Menu

Námskeið

Kvikmyndanámskeið

Á námskeiðinu er farið yfir þá helstu hluti sem þarf að hafa í huga við tökur á tæknibrellum fyrir kvikmyndir. Þátttakendur vinna með myndefni sem þeir taka upp í ,,Green Screen", þrívíddarefni og VFX-klippur frá leiðbeinanda. Þetta er svo unnið í After Effects og Premiere Pro frá Adobe.

Námskeiðsgjald: 45.500 kr.
Hámarksfjöldi: 10

Námskeiðslýsing

Á námskeiðinu loknu eiga þátttakendur að vera komnir með góðan grunn í tökum á tæknibrellum, forritinu After Effects og Premiere Pro og hafa góða færni til að kafa dýpra í forritið.

Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.

Nánari upplýsingar

mánudagur 18:00 – 22:00
 miðvikudagur 18:00 – 22:00
 mánudagur  18:00 – 22:00
 miðvikudagur  18:00 – 22:00

Alls 16 klukkutímar

Ingibjörg Lilja Guðmundsdóttir margmiðlunarfræðingur og kennari í Margmiðlunarskóla Tækniskólans.

Námskeiðsgjald: 45.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

 

Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara (virkir dagar) í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu

Námskeið

Önnur námskeið

Námskeið / 5. - 17. apríl 2018

Vefsíðuforritun

Grunnnámskeið þar sem þú lærir þú að forrita vefsíðu frá grunni með HTML, CSS og jQuery. Þú lærir meðal annars meðhöndlun texta og mynda fyrir vef, hönnun leiðakerfa og uppsetningu vefs.

Leiðbeinandi: Karl Ágústsson, Kennari í Upplýsingatækniskólanum

Námskeið / 4. - 16. apríl 2018

Tölvuleikjagerð í þrívídd

Gerð tölvuleikja í þrívídd hefur sjaldan verið aðgengilegri og með forritinu Unity3D hafa opnast nýir heimar. Á þessu námskeiði er forritið kynnt og fyrsti leikurinn búinn til. Þetta er forrit sem er notað í tölvuleikjagerð um allan heim, komdu og taktu þátt!

Leiðbeinandi: Berglind Fanndal Káradóttir, Kennari í Margmiðlunarskólanum

FAQ

Spurt og svarað

Fæ ég námskeiðsgjöld endurgreidd ef ég kemst ekki á námskeiðið?

Já ef þú lætur okkur vita með þriggja daga fyrirvara (virkir dagar) í tölvupósti á endurmennntun@tskoli.is.

Annars býðst þér að fara endurgjaldslaust á næsta námskeið ef það er laust pláss.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!