fbpx
Menu

Námskeið

Bólstrun 30. okt.

Áhugavert námskeið í bólstrun þar sem þátttakendur koma með sína eigin stóla til að vinna með. Stólarnir geta verið borðstofustólar, eldhússtólar eða minni stólar eða jafnvel mótorhjólasæti.

Leiðbeinandi: Kristján Ágústsson
Námskeiðsgjald: 46.500 kr.
Hámarksfjöldi: 8
Forkröfur: Engar
Dagsetning: 30. október 2019 - 13. nóvember 2019

Námskeiðslýsing

Á námskeiðinu er farið í eftirfarandi:

  • Nýtingu efnis úr efnisstranga og val á efni
  • Undirvinnu og frágang fyrir og eftir klæðningu
  • Að sníða áklæði og skera svamp
  • Að strekkja og hefta áklæði
  • Að klæða hnappa (tölur)
  • Að handsauma snúrur
  • Að handsauma áklæði
  • O.fl.

ATH: Æskilegt er að þátttakendur komi með meðalstóran viðráðanlegan stól á námskeiðið þar sem um byrjendanámskeið er að ræða.
Þátttakendur geta geymt stólana í skólanum á milli tíma.

Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.

Nánari upplýsingar

 

30. októvber miðvikudagur 18:00 – 21:00
4. nóvember mánudagur 18:00 – 21:00
6. nóvember miðvikudagur 18:00 – 21:00
11. nóvember mánudagur 18:00 – 21:00
13. nóvember miðvikudagur 18:00 – 21:00

Alls 15 klukkutímar

Kristján Ágústsson.
Kristján er með meistarapróf í húsgagnabólstrun.

 

 

 

 

Námskeiðsgjald: 46.500kr.
Innifalið: Kontaktlím í spreyjum fyrir svamp og áklæði og hefti í heftibyssur. Öll tæki eru á staðnum fyrir þátttakendur.

Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

 

Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara (virkir dagar).

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu

FAQ

Spurt og svarað

Fæ ég námskeiðsgjald endurgreitt ef ég kemst ekki á námskeiðið?

Já ef þú lætur okkur vita með þriggja daga fyrirvara áður en námskeið hefst (virkir dagar) í tölvupósti á [email protected]. Annars býðst þér að fara endurgjaldslaust á næsta námskeið ef það er laust pláss.

Hvað er innifalið í námskeiðsgjaldi?

Kontaktlím í spreyjum fyrir svamp og áklæði og hefti í heftibyssur.
Öll tæki eru á staðnum fyrir þátttakendur.

Þátttakendur þurfa að kaupa bólur, áklæði, fóður og svamp.

 

Hvernig stól á ég að koma með?

Æskilegt er að þátttakendur komi með meðalstóran viðráðanlegan stól á námskeiðið þar sem um byrjendanámskeið er að ræða.
Þátttakendur geta geymt stólana í skólanum á milli tíma.

Er þetta námskeið eingöngu fyrir byrjendur?

Nei námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem hafa verið áður.

Fæ ég skírteini í lok námskeiðs?

Já skírteini verða send í pósti að loknu námskeiði.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.