Menu

Námskeið

B1.1/B2 Réttindanám fyrir flugvirkja

Veitir handhöfum EASA Part-66 B1.1 flugvirkjaskírteina viðbótar leyfisveitingu fyrir B2 réttindi (Avionics).
Kennt verður frá 18.9-28.9 2018 og 22.10-14.11 2018

Leiðbeinandi: Pétur Kristinn Pétursson
Námskeiðsgjald: 610.000 kr.
Staðsetning: Árleyni 4 - Grafarvogur
Dagsetning: 18. september 2018 - 14. nóvember 2018

Almennar upplýsingar

Námskeiðinu er ætlað handhöfum EASA Part-66 B1.1 flugvirkjaskírteinis, til að öðlast viðbótarréttindin sem B2 nám (Avionics) veitir.

Á síðustu árum hefur enn stærri hluti búnaðar loftfara færst yfir í rafrænan búnað, sem kallar á þessa sérhæfðu menntun.

B2 réttindi veita handhafa þess að vinna við ýmsan rafrænan búnað loftfara s.s. fjarskiptabúnað, leiðsögu- og radarbúnað, rafmælitæki, framleiðslu- og dreifikerfi raforku loftfara og sjálfvirkum búnaði flugmanna í flugstjórnarklefa.

Dagskrá námskeiðs

Dagskrá námskeiðs

Skipulag námsins er sem hér segir:

18.9.2018 – 28.9.2018

  • Module 4 Electronic principles
  • Module 5 Digital techniques
  • Module 7.4 Avionic test equipment

22.10.2018 – 14.11.2018

  • Module 13 Aircraft aerodynamics, structures and systems

Verð námskeiðs

610.000 kr.

Staðfestingargjald

100.000 kr óendurkrefjanlegt við skráningu, nema að námskeið verði fellt niður.  Staðfestingargjald er dregið frá námskeiðsgjaldi.

Frekari upplýsingar veitir fagstjóri flugvirkjanáms, Pétur Kristinn Pétursson –  e-mail: petur@flugskoli.is

Námskeið

Önnur námskeið

Námskeið 22. - 24. maí 2018

MCC Áhafnasamstarf

Námskeiðið er ætlað fyrir nýútskrifaða atvinnuflugmenn, til að kynnast nýjum venjum og reglum sem þarf til að starfa af öryggi í flugvél sem þarfnast tveggja flugmanna (fjölstjórnarflugvél). Starfsreglur um borð í slíkum vélum eru ólíkar því sem menn hafa vanist í flugvélum sem einungis krefjast eins flugmanns.

Námskeið / 28.- 29. maí 2018

FI/IRI Upprifjunarnámskeið

Upprifjunarnámskeið FI/IRI, verður haldið 28.-29.maí næstkomandi, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið er í 2 daga og kennt er frá kl. 17:00 - 22:00 báða daga. Námskeiðsgjald er 20.000 kr.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!