Menu

Námskeið

FI/IRI Upprifjunarnámskeið

Upprifjunarnámskeið FI/IRI, verður haldið 10-11.september næstkomandi, ef næg þátttaka fæst.
Námskeiðið er í 2 daga og kennt er frá kl. 17:00 - 22:00 báða daga.
Námskeiðsgjald er 20.000 kr.

Námskeiðsgjald: 20.000 kr.
Forkröfur: Að vera eða hafa verið handhafi FI / IRI flugkennaravottunar. ATH.  Reglugerðarákvæði er að sitja báða daga námskeiðs.
Dagsetning: 10. september 2018 - 11. september 2018

Almennar upplýsingar

Námskeiðið er ætlað handahafa flugkennaravottunar við að endurnýja starfsréttindi sín.  Að loknu námskeiði fær flugkennari staðfestingarskjal er staðfestir setu námskeiðs og nota ber við endurnýjun flugkennaravottunar.

Námskeiðið er í 2 daga og kennt er frá kl. 17:00 – 22:00 báða daga. 

ATH: Starfsmenntasjóður FÍA styrkir félagsmenn FÍA á námskeið, miðað við úthlutunarreglum sjóðsins.
Afrit af útskrift námskeiðs og kvittun vegna námskeiðsgjalda, er forsenda endurgreiðslu starfsmenntasjóðs FÍA.

Námskeiðsgjald er 20.000 kr.

Dagskrá námskeiðs

Farið verður yfir eftirfarandi efni á námskeiðinu.

 1. Nýjar eða núgildandi reglur eða reglugerðir, með áherslu á Part FCL og starfrækslu loftfara.
 2. Kennslufræði
 3. Kennslutækni
 4. Hlutverk kennara
 5. Breytingar á landsreglugerðum i flugi
 6. Mannleg geta
 7. Flugöryggi, forvarnir vegna flugatvika og flugóhappa
 8. Flugmennska
 9. Lagaleg úrræði í flugkennslu og framkvæmd þeirra
 10. Færni í flugleiðsögu, með áherslu á nýjan eða núverandi leiðsögubúnaði
 11. Að kenna blindflug
 12. Veðurfarsleg atriði ásamt öflun þeirra
 13. Hvert það atriði sem skólinn eða samgönguyfirvöld vilja koma á framfæri

Námskeið

Önnur námskeið

Námskeið 20. - 22. ágúst 2018

MCC Áhafnasamstarf

Námskeiðið er ætlað fyrir nýútskrifaða atvinnuflugmenn, til að kynnast nýjum venjum og reglum sem þarf til að starfa af öryggi í flugvél sem þarfnast tveggja flugmanna (fjölstjórnarflugvél). Starfsreglur um borð í slíkum vélum eru ólíkar því sem menn hafa vanist í flugvélum sem einungis krefjast eins flugmanns.

Námskeið

JOC – þjálfun í þotuflugi

JOC - Jet Orientation Course / Þjálfun í þotuflugi Flugskóli Íslands býður upp á nýjung í þjálfun atvinnuflugmanna á Íslandi, þjálfun sem hönnuð er af margreyndum þjálfunarflugmönnum flugfélaga.  Námskeiðið er ætlað atvinnuflugmönnum sem hafa lokið MCC - áhafnasamstarfi, og þeim sem vilja afla sér frekari þjálfunar til undirbúnings í þotuflugi.

Leiðbeinandi: Jóhannes Bjarni Guðmundsson, Fagstjóri MCC/JOC

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

 • This field is for validation purposes and should be left unchanged.