fbpx
Menu

Námskeið

Innanhússhönnun

Kennd er rýmishönnun innanhúss í þeim tilgangi að nýta rýmið sem best. Farið verður yfir efnisval, lýsingu, gólfefni, málsetningar og vinnuferli rýmis t.d. eldhúss og staðsetningu tækja þar.

Leiðbeinandi: Sigurbjörg Pétursdóttir
Námskeiðsgjald: 40.500 kr.
Hámarksfjöldi: 10
Forkröfur: Engar
Dagsetning: 24. september 2019 - 08. október 2019

Námskeiðslýsing

Námskeiðið er að mestu verklegt og er góður grunnur fyrir tölvuhönnun. Byrjað verður á grunnmynd, þar á eftir ásýndarmynd og að lokum er unnið með ísometríu (þrívídd) eða 47 fermetra íbúð hönnuð, frjálst val. Áhersla er lögð á vönduð vinnubrögð. Í þriðja tíma geta þátttakendur komið með grunnmynd af íbúð eða rými og farið verður yfir hvað þar er hægt að gera.

Ekki er nauðsynlegt að hafa faglegan grunn. Nóg er að hafa áhuga á hönnun.

Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.

 

Nánari upplýsingar

24. september þriðjudagur 18:00 – 21:00
26. september fimmtudagur 18:00 – 21:00
1. október þriðjudagur 18:00 – 21:00
3. október fimmtudagur 18:00 – 21:00
8. október þriðjudagur 18:00 – 21:00

Alls 15 klukkutímar

Sigurbjörg Pétursdóttir.
Sigurbjörg lauk námi árið 1997 í innanhússhönnun frá skólanum Palazzo Spinelli
í Flórens á Ítalíu. Hún hefur starfað bæði sjálfstætt og hjá innréttingafyrirtæki alla tíð síðan. Hún hefur hannað bæði innanlands og erlendis.

 

 

 

Námskeiðsgjald: 40.500kr.
Efni: Á námskeiðinu fá þátttakendur afnot af tússpennum, transparentpappír, kvarðastiku 1:20, millimetrapappír, brothníf, málningarlímbandi og teiknihorni 60° 27 sm.

Þátttakakendur þurfa að koma með reglustiku 50 sm, Boxy strokleður, 0,5 mm skrúfblýant. Einnig tréliti ef fólk vill.

Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

 

Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara (virkir dagar).

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu

Námskeið

Önnur námskeið

Námskeið / 25. sept. - 9. okt. 2019

SketchUp grunnur

Þrívíddarforritið SketchUp er hægt að nálgast ókeypis á netinu, http://sketchup.com Auk þess að vera frítt þá er helsti kostur forritsins sá að vera sett upp á afar einfaldan og þægilegan hátt, notendur forritsins eiga því mjög auðvelt með að ná tökum á notkun þess.

Leiðbeinandi: Finnur Ingi Hermannsson

FAQ

Spurt og svarað

Fæ ég námskeiðsgjald endurgreitt ef ég kemst ekki á námskeiðið?

Já ef þú lætur okkur vita með þriggja daga fyrirvara áður en námskeið hefst (virkir dagar) í tölvupósti á [email protected]. Annars býðst þér að fara endurgjaldslaust á næsta námskeið ef það er laust pláss.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.