Menu

Námskeið

Olíumálun/litafræði fyrir byrjendur

Á námskeiðinu eru kynntar tvær ólíkar aðferðir í málun. Málað á raunsæjan máta eftir einfaldri uppstillingu og síðan er myndefnið þróað í annarri útfærslu og á frjálslegri hátt með sköfu.

Leiðbeinandi: Anna Gunnlaugsdóttir
Námskeiðsgjald: 45.000 kr.
Hámarksfjöldi: 12
Forkröfur: Engar
Dagsetning: 14. febrúar 2019 - 07. mars 2019

Námskeiðslýsing

Megináhersla er lögð á litafræði og myndbyggingu. Unnið er bæði með akrýl- og olíuliti og þjálfuð grunnatriði í meðferð efna og áhalda. Notaðir eru einungis frumlitirnir þrír og hvítur til að skilja eiginleika litanna og litablöndun á markvissan hátt.

Innifalið: Efni í fyrsta tíma,  einn ástrekktur strigi og afnot af kolum.

Efni: Innkaupalisti afhentur í fyrsta tíma.

Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.

Nánar um námskeið

14. febrúar fimmtudagur 18:00 – 22:00
21. febrúar fimmtudagur 18:00 – 22:00
28. febrúar fimmtudagur 18:00 – 22:00
7. mars fimmtudagur 18:00 – 22:00

Alls 16 klukkutímar

Anna Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður og kennari.
Anna lærði myndlist hér heima og í París

Námskeiðsgjald: 45.000 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara (virkir dagar) í síma 514 9602 eða á [email protected]

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark
80% mætingu.

Námskeið

Önnur námskeið

Námskeið / 5. - 14. nóvember 2019

Skissuteikning

Þátttakendur læra undirstöðu skissutækninnar.

Leiðbeinandi: Ragnheiður Linda Eyjólfsdóttir

FAQ

Spurt og svarað

Fæ ég námskeiðsgjald endurgreitt ef ég kemst ekki á námskeiðið?

Já ef þú lætur okkur vita með þriggja daga fyrirvara (virkir dagar) í tölvupósti á [email protected]  Annars býðst þér að fara endurgjaldslaust á næsta námskeið ef það er laust pláss.

Hvað er innifalið í námskeiðsgjaldi?

Efni í fyrsta tíma, einn ástrekktur strigi og afnot af kolum.

Hvað þarf ég að kaupa?

Innkaupalisti er afhentur í fyrsta tíma.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.