Menu

Námskeið

Flugkennaranámskeið 10.sept 2018

Flugkennaranámið er heildstætt nám, sem skiptist í tvo hluta, bóklegan og verklegan. Námið skal vera skipulagt og framkvæmt af sama þjálfunaraðila (ATO skóla) og skal klárast innan 6 mánaða frá upphafi námskeiðs.

Leiðbeinandi: Tommy Raavnas
Námskeiðsgjald: 1.140.000 kr.
Forkröfur: Inntökuflugprófi skal vera lokið fyrir upphaf námskeiðs
Dagsetning: 10. september 2018 - 16. nóvember 2018

Námskeiðslýsing

Flugkennaranámskeið er u.þ.b. 8 vikna kvöldnámskeið haldið frá 17:30 – 22:00 alla virka daga ( 10.sept – 16.nóv 2018 ).

Kennt er á enskri tungu, ef erlendir nemendur sækja námskeiðið.

Flugskóli Íslands áskilur sér rétt til að fella niður námskeiðið, ef ekki næst nægjanlegur fjöldi á námskeiðið.

Sérhver umsókn er metin af innsendum gögnum og fær umsækjandi staðfestingu einni viku fyrir upphaf námskeiðs.

Nánari upplýsingar

Áður en hægt er að skrá sig á námskeið, skal umsækjandi hafa samband við yfirkennara eða staðgengil hans til að öðlast staðfestingu á að geta staðist inntökukröfur skólans.

M.a. er reglugerðarákvæði um 1 klst. inntökuflugpróf á vegum skólans, en því skal lokið áður en bóklegur hluti hefst.  Inntökuflugpróf er ekki innifalið í verði námskeiðs.

Yfirflugkennari er Tommy Raavnas.

Hafa staðist verklegt fluginntökupróf hjá Flugskóla Íslands, með tilskipuðum flugkennara. Ath. umsækjandi þarf að hafa lokið 5 klst flugi sem flugstjóri á einshreyfils loftfari síðastliðna 6 mánuði, áður en fluginntökupróf er þreytt.

Hafa lokið bóklegu ATPL(A) námskeið eða CPL(A) og IR(A) námskeiði, sem haldið til samræmis við EASA reglugerð.

Heildarfartími 200 klst, þar af

  • 100 fartímar sem flugstjóri (PIC), ef umsækjandi er handhafi CPL(A) eða ATPL(A) eða;
  • 150 fartímar sem flugstjóri (PIC), ef umsækjandi er handhafi PPL(A).

30 fartímar á einshreyfils flugvélum með bulluhreyfli (SEP) , þar af 5 fartíma á síðustu sex mánuðum fyrir inntökuflugprófið.

10 fartímar fengnir í blindflugskennslu, þar af mega vera 5 klst í flugaðferðarþjálfa (FNPT) eða flughermi.

20 fartímar í landflugi sem flugstjóri (PIC), þar af eitt 300 sjómílna flug með tveimur stöðvunarlendingum á mismunandi flugvöllum.

Gögn fyrir skráningu skal fylgja rafrænni umsókn á námskeið.

Öll viðhengi með rafrænni umsókn verða vera í PDF formiAð öðrum kosti verður umsókn ekki tekin gild.

Það sem skal fylgja umsókn er;

  • Afrit af skírteini, báðar síður
  • Afrit af læknisvottorði
  • 2 síðustu síður loggbókar

Skráning hér

Einnig er tekið við gögnum fyrir skráningu á skrifstofu Flugskóla Íslands að Flatarhrauni 12, Hafnarfirði, milli kl 10-15 alla virka daga, nema föstudaga milli 10-14.

Flugkennaranámskeið er u.þ.b. 8 vikna kvöldnámskeið haldið frá 17:30 – 22:00 alla virka daga ( 10.sept – 11.nóv 2018 ).

Námskeið

Önnur námskeið

Námskeið 20. - 22. ágúst 2018

MCC Áhafnasamstarf

Námskeiðið er ætlað fyrir nýútskrifaða atvinnuflugmenn, til að kynnast nýjum venjum og reglum sem þarf til að starfa af öryggi í flugvél sem þarfnast tveggja flugmanna (fjölstjórnarflugvél). Starfsreglur um borð í slíkum vélum eru ólíkar því sem menn hafa vanist í flugvélum sem einungis krefjast eins flugmanns.

Námskeið / 10.- 11. sept 2018

FI/IRI Upprifjunarnámskeið

Upprifjunarnámskeið FI/IRI, verður haldið 10-11.september næstkomandi, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið er í 2 daga og kennt er frá kl. 17:00 - 22:00 báða daga. Námskeiðsgjald er 20.000 kr.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.