Menu

Námskeið

Photoshop framhald

Framhaldsnámskeið í Photshop þar sem farið er dýpra í vinnslu mynda fyrir skjá- og prentmiðla.

Leiðbeinandi: Jón A. Sandholt
Námskeiðsgjald: 41.500 kr.
Hámarksfjöldi: 12
Forkröfur: Nauðsynlegt er að nemendur hafi þekkingu á Photoshop, þekki helstu tól og verkfæri og grunnhugtök varðandi myndvinnslu eins og upplausn, kontrast og birtu.
Dagsetning: 09. apríl 2018 - 18. apríl 2018

Námskeiðslýsing

Fjallað er um litaprófíla og upplausn, farið í flóknar samsetningar, vinnu með lög, maska og hópa (groups). Fjallað um möskun á hári, vinnu með pensla, hvernig á að skerpa myndir og mýkja áferð í myndum. Sömuleiðis verður fjallað um sjálfvirkniaðgerðir sem geta flýtt fyrir þegar vinna þarf margar myndir sem þarfnast samskonar vinnslu. Unnin eru raunhæf verkefni.

Nauðsynlegt er að nemendur hafi þekkingu á Photoshop, þekki helstu tól og verkfæri og grunnhugtök varðandi myndvinnslu eins og upplausn, kontrast og birtu.

Þátttakendur þurfa að hafa aðgang að forritinu til að æfa sig á milli tíma. Hægt er að hlaða niður forritinu á  http://www.adobe.com/downloads/ og nota frítt í einhverja daga.

Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.

Nánari upplýsingar

 9. apríl mánudagur 18:00 – 21:30
11. apríl miðvikudagur 18:00 – 21:30
16. apríl mánudagur 18:00 – 21:30
18. apríl miðvikudagur 18:00 – 21:30

Alls 14 klukkutímar

Jón A. Sandholt prentsmiður og
kennari á Upplýsinga- og fjölmiðlabraut Upplýsingatækniskóla Tækniskólans.

Námskeiðsgjald: 41.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

 

Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara (virkir dagar) í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu

Námskeið

Önnur námskeið

Námskeið / Haust 2018

Photoshop grunnur

Á námskeiðinu er kennt að nota helstu tól forritsins, lög (layers), valtól, maska, leiðir til að lagfæra og litaleiðrétta myndir ásamt fleiru. Farið verður í upplausn og vistun mynda fyrir vef og prentun.

Leiðbeinandi: Jón A. Sandholt, Kennari í grafískri miðlun grunnámi upplýsinga- og fjölmiðlabrautar

Námskeið / 22. - 31. október 2018

Lightroom Classic

Adobe Photoshop Lightroom Classic er eitt vinsælasta myndvinnsluforrit í heimi meðal atvinnuljósmyndara jafnt sem áhugafólks. Auk þess að bjóða upp á hratt og öflugt vinnuflæði ljósmynda sér forritið um alla umsýslu og skipulag myndasafns í innbyggðum gagnagrunni.

Leiðbeinandi: Sigurður Stefán Jónsson, Kennari í ljósmyndun og grunnnámi upplýsinga og fjölmiðlabrautar

FAQ

Spurt og svarað

Fæ ég námskeiðsgjöld endurgreidd ef ég kemst ekki á námskeiðið?

Já ef þú lætur okkur vita með þriggja daga fyrirvara (virkir dagar) í tölvupósti á endurmennntun@tskoli.is.

Annars býðst þér að fara endurgjaldslaust á næsta námskeið ef það er laust pláss.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!