fbpx
Menu

Námskeið

Netöryggisnámskeið CCNA Cybersecurity Operations

Námskeiðið er góður undirbúningur fyrir CCNA Cyber Ops alþjóðlega vottun. Tekin eru tvö próf 210-250 SECFND og 210-255 SECOPS sem þarf að standast til að fá CCNA Cyber Ops alþjóðlegu vottunina. Cisco CCNA® Cybersecurity Operations (CyberOps) námskeiðið er hannað af Cisco Networking Academy® fyrir einstaklinga sem hafa áhuga á, og eru að leita að starfsréttindum til að vinna á öryggisaðgerðarmiðstöðvum (SOC) við að greina netógnir.

Alþjóðlegu vottunarprófin eru ekki innifalin í námskeiðsgjaldinu. Það eru próf í námskeiðinu, ef þátttakandi nær að lágmarki 75% á lokaprófi þá getur hann fengið afsláttarskýrteini (voucher) upp á 60%.

Leiðbeinandi: Emil Gautur Emilsson
Námskeiðsgjald: 85.000 kr.
Hámarksfjöldi: 15
Dagsetning: 21. febrúar 2020 - 28. mars 2020

Námskeiðslýsing

CCNA Cybersecurity Operations námskeiðið veitir þekkingu og færni til að greina netógnanir í öryggisaðgerðarmiðstöðvum (SOC).

Forkröfur
Þátttakendur á CCNA Cybersecurity Operations námskeiðinu þurfa að hafa þekkingu á eftirfarandi:

 • Notkun á einmenningstölvu og Interneti
 • Grunnþekkingu á Windows og Linux
 • Grunnþekkingu á netkerfum
 • Tvítölum og sextándutölum
 • Grundvallarhugtök í forritun

Að loknu námskeiðinu eiga þátttakendur að geta:

 • Sett upp sýndarvélar til að framkvæma og greina netógnir.
 • Vitað hvert hlutverk Cybersecurity Operations Analyst er.
 • Útskýrt aðgerðir og eiginleika Windows stýrikerfisins sem notaðir eru við netógnagreiningu.
 • Útskýrt aðgerðir og eiginleika Linux stýrikerfisins.
 • Greint aðgerðir netsamskiptareglna og þjónusta.
 • Útskýrt aðgerðir í innviðum netkerfa.
 • Útskýrt áhrif dulkóðunar á netöryggisvöktun.
 • Útskýrt hvernig á að finna veikleika í endabúnaði og árásir á hann.
 • Metið netógnanaviðvaranir.
 • Greint gögn notuð í netárásum til að finna sýktan endabúnað og veikleika í honum.
 • Notað viðbragðsaðgerða módel til að stjórna netöryggisatvikum.
 • Flokkað hinar ýmsu gerðir netárása.
 • Notað netvöktunartól til að bera kennsl á árásir á netkerfissamskiptareglur og þjónustur.
 • Notað ýmsar aðferðir til að fyrirbyggja ógnir í tölvunetkerfum, endabúnaði og gögnum.

Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.

Nánari upplýsingar

Innilotur:

21. febrúar föstudagur 14:00 – 18:00
20. mars föstudagur 14.00 – 18:00
21. mars laugardagur 09:00 – 17:00
27. mars föstudagur 14:00 – 18:00
28. mars laugardagur 09:00 – 17:00

 

Emil Gautur Emilsson

Emil er kennari í Upplýsingatækniskóla Tækniskólans og með CCNA og CCNA CyberOps alþjóðlegar prófgráður.

Námskeiðsgjald: 85.000 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara (virkir dagar) í síma 514 9602 eða á [email protected]

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu

FAQ

Spurt og svarað

Fæ ég námskeiðsgjöld endurgreidd ef ég kemst ekki á námskeiðið?

Já ef þú lætur okkur vita með þriggja daga fyrirvara (virkir dagar) í tölvupósti á [email protected]

Annars býðst þér að fara endurgjaldslaust á næsta námskeið ef það er laust pláss.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

 • This field is for validation purposes and should be left unchanged.