Fyrir þá sem vilja dusta rykið af skólaenskunni og verða öruggari og sjálfstæðari í að afla sér upplýsinga á netinu og að vera betur í stakk búnir til þess að læra meira í gegnum netið með hjálp tölvunnar. Tölvur verða á staðnum.
Á námskeiðinu eru rifjuð upp undirstöðuatriði í ensku, í talmáli og málfræði en síðan eru tekin frekari skref og þannig byggt ofan á eldri þekkingu með tilheyrandi æfingum. Til þess að nýta hina fjölbreytilegu möguleika tölvunnar og netsins verða kynntar fyrir þátttakendum vefsíður sem geta komið þeim að gagni síðar við frekara enskunám heima við. Þátttakendur æfa sig í að spjalla saman, leita að áhugaverðu efni á netinu t.d. við að leysa gagnvirkar æfingar og taka lagið til þess að æfa enn frekar framburðinn, t.d. einhver Bítlalög sem allir kannast við. Markmiðið með kennslunni er að gera þátttakendum kleift að dusta rykið af skólaenskunni og verða öruggari og sjálfstæðari í að afla sér upplýsinga á netinu og að vera betur í stakk búin til þess að læra meira í gegnum netið.
Tölvur eru á staðnum.
27. febrúar | miðvikudagur | 18:00 – 20:00 |
6. mars | miðvikudagur | 18:00 – 20:00 |
13. mars | miðvikudagur | 18:00 – 20:00 |
20. mars | miðvikudagur | 18:00 – 20:00 |
27. mars | miðvikudagur | 18:00 – 20:00 |
Alls 10 klukkutímar
Ingibjörg Ingadóttir
Inga hefur kennt ensku við framhaldsskóla í 15 ár. Einnig hefur hún kennt ensku við símenntunarstöðvar bæði í Aþenu og hér heima undanfarna sjö vetur. Fór í meistaranám
árið 2013 við HÍ og gerði rannsókn með tveimur hópum fullorðinna sem lærðu ensku með hjálp tölvunnar og netsins, ritgerðin heitir ,,Við getum þá alltaf sungið Bítlalögin.” Hún tók kennslufræði við Kennaraháskólann árið 2002.
Námskeiðsgjald: 32.000 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.
Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara (virkir dagar).
Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu
Já ef þú lætur okkur vita með þriggja daga fyrirvara áður en námskeið hefst (virkir dagar) í tölvupósti á endurmenntun@tskoli.is. Annars býðst þér að fara endurgjaldslaust á næsta námskeið ef það er laust pláss.
Tölvur eru á staðnum.
Nei námskeiðið hentar bæði byrjendum.
Já skírteini verða send í pósti að loknu námskeiði.