Menu

Námskeið

MCC Áhafnasamstarf

Námskeiðið er ætlað fyrir nýútskrifaða atvinnuflugmenn, til að kynnast nýjum venjum og reglum sem þarf til að starfa af öryggi í flugvél sem þarfnast tveggja flugmanna (fjölstjórnarflugvél).
Starfsreglur um borð í slíkum vélum eru ólíkar því sem menn hafa vanist í flugvélum sem einungis krefjast eins flugmanns.

Námskeiðsgjald: 425.000 kr.
Forkröfur: Vera handhafi að CPL(A) skírteini og vera með blindflugsáritun á fjölhreyfla flugvél
Dagsetning: 06. nóvember 2018 - 08. nóvember 2018

Námskeiðslýsing

Þetta námskeið er hannað til að undirbúa flugmenn fyrir þessa breytingu á starfsumhverfi þeirra. Námskeiðið snýst um að læra undirstöðu samstarfsins: Sameiginlega ákvarðanatöku, samskipti, verkaskiptingu, notkun gátlista, gangvirkt eftirlit, og stuðning í gegnum alla þætti flugsins undir venjulegum og óvenjulegum aðstæðum sem og í neyðartilvikum.

Þetta eru þættir sem eru yfirleitt ekki hluti af tegundaáritunum fjölstjórnarflugvéla og er námskeið í áhafnasamstarfi skylda áður en menn fá að sækja slíka þjálfun.

Ekki er gerð krafa um MCC þjálfun fyrir nemendur sem stunda áfanganám (eins og við Flugskóla Íslands).

Nánari upplýsingar

Innifalið í námskeiðinu er;

 • 25 klst. bókleg kennsla í staðnámi. Námsbækur og gögn
 • 20 klst. verkleg þjálfun og kennsla í ALX áhafnasamstarfsþjálfa – Light Jet módel.

Allt námsefni er innifalið í námskeiðsgjaldi.

Bóklegt nám er 3 kvöld sem skipulagt fyrirfram í hópum, þar sem farið er yfir helstu þætti áhafnasamstarfs.

Að því loknu, munu tveir nemendur fylgjast að í verklegri þjálfun í flugaðferðarþjálfa skólans.  Verknámið mun taka 5 daga að ljúka, þar sem reikna þarf með 6 klst í senn á hvert skipti.

Þú þarft að vera handhafi atvinnuflugmannsskírteinis CPL(A) og með gilda blindflugsáritun fyrir fjölhreyfla flugvél.

Afrit af skírteini ásamt áritunum skal fylgja umsókn.

Námið skal vera lokið innan 6 mánaða frá upphafsdegi.

Hér á eftir koma skilmálar Flugskóla Íslands við skráningu á námskeið hjá skólanum.

 1. Við skráningu á námskeið, samþykkir umsækjandi greiðslu á staðfestingagjaldinámskeiðs. Staðfestingargjald er dregið af kreditkorti við skráningu á námskeiðið.  ATH:  Staðfestingargjald er óendurkrefjanlegt og fæst ekki endurgreitt, nema að Flugskóli Íslands felli niður námskeið.
 2. Við skráningu á námskeið, samþykkir umsækjandi heildarnámskeiðsgjald námskeiðs.  Námskeiðsgjald, berst umsækjanda sem krafa í heimabanka, þarf að greiða a.m.k. 1 viku fyrir námskeið, óháð því hvenær skráning átti sér stað.  Að öðrum kosti, álítur Flugskóli Íslands að umsækjandi hafi sagt sig úr námi og áskilur sér rétt til halda aftur afhendingu á bókum og gögnum sem á námskeiðinu skal afhenda.
 3. Allir umsækjendur sem skrá sig eftir að umsóknarfrestur (lokadagur skráningar) er liðinn, geta ekki átt von á því að fá afhent bækur og gögn í upphafi námskeiðs.  Flugskóli Íslands áskilur sér rétt til að seinka afhendingu gagna af þessum sökum.
 4. Flugskóli Íslands áskilur sér rétt til að seinka námskeiði einu sinni, ef ekki næst næg þáttaka á námskeiðið.  Greiðsla námskeiðsgjalda mun þá sjálfkrafa seinka um þann tíma sem seinkun námskeiðs er.
 5. Flugskóli Íslands áskilur sér rétt til að fella niður námskeið án fyrirvara, ef ekki næst næg þátttaka á námskeiðið.  Skráningargjald og greidd námskeiðsgjöld verða þá endurgreidd.
 6. Umsækjandi að námskeiði hjá Flugskóla Íslands veitir prófadeild Samgöngustofu sjálfkrafa heimild til að láta Flugskóla Íslands í té upplýsingar um einkunnir úr prófum sem þeir þreyta hjá Samgöngustofu, til samanburðar við einkunnar Flugskóla Íslands í öllum þeim fögum sem prófaheimild Flugskóla Íslands veitir þeim rétt til að taka.
 7. Flugskóli Íslands áskilur sér rétt til að umsækjandi að verknámi hjá Flugskóla Íslands framvísi afrit af einkunnum Samgöngustofu, áður en umsókn er tekin gild til verknáms.

Umsækjendur eru minntir á að hafa rafræna mynd og öll viðeigandi skjöl tilbúin við skráningu á námskeið.

Gögn fyrir skráningu skulu fylgja rafrænni umsókn á námskeið.  Öll viðhengi með rafrænni umsókn verða að vera í PDF formi.  Að öðrum kosti verður umsókn ekki tekin gild

 • AFRIT AF FLUGSKÍRTEINI
 • VOTTORÐ UM LÆKNISSKOÐUN
 • NÁMSÚTSKRIFTARSKJÖL
 • AFRIT AF SÍÐUSTU SÍÐU LOGGBÓKAR
 • ÖNNUR VIÐEIGANDI GÖGN.

Námskeið

Önnur námskeið

Námskeið / 10.- 11. sept 2018

FI/IRI Upprifjunarnámskeið

Upprifjunarnámskeið FI/IRI, verður haldið 10-11.september næstkomandi, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið er í 2 daga og kennt er frá kl. 17:00 - 22:00 báða daga. Námskeiðsgjald er 20.000 kr.

FAQ

Spurt og svarað

Er námskeiðið styrkhæft?

Námskeið okkar eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum og endurmenntunarsjóðum stéttarfélaga.

Endilega kannaðu rétt þinn hjá þínu stéttarfélagi.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

 • This field is for validation purposes and should be left unchanged.