Menu

Námskeið

Reiðhjólaviðgerðir

Námskeiðið hefst á stuttum inngangi um hjólið og jákvæðar hliðar þess að efla hjólreiðar til framtíðar. Síðan taka við léttar viðgerðir og viðhald reiðhjóla.

Leiðbeinandi: Árni Davíðsson
Námskeiðsgjald: 23.500 kr.
Hámarksfjöldi: 10
Dagsetning: 04. maí 2019 - 04. maí 2019

Námskeiðslýsing

Skráning og nánari upp­lýs­ingar:
end­ur­menntun@tskoli.is | Sími 514 9602 / 514 9603

Viðgerðarþættirnir ná yfir eftirfarandi:

  • Stillingar á stelli – hvernig er hjól vel stillt fyrir einstakling.
  • Bilanagreining – hvernig reiðhjól er yfirfarið til þess að átta sig á heilbrigði þess.
  • Sprungið dekk  – gert við sprungið dekk, loftþrýstingur og umgengni við gjarðir.
  • Bremsur – öryggisbil handbremsa skoðuð og skipt um bremsupúða á venjulegum v-bremsum.
  • Gírar og keðjur – stillum og smyrjum

Þátttakendur mæta með sitt eigið reiðhjól og stilla það. Setja það í viðgerðarstand, skoða ástand þess og læra að nálgast það sem þarf að laga á eigin farartæki. Auk þess fá allir að gera við sprungið dekk og sprungna slöngu, skipta um bremsupúða og stilla gíra.

Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.

Nánari upplýsingar

4. maí laugardagur 9:00 – 16:00

Alls 7 klukkutímar

Árni Davíðsson, kennari í Hjólafærni og leiðbeinandi um hjólaviðgerðir síðastliðin ár. Árni hefur verið farsæll í starfi sínu sem Dr. Bæk, doktorinn sem heimsækir vinnustaði og ástandsskoðar reiðhjól.

 

 

 

Námskeiðsgjald: 23.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara (virkir dagar) í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu

Námskeið

Önnur námskeið

Námskeið / 2. - 6. apríl 2019

GPS staðsetningartæki og rötun

Á námskeiðinu er farið yfir öll helstu grunnatriði rötunar. Þátttakendur læra á áttavita, æfa sig í að lesa og vinna á kort bæði með stefnur, vegalengdir og staðsetningar. Þátttakendur þurfa að hafa með sér eigin GPS tæki, áttavita og skriffæri.

FAQ

Spurt og svarað

Fæ ég námskeiðsgjöld endurgreidd ef ég kemst ekki á námskeiðið?

Já ef þú lætur okkur vita með þriggja daga fyrirvara (virkir dagar) í tölvupósti á endurmennntun@tskoli.is.

Annars býðst þér að fara endurgjaldslaust á næsta námskeið ef það er laust pláss.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.