Menu

Námskeið

JOC – þjálfun í þotuflugi

JOC - Jet Orientation Course / Þjálfun í þotuflugi
Flugskóli Íslands býður upp á nýjung í þjálfun atvinnuflugmanna á Íslandi, þjálfun sem hönnuð er af margreyndum þjálfunarflugmönnum flugfélaga. 
Námskeiðið er ætlað atvinnuflugmönnum sem hafa lokið MCC - áhafnasamstarfi, og þeim sem vilja afla sér frekari þjálfunar til undirbúnings í þotuflugi.

Leiðbeinandi: Jóhannes Bjarni Guðmundsson
Forkröfur: Vera handhafi að CPL(A) skírteini með blindflugsáritun og að hafa lokið MCC grunnnámskeiði.

Námskeiðslýsing

Námskeiðið er ekki krafa fyrir atvinnuflugmenn samkvæmt reglugerð, og er því hugsuð sem valkvæmt viðbótarnám til undirbúnings fyrir umsókn hjá flugfélögum sem starfrækja þotur af svipaðri stærðargráðu.

Þetta er framhald af MCC sem einnig er kennt í þotuflughermi og gerir nemendur því mun betur undirbúna til tegundaþjálfunar hjá stærri flugfélögum heldur en eftir einungis 20 tíma í MCC þjálfun. Þetta nám er viðurkennt af Airbus flugvélaframleiðandanum sem undirbúningur fyrir þjálfun á Airbus flugvélar.

Nánari upplýsingar

Markmið námskeiðsins er að undirbúa flugmenn til þekkingar á tegundarþjálfunar og áhafnasamstarfs á þotu.

Áhersla verður lögð á starfrækslu flugmanna á þotu, þekkingu á eiginleikum og afkastagetu þotna og því hraðasviði sem þær fljúga á.

Ásamt frekari þjálfun í áhafnasamstarfi, verður lögð áhersla á kynnt fyrir nemendum notkun nýjustu tækni í þessum geira s.s. tölvuleiðsögubúnaði (FMS), tölvugátlistum (EICAS) og  EFIS mælitækjum og viðbrögðum við sjálfvirkum jarðviðvörunarbúnaði (GPWS).

Námið skiptist í 10 tíma bóklegt nám og 16 tíma verklegt nám.

Auk þess er gert ráð fyrir heimanámi.

 

Verkleg kennsla er 4 skipti sem hvert um sig er 4 klst í hermi, ásamt samtals 2 klst bóklegri kennslu fyrir og eftir flughermistíma.

Kennslutími er samkvæmt samkomulagi við nemendur og kennara hverju sinni.

 

10 klst. bókleg kennsla fyrir og eftir flughermiþjálfun sem felur í sér;

 • Mismun á milli propeller/jet flugvéla og almenna þekkingu á þotuflugi
 • Stjórnun þotna í mismunandi flughæðum
 • Kynning á kerfum í nútíma þotum
 • Notkun sjálfstýringar í mismunandi flugfösum
 • Nútíma mælitæki í þotum (Electronic Flight Instrument System (EFIS))
 • Flugleiðsögubúnaður í þotum og notkun hans (Flight Management System (FMS))
 • Flugtök
 • Leiðarflug
 • Aðflug og lendingar
 • Fráhvarfsflug og skyndileg stöðvun flugtaksbruns
 • Stjórnunarhættir í flugstjórnarklefa
 • Neyðarviðbrögð
 • Starfshætti flugfélaga um borð borð í þotum og áhafnarsamstarf
 • Viðbrögð við sviftivindum og jarðvaraárekstrarbúnaði

Námskeið

Önnur námskeið

Námskeið 20. - 22. ágúst 2018

MCC Áhafnasamstarf

Námskeiðið er ætlað fyrir nýútskrifaða atvinnuflugmenn, til að kynnast nýjum venjum og reglum sem þarf til að starfa af öryggi í flugvél sem þarfnast tveggja flugmanna (fjölstjórnarflugvél). Starfsreglur um borð í slíkum vélum eru ólíkar því sem menn hafa vanist í flugvélum sem einungis krefjast eins flugmanns.

Námskeið / 10.- 11. sept 2018

FI/IRI Upprifjunarnámskeið

Upprifjunarnámskeið FI/IRI, verður haldið 10-11.september næstkomandi, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið er í 2 daga og kennt er frá kl. 17:00 - 22:00 báða daga. Námskeiðsgjald er 20.000 kr.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

 • This field is for validation purposes and should be left unchanged.