svipuðum og þeim sem er á reiknivélum), hljóð eða að snúa einhverju með mótor.

Innifalið í námskeiðsgjaldinu er Arduino sett fyrir byrjendur.

Í byrjun námskeiðsins verður farið yfir grunnatriðin en þegar líða fer á námskeiðið verða þátttakendur hvattir til þess að nýta sér það sem þeir hafa lært á skapandi hátt og búa til eitthvað sem þá langar sjálfa að gera.

 

Nánari upplýsingar

þiðjudagur 18:00 – 20:00
þiðjudagur 18:00 – 20:00
þiðjudagur 18:00 – 20:00
þiðjudagur 18:00 – 20:00

Alls 8 klukkutímar

Ellert Smári Kristbergsson er kennari í Vefskóla Tækniskólans.

Námskeiðsgjald: 49.000 kr.

Innifalið í verðinu er Arduino sett fyrir byrjendur.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

 

Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara (virkir dagar) í síma 514 9602 eða á [email protected]

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu

FAQ

Spurt og svarað

Fæ ég námskeiðsgjöld endurgreidd ef ég kemst ekki á námskeiðið?

Já ef þú lætur okkur vita með þriggja daga fyrirvara (virkir dagar) í tölvupósti á [email protected]

Annars býðst þér að fara endurgjaldslaust á næsta námskeið ef það er laust pláss.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.