Menu

Námskeið

Revit þrívíddarforrit grunnur

Á námskeiðinu er farið í notkun á Revit Architecture sem notað er til hlutbundinnar mannvirkjahönnunar og er það ætlað tæknimenntuðu fólki sem vinnur á því sviði.

Leiðbeinandi: Gunnar Kjartansson
Námskeiðsgjald: 63.500 kr.
Hámarksfjöldi: 14
Dagsetning: 04. apríl 2018 - 30. apríl 2018

Námskeiðslýsing

Unnin eru sex verkefni þar sem farið er kerfisbundið í eitt verk. Byggt er upp módel fyrir ákveðið hús og út frá því fengnar grunnmyndir, snið og ásýndir sem svo í lokin er sett upp á blöð sem aðaluppdráttur.

Nemendur fá aðgang að 30 daga leyfi á kerfinu og myndbönd af því hvernig verkefnin er unnin. Til að námskeiðið nýtist sem best er gert ráð fyrir einhverri heimavinnu á milli tíma. Æskilegt er að nemendur taki með sér heyrnartól til að geta skoðað myndbönd í tímum.

Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.

Nánari upplýsingar

4. apríl miðvikudagur 19:00 – 22:00
9. apríl
mánudagur 19:00 – 22:00
11. april
miðvikudagur 19:00 – 22:00
16. apríl mánudagur 19:00 – 22:00
18. apríl
miðvikudagur 19:00 – 22:00
23. apríl
mánudagur 19:00 – 22:00
26. apríl
miðvikudagur 19:00 – 22:00
30. apríl
mánudagur 19:00 – 22:00

Alls 24 klukkutímar

Gunnar Kjartansson verkfræðingur og skólastjóri Byggingatækniskóla Tækniskólans.

Námskeiðsgjald: 63.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

 

Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara (virkir dagar) í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu

Námskeið

Önnur námskeið

Námskeið /23. apríl - 7. maí 2018

SketchUp grunnur

Þrívíddarforritið SketchUp er hægt að nálgast ókeypis á netinu, http://sketchup.com Auk þess að vera frítt þá er helsti kostur forritsins sá að vera sett upp á afar einfaldan og þægilegan hátt, notendur forritsins eiga því mjög auðvelt með að ná tökum á notkun þess.

Leiðbeinandi: Finnur Ingi Hermannsson

Námskeið / 4. - 30. apríl 2018

Revit þrívíddarforrit framhald

Á Revit námskeiðinu er farið í notkun á Revit Architecture sem notað er til hlutbundinnar mannvirkjahönnunar og er það ætlað tæknimenntuðu fólki sem vinnur á því sviði.

Leiðbeinandi: Gunnar Kjartansson, Skólastjóri Byggingatækniskólans

FAQ

Spurt og svarað

Fæ ég námskeiðsgjöld endurgreidd ef ég kemst ekki á námskeiðið?

Já ef þú lætur okkur vita með þriggja daga fyrirvara (virkir dagar) í tölvupósti á endurmennntun@tskoli.is.

Annars býðst þér að fara endurgjaldslaust á næsta námskeið ef það er laust pláss.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!