fbpx
Menu

Námskeið

Reiðhjólaviðgerðir

Námskeiðið hefst á stuttum inngangi um hjólið og jákvæðar hliðar þess að efla hjólreiðar til framtíðar. Síðan taka við léttar viðgerðir og viðhald reiðhjóla.

Leiðbeinandi: Árni Davíðsson
Námskeiðsgjald: 24.500 kr.
Hámarksfjöldi: 16
Dagsetning: 08. maí 2021 - 08. maí 2021
Fyrirspurnir: [email protected]

Námskeiðslýsing

Viðgerðarþættirnir ná yfir eftirfarandi:

  • Stillingar á stelli – hvernig er hjól vel stillt fyrir einstakling.
  • Bilanagreining – hvernig reiðhjól er yfirfarið til þess að átta sig á heilbrigði þess.
  • Sprungið dekk  – gert við sprungið dekk, loftþrýstingur og umgengni við gjarðir.
  • Bremsur – öryggisbil handbremsa skoðuð og skipt um bremsupúða á venjulegum v-bremsum.
  • Gírar og keðjur – stillum og smyrjum

Þátttakendur mæta með sitt eigið reiðhjól og stilla það. Setja það í viðgerðarstand, skoða ástand þess og læra að nálgast það sem þarf að laga á eigin farartæki. Auk þess fá allir að gera við sprungið dekk og sprungna slöngu, skipta um bremsupúða og stilla gíra.

Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.

Nánari upplýsingar

8. maí laugardagur 9:00 – 16:00

Alls 7 klukkutímar

Árni Davíðsson, kennari í Hjólafærni og leiðbeinandi um hjólaviðgerðir síðastliðin ár. Árni hefur verið farsæll í starfi sínu sem Dr. Bæk, doktorinn sem heimsækir vinnustaði og ástandsskoðar reiðhjól.

 

 

 

Námskeiðsgjald: 24.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara (virkir dagar) í síma 514 9602 eða á [email protected]

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu

Námskeið

Önnur námskeið

Námskeið /17. - 20. maí 2021

GPS staðsetningartæki og rötun

Námskeiðið fer er kennt í skólanum 17. og 19. maí og svo er verkleg útiæfing  20. maí. Á námskeiðinu er farið yfir öll helstu grunnatriði rötunar. Þátttakendur læra á áttavita, æfa sig í að lesa og vinna á kort bæði með stefnur, vegalengdir og staðsetningar.

Leiðbeinandi: Einar Eysteinsson

FAQ

Spurt og svarað

Fæ ég námskeiðsgjöld endurgreidd ef ég kemst ekki á námskeiðið?

Já ef þú lætur okkur vita með þriggja daga fyrirvara (virkir dagar) í tölvupósti á [email protected]

Annars býðst þér að fara endurgjaldslaust á næsta námskeið ef það er laust pláss.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.